Dagrenning - 01.12.1958, Page 29
marki með ríkisstjóm nýkommúnista
1956—1958. Sá draumur, að hægt sé að
sameina allt það vitlausasta í þremur
stjómmálaflokkum í eina samstæða
heild, getur aldrei rættst. Það er gott að
sú tilraun var gerð til þess að úr þessu
fengist skorið, svo nú er þetta búið. Það
hefir reynzt að vera enn rétt, sem Ólafur
pái sagði forðum, „að því verr gefast
heimskra ráð sem þau koma fleiri sam-
an.“
Að hinu ber að stefna að sameina sem
mest og bezt alla þjóðholla, vitra og
ábyrga menn í þeim þremur flokkum
sem eru íslenzkir, og hreinsa burtu úr
þeim smátt og smátt það msl sem þang-
að hefir safnast fyrir tilverknað kommún-
ista. Ef það tekst á íslenzka þjóðin bjarta
og gæfuríka framtíð fyrir höndum.
AÐ LOKUM.
Þá verða jressar hugleiðingar ekki öllu
lengri. Ég veit að margir lesendur Dag-
renningar skilja það, að erfitt er að hafa
opinberlega þá skoðun á alþjóða stjórn-
málum, og mikilvægum landsmálum,
sem ég hefi, svo gjörsamlega gagnstæð
sem hún er jreim „sannindum", sem við-
tekin eru af ráðandi stofnunum og „vís-
indum vorra tíma“. Það er varla hægt
að segja, að skoðanir mínar falli á nokkru
sviði saman við jrað, sem aðrir telja hið
rétta. Frá almennu sjónarmiði er það
auðvitað heimskulegt að vera að eyða
tíma sínum og fjármunum í það, að
reyna að opna augu fámennrar þjóð-
ar, sem litlu skiptir á heimsmælikvarða
hvoru megin hryggjar liggur, fyrir sann-
indum, sem fáir eru svo andlega þrosk-
aðir að geta skilið eða þora að viður-
kenna opinberlega, þó að þeir kannski
finni það hið innra með sjálfum sér, að
það er margt sennilegt og rétt. Það er
að sjálfsögðu einnig jafn óhyggilegt að
eyða tíma og kröftum í það, að berjast
gegn stjórnmálaöflum, sem flestir sjá og
viðurkenna í orði að séu Jijóðhættuleg
og leiði til glötunnar, en flestir skríða
þó fyrir og grípa hvert tækifæri sem
býðst til að vingast við, og nota sér til
framdráttar eða einhverskonar ávinnings.
Það var um skeið von mín, að íslenzka
þjóðin mundi bera gæfu til að skilja
þessi mikilvægu sannindi fyrr og betur
en aðrar þjóðir, og yrði fyrst til að átta
sig á joví, á hvílíkum helvegi mannkynið
er, en nú sé ég að svo verður varla. Verði
]:>að, verður jiað ekki fyrr en eftir að
síðasta holskeflan hefir riðið yfir, og þjóð-
in hefir af dýrkeyptri reynslu áttað sig á
sjálfri sér og hlutverki sínu.
Ég held ]jó ekki að Dagrenning hafi
verið gagnslaus. Einstaka maður skilur
nú betur en áður ýmislegt, sem honum
var hulið eða óljóst. Líklega er það Jró
aðeins til að auka kvöl þessa fólks, því
að hér, eins og í Helvíti, er sá ekki mik-
ils metinn, sem segir sannleikann, eða
skilur, að Jrað er lýgin og blekkingin,
sem beztan hafa byrinn og flestir fylgja.
Ég veit það líka af eigin reynslu all-
langrar ævi, að það þarf oft langan tíma
til að átta sig á nýjum kenningum, og
Jrað er sjaldnast sú kynslóð, sem þær eru
fyrst boðaðar, sem við þeim tekur. Það
er ekki fyrr en næsta eða þar næsta kyn-
slóð, sem getur að einhverju leyti til-
einkað sér þær.
Ég finn það ofur vel, að nú eru ein-
hver mikilvæg þáttaskil í lífi mínu, og
því hefi ég nefnt þessar hugleiðingar því
nafni. Hver þau muni verða get ég ekki
gert mér ljóst ennþá. En ekki kæmi mér
það á óvart þó þau yrðu á einhvem
hátt tengd þeim þáttaskilum og þeirri
stefnubreytingu, sem nú er að verða í
DAGRENNING 27