Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2015, Síða 31

Ægir - 01.02.2015, Síða 31
31 lítill. Núna er þetta alveg öfugt, grásleppan er komin snemma upp í fjörurnar og mikill afli strax í byrjun þó lítið mælist af henni á meira dýpi. Enda viss- um við af því að strax í janúar voru netabátar hér fyrir Norður- landi að verða mikið varir við grásleppu á grunnslóðinni og upphaf vertíðarinnar er í takti við það. Breytingin milli ára er því mjög mikil og raunar held ég að það sé afskaplega erfitt að mæla stofnstærð hennar á hverju ári með mikilli ná- kvæmni,“ segir Ingvar Þór. Afla af bátum Ingvars Þórs er landað á Kópaskeri og keyrt til Dalvíkur þar sem fyrirtækið Mar úlfur ehf. annast vinnslu; hrognasöltun og frystingu á hvelju. Hann segist vongóður um gott verð á hrognum og smám saman þokist verð á frystri hvelju upp á við en sú vara fer á markað í Kína. „Það ræðst af dagafjöldan- um og fleiru hvernig við hög- um þessu í vor. Í fyrra rérum við á tímabili með tvo báta í einu og gætum gert það líka í nú í vor ef þannig hagar til,“ segir hann. Hagstæðar markaðsaðstæður Magnús Ölver Ásbjörnsson á Drangsnesi var á heimstíminu eftir fyrstu netalögn á grá- sleppuvertíðinni þegar Ægir heyrði í honum. Hann er bjart- sýnn á vertíðina. „Hér við Húnaflóann virtist þetta byrja rólegar en fyrir aust- an en engu að síður lítur vel út með vertíðina,“ segir Magnús Ölver en hann hefur yfir að ráða tveimur bátum með grásleppu- leyfi og reiknaði með róa á þeim báðum ef leyfilegur daga- fjöldi fari í 30 eða þar yfir. „Menn voru farnir að nefna allt mögulegt varðandi daga- fjöldann en við vitum það af reynslunni að það er takmark- aður ávinningur af því að of- metta markaðinn. Það kemur þá bara niður á næstu vertíð á eftir. Núna er ástandið mjög gott hvað varðar birgðir og eft- irspurn þannig að markaðsað- stæður eru okkur hagstæðar,“ segir hann. Magnús Ölver landar grá- sleppuaflanum til vinnslu á Drangsnesi en 10 heimabátar róa þaðan á sleppuna. „Síðan spilar veðrið auðvitað mjög stórt hlutverk í þessu öllu sam- an og ef vindar verða jafn miklir og verið hafa síðustu mánuði þá mun það hafa mikil áhrif á vertíðina. Það er aldrei á vísan að róa.“ Magnús Ölver Ásbjörnsson á Drangsnesi er bjartsýnn á nýhafna vertíð. Hann hefur róið lengi á grásleppuna og er myndin tekin fyrir fáeinum árum þegar Magnús og félagi hans, Ægir Ingólfsson, komu með hlaðinn bát til hafnar á Drangsnesi.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.