Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 6

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 6
6 Fyrirliggjandi frumvarp sjávarútvegsráðherra um úthlutun makrílkvóta og aðra þætti sem lúta að stjórnun makrílveiða hefur sett af stað enn eina um- ræðuhrinuna um sjávarútveg, kvótakerfið almennt og meinta mis- eða of- notkun á fiskveiðiauðlindinni. Birtingarmyndin er meðal annars undirskrifta- söfnun á netinu þar sem forseti Íslands er hvattur til að vísa umræddu laga- frumvarpi í þjóðaratkvæðagreiðslu, m.a. vegna þess að ekki hafi verið tryggt „fullt gjald“ fyrir afnot af auðlindinni. Þeirri spurningu er eftir sem áður ósvar- að hvað telst „fullt gjald“ og vandséð er líka hvað ætti að taka við ef svo ólík- lega vill til að þessu máli sem slíku yrði vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enn á ný er þyrlað upp ryki í samfélaginu með vopni sem heitir þjóðaratkvæða- greiðsla án þess þó að fyrir slíkum ferlum séu skýr lög og ferlar. Sterk rök hafa líka verið sett fram um að mörg mál sem til umfjöllunar eru séu ekki hæf í þjóðaratkvæðagreiðslur. Þau eigi að útkljá af lýðræðislega kjörnu Alþingi. Hugtakið „ólympískar veiðar“ hefur oft verið viðhaft um makrílveiðar síð- ustu ár og á sér nokkra stoð í raunveruleikanum. Vissulega kepptust útgerðir, bæði stórra skipa og smábáta við að veiða, afla sér reynslu til að ná þannig ákveðinni stöðu gagnvart þeim tímapunkti sem nú er kominn upp, þ.e. þegar veiðarnar yrðu hlutdeildarsettar. Að því leytinu kemur ferlið ekki alveg á óvart en hins vegar má gagnrýna hversu stuttur fyrirvari er málinu, takist á annað borð að ljúka því áður en veiðar hefjast í sumar. Hér í blaðinu endurspeglast mismunandi viðhorf smábátasjómanna gagn- vart kvótasetningunni eins og hún hefur blasað við út frá frumvarpinu meðan það hefur verið í meðförum atvinnuveganefndar Alþingis og í umsagnarferli hagsmunaaðila. Skiljanlega vísa smábátasjómenn til göngu makríls á grunn- slóðina, tækifæris til að efla smábátaútgerðina með því að nýta þennan nýja gest á þeirra miðum, gæði handfæraveidds makríls, benda á mun hærra hlut- fall kvóta á makríl til smábáta í Noregi en hér á landi og þannig mætti áfram telja. Útgerðir stærri skipa og vinnslur hafa náð undraskjótt mjög góðum tök- um á makrílveiðum og -vinnslu en ekki síður er athyglisvert að fylgjast með hvernig smábátaútgerðirnar hafa þróast og náð góðum árangri. Sú mynd sem Landssamband smábátaeigenda dregur upp af kvótaúthlut- un, byggðri á frumvarpinu, er þess vegna nokkuð sláandi en samkvæmt henni fá 20 smábátar um helming úthlutaðs kvóta til smábáta. Og yfir helmingur kvótans færi með þessum hætti á vestursvæðið; Snæfellsnes, Reykjanes og smábátaútgerðir við Faxaflóa. Að sönnu grundvallast þessi niðurstaða á frum- kvöðlastarfi smábátaútgerða sem hvað lengst hafa stundað þessar veiðar; vafalítið í byrjun bara með tilkostnaðinum einum saman þó síðan hafi árang- urinn farið að koma í ljós. Því verður ekki á móti mælt að mikilvægt er að þeir fái notið reynslunnar sem ryðja veginn með þessum hætti fyrir hina. Til þess var vafalítið leikurinn líka gerður. Á hinn bóginn má líka sýna því sjónarmiði skilning að varasamt sé að festa með þessum hætti úthlutun nokkurra næstu ára sem byggir á fárra ára reynslu og binda veiðarnar ákveðnum landssvæð- um, öðrum fremur. Á aflamark óyggjandi við hvað smábátana varðar eða mætti nota t.d. fyrirkomulag grásleppuveiða sem fyrirmynd? Eru makrílveiðar smábáta kannski tilvalið módel fyrir vel heppnað sóknarmarkskerfi? Þegar öllu er á botninn hvolft er mikilvægast að það form á stjórn makríl- veiðanna sem til verður tryggi sem besta nýtingu á fiskveiðiflotanum, gæði hráefnis, atvinnusköpun, sem jöfnust tækifæri, hagkvæmni og ýmsa aðra þætti. Ekki er um lítið beðið! Víst er því Alþingi vandi á höndum og ólíklegt er annað en niðurstaðan, hver sem hún verður, mun valda mörgum vonbrigð- um. Lokaspurningin verður hins vegar sú hvort makríllinn láti yfir höfuð sjá sig á miðunum í sumar. Það er hreint ekki sjálfgefið. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Makríll í ólgusjó Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 5500 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.