Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 16

Ský - 01.02.2008, Blaðsíða 16
1 ský | 1. tbl. 2008 en rokkið fékk sitt rými enda nauðsynlegt að vinsælasta hljómsveit landsins höfðaði jafnt til ungra sem eldri og ráðsettari aðdáenda. Sigrún Jónsdóttir kom aftur til liðs við KK í ársbyrjun 1958 en hætti stuttu seinna. Elly Vilhjálms tók við af henni en hún hafði sungið í fyrsta sinn opinberlega með KK-sextettinum síðsumars 1953. Ragnar söng inn á plötu á vegum Hljóðfæraverslunar Sigríðar Helgadóttur 25. mars 1958, en þrátt fyrir vinsældir Ellyjar kom ekki út plata með henni fyrr en tveimur árum seinna. Þegar Þórscafé var opnað í Brautarholtinu 22. nóvember 1958 var Elly fastráðin og þau Ragnar áttu farsælt samstarf næstu mánuðina. Álagið var gríðarlegt og þegar kom fram á sumar 1959 ákváðu Ragnar, Kristján Magnússon píanóleikari og Ólafur Gaukur gítarleikari að ganga til liðs við Hljómsveit Björns R. Einarssonar. Ólafur starfrækti eigið tríó samhliða starfinu hjá Birni og Ragnar kom fram með þessum hljómsveitum í fyrsta sinn 20. júní 1959 á dansleik í Selfossbíói. Þar voru þeir fastagestir næstu helgar, en komu einnig fram í Vetrargarðinum og víðar í miðri viku. Ragnar átti eftir að ljúka starfi sínu í KK-sextettinum og kom fram með sveitinni um skeið áður en hann færði sig endanlega um set. Þegar halla tók á sumarið hófst vertíðin á Hótel Borg þar sem Hljómsveit Björns var næstu mánuðina. Ragnar starfaði með þessum köppum í tæplega ár, en þá stofnaði Kristján Magnússon eigin hljómsveit og Ragnar fylgdi honum yfir í Sjálfstæðishúsið hinum megin við Austurvöll. Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig Ragnar fór til Kaupmannahafnar á vegum Íslenskra tóna í apríl 1960 og tók upp fjögur lög með Hljómsveit Birgers Arudzen. Það vildi svo vel til að Kristján, forsprakki KK-sextettsins, var á leiðinni til Hafnar á sama tíma. Tage Ammendrup útgefandi bað hann um að hjálpa til við útsetningar og upptökustjórn, sem hann gerði. Kristján bætti reyndar um betur með því að spila á saxófón í tveimur laganna. Hann hélt aftur heim tveimur dögum seinna með nýja saxófóna en Ragnar varð eftir í Kaupmannahöfn til að skemmta sér og öðrum. Ragnar fór fleiri upptökuferðir til Danmerkur og Svíþjóðar næstu mánuðina því plötur hans seldust betur en nokkru sinni fyrr. Hann söng með Hljómsveit Björns R. Einarssonar á Hótel Borg milli utanferða, en starfaði einnig um tíma með húshljómsveitinni í Lídó í Stakkahlíð. Þegar lagið Vertu ekki að horfa svona alltaf kom út í sumarbyrjun 1960 sló það rækilega í gegn. Ragnar þurfti að syngja lagið á hálftíma fresti þar sem hann kom fram og allar aðrar hljómsveitir urðu að spila þetta lag á dansleikjum sínum. Svavars Gests starfaði á þessum tíma í Sjálfstæðishúsinu ásamt söngvaranum Sigurdóri Sigurdórssyni og hljómsveit sinni. Svavar lét gesti staðarins kjósa vinsælustu lögin í hverri viku og birtist listinn í Morgunblaðinu. Þetta sumar fékk Vertu ekki að horfa ... flest atkvæðin vikum saman og var vinsælasta lag ársins. Um veturinn gekk Ragnar enn einu sinni til liðs við Svavar og starfaði með hljómsveit hans næstu þrjú árin. Svavar stjórnaði vinsælum skemmtiþáttum í Útvarpinu á þessum tíma. Hljómsveitin tók virkan þátt í dagskrárgerðinni en þættirnir voru teknir upp að viðstöddum áhorfendum í útvarpssal