Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.2015, Side 33

Ægir - 01.02.2015, Side 33
33 markaðurinn. Samt sem áður má segja að bein markaðssetn- ing hafi verið í algjöru lágmarki en við höfum alfarið byggt vöxtinn á orðsporinu sem fer af búnaðinum. Ég hef mörg dæmi um fyrirspurnir sem koma í kjöl- farið á sölu véla á eitthvert svæði en það má segja að okkar markaður sé bæði meginland Evrópu, Bretlandseyjar, Kanada, Ameríka og Noregur. Það er okkur alltaf mikið ánægjuefni þegar aðilar sem hafa keypt af okkur vélar hafa samband á ný og vilja fleiri vélar eða bæta við öðrum vélum frá okkur. Slíkt gerist oft og er ákveðin viður- kenning á því að viðskiptavin- irnir finna að vélarnar skila þeim beinum ávinningi. Sem er auðvitað okkar markmið. Við er- um í samkeppni á þessu sviði við Baader og markmiðið er ekki að framleiða sem ódýrastar vélar heldur miklu frekar gæða- vélar sem hjálpa viðskiptavin- um okkar að ná betri árangri í sínum rekstri,“ segir Elliði. Norðmenn stórir viðskiptavinir Norsk sjávarútvegsfyrirtæki eru stórir kaupendur vélbúnaðar frá Curio og segir Elliði að þar í landi séu merki um þróun og breytingar í fiskvinnslu. „Mér sýnist vera vakning í fiskvinnslunni í Noregi þó vissu- lega flytji Norðmenn mjög mik- ið út af óunnum fiski. Engu að síður er fjöldinn allur af grónum og öflugum fiskvinnslum í Nor- egi en í kjölfar falls norsku krón- unnar virðist meiri áhugi í bol- fiskvinnslunni. Við munum því áfram horfa til sölu á okkar vél- um til Noregs líkt og annarra markaða. Það hefur sýnt sig að það er mikill kostur fyrir fyrir- tæki á borð við Curio ehf. að selja á marga markaði í einu og oftar en ekki eru uppsveiflur á einum markaði þó niðursveifla sé á öðrum. Ég er bjartsýnn á komandi ár,“ segir Elliði. Vél frá Curio að taka á sig mynd á gólfi fyrirtækisins í Hafnarfirði. Fiskvinnsluvélaframleiðandinn Curio í Hafnarfirði: Hraður vöxt- ur í takti við erlenda eftirspurn Unnið við hausara frá Curio.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.