Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 21

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 21
21 ast inn í greinina. Hann hafi ekki séð aðrar leiðir til þess nema þá að stunda veiðar á óhefð- bundnum tegundum. Kvóta- kaup krefjist mikils fjármagns og er fjárfesting til mjög langs tíma og hann kveðst hvorki hafa átt kost á því né haft áhuga. „Það vill bara svo vel til að þegar ég er að skoða þessi mál byrjar makríllinn að ganga hingað fyrir alvöru. Að öðrum kosti er ég ekki viss um að það hefði verið fýsilegt að fara yfir- leitt af stað. Makríllinn hefur líka gert mér kleift að byggja upp aðrar veiðar, eins og krabba- og skelfiskveiðar. Þannig höfum við eitthvað að gera allt árið sem er nauðsynlegt til þess að geta rekið fyrirtæki“ segir Davíð Freyr. Meiri þekking ­ betri árangur Hann segir að Unnsteinn Þrá- insson frá Höfn á bátnum Sigga Bessa SF, sem varð næstefsti báturinn á makrílveiðum með handfærum frá 2009 til 2014 með 628 tonn, hafi verið fyrstur á sínum tíma til að reyna fyrir sér á makríl. „Ég leitaði til þeirra sem voru aðeins komnir af stað og höfðu farið til Noregs til að kynna sér hvernig Norðmenn stóðu að þessum veiðum. Við höfum að mestu leyti innleitt erlenda þekkingu hér en þó var margt í aðferðum Norðmanna sem virkar ekki við íslenskar aðstæð- ur. Sem dæmi má nefna stál- skipin hjá Norðmönnum hafa náð góðum árangri en hér er ekki sama uppi á teningnum. Norðmenn veiða mun fjær landi en við og við annarskonar skilyrði. Samkvæmt minni reynslu tekur þrjú til fimm ár að fara í gegnum þetta ferli frá grunni, átta sig á því hvar er best að veiða og hvernig á að haga sér við veiðarnar. Fáir hafa þolinmæði til þess, vonandi verða fleiri hvatar í framtíðinni fyrir menn að nýta fleiri teg- undir betur því við eigum margar auðlindir í sjó sem eru vannýttar í dag og enginn sér hag í að reyna að nýta. Upphaf veiða hjá okkur var þannig að við settum króka fyrst í sjó 2010, veiddum nokkur kíló en náðum 52 tonnum árið 2011 og lærðum gríðarlega mikið á því ári. Þá gerðum við breytingar á búnaðinum með alls kyns smá- vægilegum útfærsluatriðum sem skipta þó það miklu máli að afköstin jukust mikið. Flotinn hafði verið á flakki að leita að stórum torfum sem gáfu ágæta veiði af og til. Við breyttum al- veg þessu hugarfari og ákváð- um að vera staðbundnari. Það eitt og sér varð til þess að við fórum að læra á okkar heima- svæði. Við áttuðum okkur á ýmsu í hegðunarmynstri fisks- ins yfir daginn,“ segir Davíð Freyr. Hann segir að bæst hafi í hóp þeirra sem voru að veiðum á Keflavíkursvæðinu árið 2012. Þeir sem fyrir höfðu verið miðl- uðu af reynslu sinni og nýir aðil- ar fóru hratt inn í gott fiskerí. Davíð Freyr segir að mikil sam- staða hafi verið hjá mönnum á þessum fyrstu árum makrílveið- anna sem sé einmitt ástæðan fyrir því að þær komast á al- mennilegt skrið. Fjóla GK fullbúin fyrir makrílveiðarnar. ísvélar Fjárfesting sem borgar sig Stærstu og virtustu framleiðendur heims Leitaðu tilboða! íshúsið S: 566 6000 | Smiðjuvegur 4a, 200 Kópavogur 30 ára reyns la 198 3 - 2013 tilboð Kælimiðlar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.