Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 38

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 38
38 K rossg á ta F ja rsk ip ti Síminn stefnir á að byggja upp og loka 4G langdræga hringn­ um í kringum landið á næstu átján mánuðum. 3G sjósam­ bandið er nær óslitið um strandlengjuna og hefur breytt fjarskiptum sjómanna svo um munar. Með 4G verður netsam­ bandið enn öflugra. „Viðskiptavinir með sjósam- band hjá Símanum sitja einir að 3G langdrægu kerfi fyrirtækis- ins,“ segir Orri Hauksson, for- stjóri Símans „Við hjá Símanum vitum að fjarskipti eru eitt lykil- atriða þess að stunda hátækni- veiðar og vinnslu. Með 4G verð- ur netsambandið enn betra. Það gefur ekki aðeins tækifæri í rekstri útgerðarfélaga heldur getur bætt lífsgæði sjómanna frekar. Hásetar hafa til dæmis getað stundað fjarnám um borð í skipum vegna síbatnandi fjarskipta.“ 4G sendir á Bolafjalli fyrir vestan er fyrstur á dagskrá. Síð- an verður byggt jafnt og þétt upp þar til takmarkinu er náð. Síminn hefur í vel rúmt ár byggt upp 4G kerfið sitt sem nær til 82,5% landsmanna. Nú síðast voru settir upp sendar í Þorlákshöfn og á Húsavík. Allir 4G sendar Símans ná nú 150 Mbps hraða, sem er ríflega þre- falt meiri hraði en sá mesti á 3G. Síminn lokar 4G hringnum Svæðin þéttast á grunnslóðinni þar sem 4G netsamband stendur sjófarendum til boða.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.