á laugardagseftirmiðdögum. Þar flutti hljómsveitin fjölbreytta tónlist og komu nokkur laganna út á hljómplötum, en meðlimirnir léku einnig í stuttum grínatriðum sem vöktu kátínu útvarpshlustenda. Sumarið 1961 fór hljómsveitin um landið með skemmtidagskrá og tónlist. Svavar samdi gamanþætti og strákarnir létu sig hafa það að troða upp í fáránlegum búningum og gera sig að fíflum kvöld eftir kvöld, áður en dansinn var stiginn fram á nótt. Þessi dagskrá naut slíkra vinsælda að hljómsveitin setti hvert aðsóknarmetið á fætur öðru út um allt land. Norðurlöndin heilla Haustið 1961 flutti hljómsveitin sig yfir í Lídó og stafaði þar næsta árið. Svavar hélt uppteknum hætti, stjórnaði skemmtiþáttum í útvarpi, skipulagði miðnæturskemmtanir í Austurbæjarbíói og kom ótrúlegustu hugmyndum í framkvæmd. Ragnar hafði í nógu að snúast og þurfti að læra nýja texta og nýja leikþætti í hverri viku og vera í góðu formi alla daga hvort sem hann kom fram í Lídó eða annars staðar. Miklum vinsældum fylgja margs konar vandamál og það er auðvelt að fara út af sporinu. Ragnar tók virkan þátt í skemmtanalífinu með félögum sínum en fjölskyldan varð útundan. Þar kom að hjónabandið fór út um þúfur 1962 og Ragnar flutti út af heimilinu. Hann leigði íbúð á Kambsveginum þar sem gleðin var við völd daga og nætur. Losarabragurinn og taumleysið varð til þess að Ragnar stóð ekki alltaf undir þeim væntingum sem Svavar gerði til samstarfsmanna sinna. Hann átti það til að mæta illa undirbúinn á skemmtanir og ekki alltaf í sínu besta formi. Ragnari fannst tími til kominn á breytingar, sagði starfinu lausu í ársbyrjun 1963, seldi bílinn og hélt til Kaupmannahafnar ásamt Kristni Vilhelmssyni píanóleikara. Þeir störfuðu við tónlist víðs vegar um Norðurlöndin við mismunandi aðstæður í rúmlega ár. Fyrst í stað var gleðin við völd, en smám saman breyttist kúrsinn hjá Ragnari sem sá að þetta gat ekki gengið svona til lengdar. Hann kynnist danskri stúlku, Helle Jensen, þegar hann spilaði í fyrsta sinn á skemmtistaðnum Rigo í Árósum. Samband þeirra þróaðist og var komið á alvarlegt stig þegar Ragnar varð þrítugur í september 1964. Hann bauð vinum sínum til fagnaðar í Rigo-klúbbnum, en um nóttina brann skemmtistaðurinn til kaldra kola. Atburðurinn átti sér stað nánast á sama tíma og Ragnari barst bréf frá Svavari, sem hafði ákveðið að þetta væri síðasti veturinn sem hann starfrækti hljómsveitina. Hann vildi hætta með stæl og bauð Ragnari að starfa með sér og Elly Vilhjálms á Hótel Sögu þetta síðasta ár. Ragnar greip tækifærið og hélt heim á leið með Helle heitkonu sína upp á arminn. Súlnasalur Hótel Sögu Ragnar og Elly Vilhjálms voru kynnt sem hinir nýju söngvarar Hljómsveitar Svavars Gests í Súlnasal um miðjan október 1964. Svavar hafði stofnað eigið útgáfufyrirtæki um vorið og það lá beinast við að gefa út plötur með Ragnari og Elly. Veturinn 1964- 65 kom hljómsveitin fram í útvarpi og flutti tíu vinsælustu lögin að mati hlustenda í hverjum mánuði. Sumarið 1965 hélt sveitin í hringferð um landið í tengslum við héraðsmót Sjálfstæðisflokksins. Þau komu fram á 17. júní skemmtun á Lækjartorgi og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Útgáfustarfsemin var orðin það viðamikil að Svavar ákvað að einbeita sér að henni og Raggi Bjarna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.