Dagrenning - 01.12.1958, Page 49

Dagrenning - 01.12.1958, Page 49
einhvern fágætan hlut til minningar um þá för. Hin unga kona vann brátt bug á þeim viðbjóði, sem þessi undar- lega gjöf olli henni í fyrstu, og hún kom hinni skorpnu hönd fyrir í gler- skríni. Það leið ekki á löngu, unz syrta tók að hjá fjölkyldunni, sem fram að þeim tíma hafði átt mikilli gæfu að fagna. Eiginmaðurinn gerbreyttist í fram- komu. Hann varð þögull og einrænn, kom oft seint heim og brást illa við áhyggjuspurningum konu sinnar. Hún gerði allt sem hún gat til þess að finna ástæðuna fyrir þessari skyndilegu breytingu á manninum, og hún komst að þeirri niðurstöðu, að sennilegasta skýringin væri sú, að önnur kona hefði unnið hjarta hans. Þegar hið sanna kom í ljós, reyndist grunur hennar ekki réttur, en ástandið var þó engu betra. Maðurinn hafði steypt sér út í kauphallarbrask og var kominn að gjaldþroti. Hann skaut sig þremur dögum fyrir jól. Allt benti til að þetta áfall ætlaði að verða hinni ungu ekkju of þungt. Hún veiktist og henni hrakaði stöðugt, án þess að læknunum tækist að finna sjúk- dómsorsökina. Að lokum var hún orðin svo langt leidd, að sérfræðingurinn, sem hún gekk til, sá engin önnur ráð en upp- skurð, ef ske kynni að einhvers mætti verða vísari um eðli sjúkdómsins með þeim hætti. Konan var þó hikandi og bað um nokkurra daga umhugsunar- frest. Hún fór þó að gera ýmsar ráðstaf- anir, — það var engan veginn víst að hún lifði af uppskurðinn. En þá kom gömul skólasystir hennar, sem hún hafði ekki séð í mörg ár, í heimsókn til henn- ar. Gesturinn hafði ekki verið nema eina eða tvær mínútur inni í stofunni, þegar hún rak upp skelfingaróp og benti með hryllingi á glerskrínið með múmíuhönd- inni. „Hvernig geturðu haft svona óhugn- anlegan hlut í íbúðinni hjá þér?“ spurði hún. „Ég myndi verða fárveik, ef ég ætti að hafa þetta fyrir augunum á hverjum degi.“ „Ég er nú farin að venjast því,“ svar- aði frúin þreytulega. En vinkona hennar linnti ekki látum, unz veika konan lét undan — og til þess að binda enda á þetta samtal, leyfði hún henni að taka höndina með sér til þess að fleygja henni. Daginn eftir, en það var síðasti dag- urinn áður en hún átti að fara í sjúkra- húsið, ákvað hún „að slá nú einu sinni öllu upp í kæruleysi". Hún virti að vett- ugi allar matarreglur og bað um að sér' yrði fært úr eldhúsinu það, sem henni þótti bezt. Henni varð gott af matnum og líðan hennar var strax miklu betri. Þegar læknirinn skoðaði hana að nýju, hristi hann höfuðið og botnaði ekkert í því, sem gerzt hafði. Verkirnir í maganum voru gersamlega horfnir. „Ég vil ekki gefa yður neinar fals- vonir, frú,“ mælti hann, „eða segja of mikið, en ég fæ ekki betur séð en að líkaminn hafi, án okkar hjálpar, fram- leitt einhver mótefni, sem hafa stöðvað sjúkdóminn. Eins og nú horfir, vil ég a. m. k. ráðleggja yður að fresta upp- skurðinum og sjá hvað setur.“ Það kom brátt í ljós, að konan þurfti engan uppskurð. Hún náði sér mjög fljótt og var orðin alheilbrigð eftir nokkrar vikur. Batinn byrjaði nákvæmlega sama daginn og hún losnaði við múmíuhönd- DAGRENNING 47

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.