Dagrenning - 01.12.1958, Page 10

Dagrenning - 01.12.1958, Page 10
HVAÐ ER SPIRITISMI? Spíritismann reyndi ég lengi vel að 1 íta á sem vísindi en ekki sem trú, eða sértrú. En spíritisminn hefir, sem vís- indi, aðeins sannað það, senr hin kristna trú hefir alla tíð boðað, að menn lifi eftir dauðann. „Líf er eftir þetta líf, herra“ var sagt við Jón biskup Arason og svar hans var þá — á miðri 16. öld — þetta: „Veit ég það, Sveinki". En spiritisminn er í raun réttri ekki vís- indi né vísindastarfsemi. Hann er sambandsstarfsemi. Á miðilsfundum fá menn „samband“ við eina eða aðra „framliðna veru“, sem svo er köll- uð, en enginn veit í raun réttri við hvern þetta samband er. Engin trygg- ing er fyrir því að „andinn" segi satt og rétt frá því, sem hann þykist vita, og margoft hefir það reynst rangt, sem sagt hefir verið fyrir munn miðils- ins. Þó verið sé að telja fólki trú um að sambandið sé við framliðna ástvini við- komandi fólks, er það með öllu ósann- anlegt að svo sé, og óhætt er að full- yrða að það er sjaldnast, sem samband er við Jjann, sem sagt er að það sé við. Hér er því komið út á mjög hættulega braut. Sé sambandið við lygaanda eða jafnvel djöflaanda — sem ávallt reyna að villa á sér heimildir — er um stórhættu- legt fyrirtæki að ræða, sem getur haft — og hefur haft — hinar alvarlegustu, and- legu afleiðingar fyrir alla er nálægt þessu koma. Spiritisminn er þannig ekki kristin lífsstefna heldur heiðni. Trú á andaverur og samband við þær er sterk- asta einkenni heiðninnar. í merkri fornsögu er sagt frá því hvemig „leitað var frétta" eftir spiritiskum leiðum á 11. ■öld. Frásögn þessi er í Þorfinns sögu karlsefnis. Þar er sagt frá því er Guð- ríður Þorbjarnardóttir, móðir Þorfinns karlsefnis, var hinn fyrsta vetur í Græn- landi. Þar var þá „hallæri mikið“ og margs konar önnur óáran og hafði svo verið all-lengi. Á Herjólfsnesi í Græn- landi, þar sem frásögn þessi gerist, býr Jrá maður sá, er Þorkell heitir. Síðan segir: „Sú kona var Jrar í byggð, er Þorbjörg hét, hún var spákona; hún var kölluð Lítil-völva. — — Það var háttur Þor- bjargar á vetrum, að hún fór á veizlur og buðu menn henni heim, mest þeir, er forvitni var á um forlög sín eða ár- ferði og með Jrví að Þerkell var þar mestur bóndi, Jrá þótti til hans koma að vita hvenær létta mundi óáran þessu, sem yfir stóð. Þorkell býður spákonu Jrangað, og er henni búin góð viðtaka, sem siður var til, þá er við þess háttar konu skyldi taka. Búið var henni hásæti og lagt Jjar undir hægindi; þar skyldi í vera hænsnafiður." Síðan er lýst búningi hennar og við- tökum Jreim er hún fékk, mat þeim er henni var búinn, og er hvort tveggja hið athyglisverðasta þó ekki sé það rakið hér. Síðan segir: „Er borð voru upp tekin gengur Þor- kell bóndi fyrir Þorbjörgu og spyr hversu henni virðist þar híbýli og hætt- ir manna, eða hversu fljótlega hann muni þess víss verða, er hann hefir spurt eftir og menn vildu vita. Hún kveðst Jrað ekki mundu upp bera fyrr en um morguniun, þá er hún hefði sofið þar um nóttina. En eftir að áliðnum degi var henni veittur sá umbúningur, sem hún skyldi til að fremja seiðinn. Bað hún fá sér konur þær, sem kynni fræði Jrað, er þyrfti til seiðinn að fremja og Varðlokur heita. En þær konur fundust eigi. Þá var að leitað um bæinn ef nokk- .8 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.