Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 52
52 ský | 1. tbl. 2008
Bryngeirsson og Gunnar Huseby urðu þar Evrópumeist-
arar í langstökki og kúluvarpi. Og áttu fyrir mótið mögu-
leika á verðlaunum í fjórum greinum! Úrslitakeppnin
í stangarstökkinu, aðalgrein Torfa, fór hins vegar fram
á sama tíma og langstökkskeppnin.
Skúli Guðmundsson hefði átt góða
möguleika í hástökki á mótinu, hefði
hann keppt, og í bókinni Mannlífs-
stiklum kalla ég fyrrnefnda níu frjáls-
íþróttamenn gulldrengina.
Mesta spretthlaup Íslandssög-
unnar
En höldum áfram með gaselludreng-
ina. Finnbjörn Þorvaldsson náði
sínum hátindi 1949 með því að verða Norðurlandameist-
ari í 100 og 200 metra hlaupum og setti Íslandsmet, 10,5
í 100 metrunum og 21,7 í 200 metrunum. Miðsumars
1950 áttu þeir Haukur og Hörður mestu möguleikana á
góðu gengi á EM, jafnvel möguleika á gulli í 200 metra
hlaupi eftir að fjórir hlauparar höfðu 17. júní í einu og
sama hlaupinu raðað sér meðal bestu manna álfunnar í
200 metra hlaupi í mesta spretthlaupi Íslandssögunnar:
Hörður 21,5, Haukur 21,6, Ásmundur 21,7 og Guð
mundur 21,8!
Hörður tognaði hins vegar illa skömmu síðar og Hauki
var fyrir smávægilegar sakir meinað að keppa í sinni eftir-
lætisgrein á Evrópumeistaramótinu.
Var það eitt mesta slys íslenskrar íþró
ttasögu. Ef Haukur og Hörður hefðu
keppt í 200 metrunum í Brussel
er hugsanlegt að þeir hefðu bitist um
gullið. Haukur varð fimmti í 100
metra hlaupi en gerði sér síðan lítið
fyrir, fór til Svíþjóðar og náði þar
besta tímanum sem náðist það ár í
200 metra hlaupi í Evrópu, 21,3 sek-
úndur. Það var Norðurlandamet sem
stóð í sjö ár og Íslandsmet sem stóð í 27 ár! Haukur var
fágætlega bráðþroska hlaupari; aðeins 18 ára gamall varð
hann Norðurlandameistari í 200 metra hlaupi. Raunar
voru þeir tvíburabræðurnir Haukur og Örn algerlega ein-
stakir og ekki vitað um neitt svipað fyrirbæri í íþróttasögu
heimsins. Þótt Örn væri fyrst og fremst afburða tugþraut-
armaður, sá þriðji besti í heiminum í þrjú ár, var hann yfir-
Afreksmenn
Hörður var þeirra hávaxn-
astur, 1,92 metrar, en var
sífellt að togna og fann það
ekki út fyrr en of seint að
það var vegna rangs matar-
æðis og skorts á B-vítamíni.
Mesta spretthlaup Íslandssögunnar. 200 metra hlaup á Melavellinum 17. júní 150. Hörður Haraldsson á
21,5 sek., Haukur Clausen á 21, sek., Ásmundur Bjarnason á 21,7 sek. og Guðmundur Lárusson á 21, sek.