Dagrenning - 01.12.1958, Síða 40

Dagrenning - 01.12.1958, Síða 40
koma yfir mig, sem ekkert mannlegt afl gat brotið á bak aftur. Kraftaverk var í vændum og Guð hafði þegar ákveðið að gera það kraftaverk. Þegar ég sagði: „Ég get það ekki,“ fór hinn heilagi andi innra með mér að biðja með munni mínum á framandi tungum. Læknar og hjúkrunarkonur urðu skelf- ingu lostin og fóru að gefa mér sprautur til þess að vekja mig úr dáinu, því þau héldu að ég væri að fá alvarlegt aftur- kast. Ég var flutt í rúm mitt, því þau skildu ekki að það, sem þau töldu hættu- legt afturkast eftir lækningatilraunina, var raunverulega opinberun á guðlegri kraftaverkastarfsemi. Ég veit ekki hve lengi ég var í dái, en lof sé Guði, að ég fann lífið færast í líkama minn aftur. Tilfinning mín var einna líkust því, þeg- ar maður fær náladofa í einhvern lim og finnur svo blóðið fara að renna eðli- lega til hans aftur. Daginn eftir fannst mér eins og ég hefði sloppið úr fangelsi. Það var blik í augum mínum og bros á andlitinu. Ótt- inn var horfinn. Áhyggjumar voru horfn- ar líka. Ég var svöng í fyrsta sinn á tíu mánuðum. Hjúkrunarkonan færði mér mat, og ég borðaði allt, sem á bakkanum var. Ég hámaði í mig flesk, egg, ristað brauð og hafragraut og drakk síðan kaffi og melti þetta allt eins og ekkert væri. Ég fór fram úr rúminu, þvoði mér, klæddi mig og greiddi mér. Mér leið un- aðslega. Það var dásamlegt að vita að Jesús hafði frelsað mig. Um hádegið sagði hjúkrunarkonan mér, að ég mætti fara inn í borðsalinn. Ég bað um blessun Guðs í fyrsta sinn á 'tíu mánuðum, þegar ég settist að borð- inu. Ég borðaði af tveimur bökkum. Þeg- ar máltíðinni var lokið stóð ég upp og gekk að slaghörpunni og fór að leika sálma. Ég söng: „Ó, þá náð að eiga Jesú“ og fleiri sálma. Hvílík blessun, að geta sungið slíka söngva, eftir að hafa verið kvalin í tíu mánuði af illum öndum og þjökuð af öllum öflum helvítis. Þegar taugalæknirinn heyrði sönginn, kom hann og nokkrar hjúkrunarkonur, út úr matstofu þeirra, í dyrnar á mat- stofu sjúklinganna, til þess að gá að, livaða sjúklingur væri að spila og syngja. Síðar sagði ein hjúkrunarkonan mér, að læknirinn hefði, í orðsins fyllstu merk- ingu, hoppað af gleði, klappað saman lóf- unum og sagt: „Þetta er rétta stúlkan!" Hann sá að ég hafði endurheimt persónu- leika minn og var orðin heilbrigð mann- eskja aftur. Hverjum var þetta að þakka? Hver læknaði mig? Það var Jesús Kristur. Til þess þarf hinn lifandi Krist, og hann frelsaði mig. Stuttu síðar höfðu læknarnir með sér fund, til þess að ræða um sjúkdómstil- felli mitt og lækningu. Þegar ég gekk ró- lega inn til þeirra, til þess að svara spum- ingum, horfðu þeir á mig, eins og þeir tryðu ekki sínum eigin augum. Lækn- irinn minn sagði: „Bati yðar er undur- samlegur — já, sannarlega undursamleg- ur!“ Þegar ég útskrifaðist úr sjúkrahúsinu, fór ég heim til mín. Á næstu tveimur mánuðum þyngdist ég um 28 pund. Nú eru liðin meira en fimm ár síðan lækningakraftaverkið gerðist. Guð hefur gefið mér heilagan kraft til þess að taka upp trúboðsstarfið aftur og flytja synd- ugum, sjúkum og undirokuðum sálum boðskap hans um frelsun. Lofað veri hans heilaga nafn! (Þýtt úr World-Wide Revuival.) 38 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.