Ský - 01.02.2008, Side 17

Ský - 01.02.2008, Side 17
1. tbl. 2008 | ský 17 Raggi Bjarna bauð Ragnari að taka við í Súlnasalnum. Konráð Guðmundsson hótelstjóri var sáttur við þessa ráðstöfun og þegar Svavar leysti hljómsveitina upp í lok ágúst 1965 var búið að stofna Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Meðal þeirra sem skipuðu sveitina voru gamlir félagar Ragnars úr KK-sextettinum, Árni Scheving víbrafónleikari og Guðmundur Steingrímsson trommari. Fljótlega bættist Jón Sigurðsson bassaleikari í hópinn. Sigurður kanslari, æskuvinur Ragnars, var sjálfkjörinn ásamt Gretti Björnssyni harmonikuleikara. Ætlunin var að starfrækja hljómsveitina í einn vetur eða svo, en hljómsveitin naut það mikilla vinsælda að þegar yfir lauk voru veturnir í Súlnasal orðnir 19 talsins. Það var brjálað að gera hjá þeim 5-6 kvöld í viku og hljómsveitin skemmti á alls kyns samkomum fyrir alla aldursflokka. Ragnar var nýbúinn að fá sér nýjan Rambler þegar hann tók við hljómsveitarstjórninni og stundaði leigubílaharkið af fullum krafti meðfram söngnum. Hann keyrði flesta daga þar til hljómsveitin steig á svið og fór beina leið á rúntinn eftir böllin. Hann vildi ekki taka farþega sem höfðu verið að skemmta sér í Súlnasal en staðsetti sig fyrir utan veitingastaðinn Glaumbæ þar sem unga fólkið hélt sig mest. Ragnar hafði meira en nóg að gera á þessum tíma enda veitti ekkert af tekjunum. Þegar þau Helle fluttu til Íslands haustið 1964 áttu þau ekkert og fannst mikilvægt að koma fjárhagnum í lag sem fyrst. Ragnar sinnti akstrinum til 1976, en eftir það gerði hann út leigubíl með öðrum bílstjórum í nokkur misseri. Á þessum árum kynntist hann margvíslegum hliðum mannlífsins, enda er sagt að leigubílstjórar og barþjónar njóti þess vafasama heiðurs að heyra duldustu leyndarmál viðskiptavina sinna. Skemmtikraftar á ferð Sumarið 1966 var Hljómsveit Ragnars ráðin til að skemmta á héraðsmótum Sjálfstæðisflokksins. Ragnar bar ábyrgðina á skemmtidagskránni og að ráða fólk í ýmis hlutverk. Það þýddi ekki að vera með neitt kæruleysi og Ragnar sannfærði vinsælasta grínista landsins, Ómar Ragnarsson, um að taka þátt í verkefninu. Þeir höfðu hljóðritað lagið Sjómenn íslenskir erum við, úr söngleikritinu Járnhausnum eftir bræðurna Jón Múla og Jónas Árnasyni. Það fór vel á með þeim og samstarfið átti eftir að leiða af sér fjölbreytt verkefni næstu árin. Ríkissjónvarpið hóf útsendingar haustið 1966 og þar skipaði tónlist stóran sess. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar gerði nokkra skemmti- og tónlistarþætti fyrir Sjónvarpið og kom reglulega fram í Útvarpinu. Á sumrin þræddu þeir samkomuhús landsins en 1969 og 1971 voru síðustu árin sem héraðsmótin voru við Sumargleðin á ferð og flugi. Ragnar, Þuríður Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson, Andrés Ingólfsson, Árni Scheving, Eyþór Stefánsson og Stefán Jóhannsson kveðja Ómar sem flýgur af stað á Frúnni með farþegann Bessa Bjarnason í aftursætinu.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.