Dagrenning - 01.12.1958, Side 50

Dagrenning - 01.12.1958, Side 50
ina, sem áður hafði flutt óhamingju í hús hennar. ÖRLÖG BARKER-FJÖLSKYLDUNNAR. Hin sagan, sem einnig er sönn og gerðist fyrir fáum árum, er á þessa leið: Árið 1942 dvaldi enskur liðsforingi, Ralph Barker að nafni, sér til hvildar og hressingar í Kairó, en hann hafði særzt í bardögunum við Tobruk. Hann hafði þegar náð sér svo vel, að hann var að leggja af stað aftur til vígstöðv- anna, og síðasta kvöldið, er hann var að ráfa um göturnar, rakst hann á gamlan Araba, sem stöðvaði hann. Ralph Barker kannaðist vel við þessa tötralegu náunga, sem héngu utan í út- lendum hermönnum og ferðafólki til þess að bjóða því minjagripi og ýmis konar fágæta muni. í þetta skipti var honum sýndur þunnur, brúnleitur hlut- ur, sem hann hugði í fyrstu að væri greinarbútur. Hann áttaði sig þó brátt á, að þetta var þurrkaður mannsfingur. Arabinn kvaðst geta lagt eið út á, að fingurinn væri af konungssmyrlingi. Barker hugsaði sig um nokkra stund, hvort hann ætti að kaupa þetta, og nið- urstaðan varð sú, að hann gerði það. Hann lét konungsfingurinn niður í tösku sína og hafði hann með sér til vígstöðvanna. Ralph Barker liðsforingi féll í Afríku hinn 13. september 1942, fyrsta daginn, sem hann var á vígstöðvunum eftir veikindaleyfið. Hlutir þeir, sem hann hafði með sér til vígstöðvanna, voru sendir til fjölskyldu hans í Newcastle. Hin unga ekkja tók grátandi upp úr töskunni og rakst loks á múmíufingur- inn. Hún starði á hann, sleppti honum síðan, rak upp hljóð og féll andvana á gólfið. Læknirinn kvað upp þann úr- skurð, að hún hefði fengið hjartaslag. Fimm ára sonur Barkers fórst nokkru síðar í umferðarslysi. Ógift systir hans og faðir þeirra létust sama árið, og þar með var öll Barker-fjölskyldan úr sög- unni — tólf mánuðum eftir að liðsfor- inginn keypti múmíufingurinn. Voru það óviðráðanleg örlög, sem máðu Barkers-nafnið út? Eða varð Barkers-fjölskyldan fyrir barðinu á „formælingu faraós“, sem svo mjög hef- ur verið deilt um? Hinir mörg þúsund ára gömlu, egypzku konunga-smyrlingar eru þög- ulir. En þegar þeir voru lagðir til hinztu hvíldar, voru látnar hjá þeim, ásamt áhöldum og skrautgripum, lítil manngervi með áletrunum, sem sýna hvert hlutverk þeirra hefur verið: „— vardveita friðinn á hinum helga stað og ró hinna framliðnu, bægja frá öllum óvinum og aðskotadýrum. Tor- tíma þeim, í hvaða gervi og á hvaða tíma, sem þeir kynnu að koma ...“ Flest bendir til, að hinir þöglu graf- arvarðmenn hafi rækt hlutverk sitt, a. m. k. að nokkru leyti. 48 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.