Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 30

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 30
30 Smábátasjómenn bregðast hart við makrílfrumvarpi „Landssamband smábátaeig­ enda mótmælir frumvarpinu. Krafa félagsins er skýr ­ gefa á færaveiðar smábáta á makríl frjálsar þar sem heildarveiði þeirra geti náð allt að 18% heildaraflans. Veiðum smábáta á ekki að stjórna með kvóta­ setningu.“ Þetta er kjarni um­ sagnar Landssambands smá­ bátaeigenda um svokallað makrílfrumvarp sem nú er til umfjöllunar á Alþingi en verði það samþykkt munu 5% úthlut­ aðra heimilda til veiða á makríl við landið skiptast milli smá­ báta, byggt á veiðireynslu á síð­ ustu árum. Smábátasjómenn gagnrýna lága hlutdeild í heildarveiðinni, jafnframt því sem þeir gagnrýna harðlega þá aðferðafræði sem viðhafa á við útreikning kvóta á báta. Hún muni leiða til þess að 20 smá­ bátar muni fá helming hlut­ deildar smábátaflotans. Lands­ sambandið segir um 130 báta, sem hafa reynslu í makrílveið­ um, koma til með að skipta með sér svo litlum heimildum að rekstrargrundvöllur verði ekki til staðar. 20 bátar með helming hludeildarinnar Í ítarlegri umsögn LS um frum- varpið, sem sent hefur verið til atvinnuveganefndar Alþingis, er farið yfir marga þætti og áhrif kvótasetningarinnar. Minnt er á fyrri samþykktir bæði stjórnar sambandsins, sem og aðalfunda þess, þar sem lýst er andstöðu við kvótasetningu smábáta á makrílveiðum. Umfang makrílveiða smá- báta hefur aukist hratt. Þessar veiðar stunduðu 17 bátar árið 2012 en 121 árið 2014. Afli smá- bátaflotans jókst úr 300 tonn- um árið 2011 í 7.466 tonn árið 2014 þegar fjórir bátar í flotan- um veiddu yfir 200 tonn hver. „Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hlutur smábáta í heild- arafla makríls verði 5%. Rétt til aflahlutdeildarinnar eiga þeir bátar sem landað hafa makríl veiddum á línu eða handfæri á árabilinu 2009 – 2014, sl. 6 ár- um. Alls er hér um 165 báta að ræða. Á annað hundrað smá- bátar hafa komið sér upp bún- aði til makrílveiða þar sem heildarfjárfesting er farin að nálgast einn milljarð. Samkvæmt útreikningum LS Verði makrílfrumvarpið að lögum óbreytt fá 20 smábátar helming þess kvóta sem kemur í hlut smábátaflotans. M a k rílv eiða r

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.