Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 11

Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 11
1. tbl. 2008 | ský 11 þegar hún söng lagið með hljómsveit eiginmanns síns. Lára söng einnig í Dómkórnum og Þjóðkórnum og var mjög músíkölsk eins og eiginmaðurinn. Ragnar fæddist 22. september 1934 í lítilli risíbúð í Lækjargötu 12b í Reykjavík. Hann var miðbarn foreldra sinna; Ómar bróðir hans var tveimur árum eldri og systirin Dúna tveimur árum yngri. Móðir þeirra sá að mestu um uppeldið en systkinin ólust upp á heimili sem var helsta æfingahúsnæði Hljómsveitar Bjarna Böðvarssonar. Ragnar fékk trommusett rétt fyrir fermingu og lærði á píanó í tvo vetur. Hann gat líka gripið í harmoniku, en lærði aldrei formlega á nikku þó að faðir hans tæki nemendur í tónlistarkennslu heima í Meðalholtinu, en þangað fluttu þau 1944. Ragnar kunni nægjanlega mikið til að geta komið nýjum nemendum af stað ef faðir hans tafðist eitthvað úti í bæ. Þegar Árni Scheving mætti í fyrsta tímann var Bjarni seinn fyrir. Ragnar spjallaði við þennan jafnaldra sinn og sýndi honum hvernig hann ætti að handleika harmonikuna. Nokkrum árum seinna urðu þeir nánir félagar þegar þeir störfuðu saman í KK-sextettinum. Vinskapurinn varð enn meiri þegar Árni starfaði í Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar á Hótel Sögu, en Árni var einn fjölhæfasti tónlistarmaður landsins. Þeir göntuðust oft með að Árni hefði orðið svona góður tónlistarmaður vegna þess að Ragnar kenndi honum undirstöðuatriðin í harmonikuleik. Árni andaðist rétt fyrir jólin 2007 og Ragnar minnist hans með hlýhug: ,,Hann var yndislega ljúfur drengur og einhver mesti tónlistarmaður sem ég hef kynnst. Hann spilaði eins og engill á hvaða hljóðfæri sem var. Þegar ég fékk hann til að koma heim frá Svíþjóð til að spila með hljómsveit minni sagði ég honum að hann ætti að leika á alt-saxófón. Árni sagðist ekki kunna neitt á saxófón þó hann væri lærður óbóleikari. Það tók hann þrjá daga að ná þessu og tónninn var mjög fallegur hjá honum.“ Nýfermdur tónlistarmaður Ragnar kom nokkrum sinnum fram á árshátíðum og skemmtunum með skólabræðrum sínum í Ingimarsskóla fermingarveturinn, en sumarið eftir fengu þeir Sigurður Þ. Guðmundsson vinnu hjá Vigfúsi Guðmundssyni, vert í Hreðavatnsskála. Strákarnir áttu að spila fyrir matargesti, annast sjoppuna og afgreiða bensín. Þeir stóðust þessa eldskírn og Fúsi var ánægður með þá eftir sumarið þrátt fyrir að þeir hefðu stundum slegið slöku við í öllu öðru en tónlistinni. Þar stóðu þeir sig með mestu prýði. Bjarni spilaði með strákunum í Hreðavatnsskála um verslunarmannahelgina þetta sumar og þeir gerðu stormandi lukku. Bjarni var ekkert að mylja of mikið undir strákinn í tónlistinni en fannst gott að hafa hann með þegar hljómsveitin fór út á land. Ragnar var liðtækur í miðasölunni á böllum og sinnti ýmsum snúningum eins og að selja gos og keyra hljómsveitarbílinn. Ragnar var staðráðinn í að ná frama í tónlistinni og suðaði endalaust í föður sínum að fá að spila með hljómsveitinni. Hann fékk að spreyta sig fyrir alvöru í útvarpsupptöku 1950 þegar það vantaði trommara. Ragnari gekk ekkert allt of vel í byrjun en hann leysti verkefnið á endanum. Hann söng líka tvö lög með hljómsveitinni í útvarpssal, annað með Sigurði Ólafssyni, einum vinsælasta söngvara landsins. Ragnar var ekki beðinn um að endurtaka sönginn, en starfaði sem trommari um tíma með hljómsveit föður síns í Alþýðuhúsinu. Þar voru gömlu dansarnir hafðir í hávegum en Ragnar var lítill K.K. sextettinn hélt upp á 10 ára afmæli sitt með tónleikum í Austurbæjarbíói 157 og var Sigrún Jónsdóttir sérstakur gestur kvöldsins. Sérsaumaðir hljómsveitarjakkarnir þóttu mjög glæsilegir. Raggi Bjarna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.