Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 17

Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 17
1. tbl. 2008 | ský 17 Raggi Bjarna bauð Ragnari að taka við í Súlnasalnum. Konráð Guðmundsson hótelstjóri var sáttur við þessa ráðstöfun og þegar Svavar leysti hljómsveitina upp í lok ágúst 1965 var búið að stofna Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Meðal þeirra sem skipuðu sveitina voru gamlir félagar Ragnars úr KK-sextettinum, Árni Scheving víbrafónleikari og Guðmundur Steingrímsson trommari. Fljótlega bættist Jón Sigurðsson bassaleikari í hópinn. Sigurður kanslari, æskuvinur Ragnars, var sjálfkjörinn ásamt Gretti Björnssyni harmonikuleikara. Ætlunin var að starfrækja hljómsveitina í einn vetur eða svo, en hljómsveitin naut það mikilla vinsælda að þegar yfir lauk voru veturnir í Súlnasal orðnir 19 talsins. Það var brjálað að gera hjá þeim 5-6 kvöld í viku og hljómsveitin skemmti á alls kyns samkomum fyrir alla aldursflokka. Ragnar var nýbúinn að fá sér nýjan Rambler þegar hann tók við hljómsveitarstjórninni og stundaði leigubílaharkið af fullum krafti meðfram söngnum. Hann keyrði flesta daga þar til hljómsveitin steig á svið og fór beina leið á rúntinn eftir böllin. Hann vildi ekki taka farþega sem höfðu verið að skemmta sér í Súlnasal en staðsetti sig fyrir utan veitingastaðinn Glaumbæ þar sem unga fólkið hélt sig mest. Ragnar hafði meira en nóg að gera á þessum tíma enda veitti ekkert af tekjunum. Þegar þau Helle fluttu til Íslands haustið 1964 áttu þau ekkert og fannst mikilvægt að koma fjárhagnum í lag sem fyrst. Ragnar sinnti akstrinum til 1976, en eftir það gerði hann út leigubíl með öðrum bílstjórum í nokkur misseri. Á þessum árum kynntist hann margvíslegum hliðum mannlífsins, enda er sagt að leigubílstjórar og barþjónar njóti þess vafasama heiðurs að heyra duldustu leyndarmál viðskiptavina sinna. Skemmtikraftar á ferð Sumarið 1966 var Hljómsveit Ragnars ráðin til að skemmta á héraðsmótum Sjálfstæðisflokksins. Ragnar bar ábyrgðina á skemmtidagskránni og að ráða fólk í ýmis hlutverk. Það þýddi ekki að vera með neitt kæruleysi og Ragnar sannfærði vinsælasta grínista landsins, Ómar Ragnarsson, um að taka þátt í verkefninu. Þeir höfðu hljóðritað lagið Sjómenn íslenskir erum við, úr söngleikritinu Járnhausnum eftir bræðurna Jón Múla og Jónas Árnasyni. Það fór vel á með þeim og samstarfið átti eftir að leiða af sér fjölbreytt verkefni næstu árin. Ríkissjónvarpið hóf útsendingar haustið 1966 og þar skipaði tónlist stóran sess. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar gerði nokkra skemmti- og tónlistarþætti fyrir Sjónvarpið og kom reglulega fram í Útvarpinu. Á sumrin þræddu þeir samkomuhús landsins en 1969 og 1971 voru síðustu árin sem héraðsmótin voru við Sumargleðin á ferð og flugi. Ragnar, Þuríður Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson, Andrés Ingólfsson, Árni Scheving, Eyþór Stefánsson og Stefán Jóhannsson kveðja Ómar sem flýgur af stað á Frúnni með farþegann Bessa Bjarnason í aftursætinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.