Dagrenning - 01.12.1958, Síða 41
VICTOR ALBA:
Kommúnisnimn
í SuSur-Ameríku
„Ástandið í Suður-Amcríku bendir ótvírætt til þess, að það sé ekki fá-
tæktin, sem elur af sér kommúnismann, heldur getuleysi þeirra, sem
vilja útrýma fátæktinni án þess að fórna fyrir það frelsi og réttlæti.“
í hinu ágæta riti upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna, „Problems of Com-
munism“, birtist á s.l. hausti útdrátt-
ur úr bók, sem þá var nýlega komin
út, og er eftir Robert J. Alexander,
hagfræðiprófessor við Rutgers-háskól-
ann í New Jersey. Útdrátt þennan
hafði gert spanskur blaðamaður að
nafni Victor Alba, nú búsettur í Banda-
ríkjunum og mjög kunnugur stjórn-
málalífi í Suður-Ameríku.
Bókarútdráttur þessi er hinn athygl-
isverðasti og á erindi til allra, sem um
stjórnmál hugsa. Dagrenning hefir því
tekið sér það Bessaleyfi að þýða þessa
grein úr „Problems of Communism" og
fer hún hér á eftir.
★
„Fram að síðari heimsstyrjöldinni var
Suður-Ameríka að mestu ókunnur og
afræktur heimshluti, bæði á stjórnmála-
sviðinu og að öðru leyti. Jafnvel Moskva
með allar sínar gömlu heimsmálaflækj-
ur lét sig þessi lönd litlu skipta. En
eftir styrjöldina fóru að koma fram
ótvíræð merki þess, að kommúnistar
væru farnir að láta til sín taka í ríkj-
um Suður-Ameríku. Óánægja og þjóð-
félagslegir árekstrar hafa rutt jarðveg-
inn fyrir áróður kommúnista í allt of
mörgum þessara ríkja.
í nýútkominni bók er ítarleg lýsing
á þróun kommúnismans í Suður-Ame-
ríku og þeim vandamálum, sem hann
skapar þar. Bók þessi er eftir Robert J.
Alexander, hagfræðiprófessor við Rut-
gers-háskólann í New Jersey, en hann
hefir varið mörgum árum til þess að
kynna sér þróun málanna í þessum
heimshluta. Þetta verk hans er ekki að-
eins merkilegt heimildarrit um alþjóða-
kommúnismann eins og hann er rekinn
í þessum heimshluta, heldur er það
einnig greinagott yfirlit um þau vanda-
mál, sem þjóðir Suður-Ameríku eiga
nú við að etja, en mjög lítið hefir verið
skrifað um fram að þessu.
Hinar skarplegu athuganir höfundar-
ins munu leiðrétta nokkuð af þeim mis-
skilningi um Suður-Ameríku, sem mjög
er útbreiddur. Fyrst er þá sú almenna
skoðun, að óánægja íbúanna í ríkjum
Suður-Ameríku eigi, eins og annars
DAGRENNING 39