Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 38
Eftir því sem þróttur líkamans þvarr,
fór að setja að mér áköf hræðsluköst,
áhyggjur og efa. Ég fór að kvíða fyrir
því, hvað um mig yrði þegar ég hætti
að prédika fyrir aldurs sakir. Ótti við
sjúkdóma tók að ásækja mig. Ég var
hrædd um að ég fengi krabba eða ein-
hvern álíka voðalegan sjúkdóm. Ég var
slæm í maga í mörg ár. Ég þjáðist af
höfuðverk marga daga í einu og mér
fannst eins og band væri reyrt utan um
höfuðið á mér. En óttalegast af öllu var
það, að djöfullinn fór að hvísla að mér
röngum ásökunum gegn sjálfri mér og
þröngva að mér hugsunum um hræði-
lega fordæmingu.
Asókn Satans.
Árið 1949 kom ég aftur frá austur-
ströndinni til Tulsa. Þá liafði ég undan-
farið þjáðst af höfuðverk, vegna heila-
brota um ákvörðun, sem ég bjóst við að
þurfa að taka. Ég var í óvissu um fram-
tíðina. Þegar ég kom heim, varð mér
ljóst að þensluafl tauga minna var þrot-
ið. Margra ára erfiði hafði veikt líkama
minn meira en ég gerði mér grein fyrir.
Þegar ég var sezt að heima hjá mér í
Tulsa, urðu höfuðkvalirnar svo óbæri-
legar, að ég gat ekki beðizt fyrir nerna
stutta stund í einu, vegna líkamlegra
þjáninga.
Þegar ég var að biðjast fyrir, óraði
mig ekki fyrir því, að ég mundi innan
skarnms verða komin inn í „skuggadal
dauðans". Ég vissi ekki, að ég ætti að
litlum tíma liðnum eftir að standa aug-
liit til auglitis við öfl annars heims, berj-
ast við illa anda og lifa daga, sem væru
„víti á jörðu“.
Prestar komu heim til mín og báðu
fyrir mér, og oft létti mér við það um
stundar sakir, en á eftir varð þrýstingur-
inn á höfuðið ennþá meiri. Hroðalegt
andlegt myrkur fór að koma yfir mig.
Efinn fór að ásækja mig og ég spurði:
„Ó, Guð, heyrir þú ekki bænir mínar?“
Vegna þess að ég fékk ekki strax hugg-
un, fór sá vondi að freista mín og sagði:
„Þú finnur ekki náð í augum Guðs; ef
svo væri, mundir þú fá lækningu strax.“
Sumarið 1949 voru margar nætur, sem
mér kom ekki dúr á auga. Ég missti
einnig matarlystina. Oft sá móðir mín
mig brjótast um og bylta mér í rúminu
og tárin streyma niður kinnar mínar.
Satan kom aftur og sagði: „Ef þú treystir
Guði, mundirðu fá lækningu, en þú trú-
ir ekki og þess vegna ertu glötuð. Guð
hefur ekki svarað bænum þínum. Þú
ert glötuð sál.“ Ég var orðin svo mátt-
farin, að mér var ekki unnt að verjast
þessum ásóknum óvinarins, og brátt
fannst mér Guð hafa yfirgefið mig.
Loks kom sá voðalegi ótti, að ég mundi
ekki lifa þetta af, og þá var ákveðið að
flytja mig í sjúkrahús. Ég var hrædd við
að deyja, en langaði þó ekki til að lifa.
Móðir mín var hjá mér, og þegar ég
kyssti hana að skilnaði, sagði ég:
„Mamma, djöfullinn er að taka mig og
fara með mig til vítis.“ Engin orð geta
lýst því, sem ég varð að þola, eftir að ég
var komin í samband við heim myrkurs-
ins.
Lost-aðgerðir.
í sjúkrahúsinu voru reyndar við mig
lost-aðgerðir með rafmagni, en mér batn-
aði ekkert. Þessa daga reyndi ég kvalir
fordæmdrar sálar. Ég heyrði hróp ann-
arra sálna, sem voru glataðar, og rödd
mín blandaðist kveinstöfum þeirra. Lik-
ami minn var eins og að brenna upp,
frá hvirfli til ilja. Hjúkrunarkonurnar
reyndu að leggja ískalda bakstra á enni
36 DAGRENNING