Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 52

Dagrenning - 01.12.1958, Blaðsíða 52
Til kaupenda DAGRENNINGAR MEÐ ÞESSU hefti lýkur 13. árgangi ritsins. Kaupendur eru beðnir vel- virðingar á því, að þetta hefd, sem átti að koma út í nóvember, kem- ur fyrst nú. Ástæðan til þess er sú, að verið var að athuga ýmsar leið- ir, sem til greina gátu komið með að breyta fyrirkomulagi á útgáf- unni. Meðal annars var athugaður sá möguleiki að stofna félag, sem tæki að sér útgáfu ritsins, og breyta því þá í óháð stjórnmálarit. En af því varð ekki. ÉG VAR og um skeið að hugsa um að losa mig við önnur störf, sem ég hefi tekið að mér, og halda lieldur Dagrenningu áfram, en hvarf frá því að athuguðu máli. ÞEIM KAUPENDUM DagTenningar, sem haldið hafa ritinu saman, en vantar einhver blöð inn í, vildi ég benda á það, að athuga nú sem allra fyrst hvort þau tölublöð eru fáanleg í afgreiðslu ritsins, því líklegt er að upplagið af þeim heftum, sem enn eru til, týnist fljótlega eftir að regluleg útkoma ritsins hættir. Þau hefti sem til eru verða seld ódýrt. i, ÞAR SEM Dagrenning hættir nú að koma út eru allir þrettán árgang- arnir allmikils virði, ef ekkert vantar í ritið, og því nokkurs vert að hyggja að því, að það sé heilt og óskemmt. DAGRENNING Pósthólf 1196 — Reynimel 28 — Simi 1-11-96 REYKJAVÍK

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.