Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 32

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 32
32 Þráinn Sigurðsson, sem rekur samnefnt útgerðarfélag á Djúpavogi, fékk afhentan nýjan bát frá Trefjum í Hafnarfirði síðastliðið haust. Báturinn heitir Amanda SU 47 og er af gerðinni Cleopatra 31; 8,5 brúttótonn og 9,57 metrar á lengd. Hann er í aflamarkskerf­ inu. Báturinn er útbúinn til neta og handfæraveiða. Neta­ spil er frá Sjóvélum og hann er með fimm handfærarúllur frá DNG. Þráinn segir að þetta sé ágætur bátur og mjög þægilegt að vinna á honum. Hann hefur haft einn mann með sér en kveðst ekki hafa notað bátinn mikið fram til þessa. „Ég réri dá- lítið með net síðastliðið haust á bátnum sem gekk ágætlega þennan tíma sem það stóð yfir. Kvótann tók ég af eldri bát sem ég á,“ segir Þráinn og vísar þar í Birnu SU. Auk þess gerir Þráinn út Emily SU sem er með 30 tonna kvóta. Þráinn segir að til standi að losa sig við Birnu en það verði kannski einhver bið á því. Mikið sé af bátum til sölu og salan eitthvað takmörkuð. „Ég kem til með að nota Amöndu mest á netaveiðar. Það er rétt tæplega 50 tonna kvóti á honum.“ Aðalvél bátsins er af gerð- inni Isuzu 6HE, 375 hestöfl, sem er tengd ZF gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Raymarine frá Sónar. Rými er fyrir 12-14 380 lítra kör í lest. Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél og örbylgjuofni. Hafði hug á því að fara á makríl „Það er talsverð fjárfesting fólg- in í svona bát en það fer nátt- úrulega líka eftir því hve mikið menn láta setja í þá. En ég er al- veg rólegur yfir þessu því það hvílir ekkert á honum.“ Þráinn er borinn og barn- fæddur á Djúpavogi. Hann segir stutt á miðin á netaveiðunum. „Nú er of seint að fara makrílinn þegar búið er að kvótasetja hann. Ég hafði hug á því að fara á makrílveiðar en það eru ýmsir aðrir möguleikar með útgerð bátsins. En ég hafði látið setja astik í hann þannig að ég væri tilbúinn í makrílinn,“ segir Þrá- inn. Sonur Þráins, Unnsteinn Þrá- insson á Sigga Bessa SF, var næstefstur á makrílveiðum með handfærum frá 2009 til 2014 með 628 tonn. „Maður þarf að losa sig við eitthvað af þessu því maður fer að komast á elli- laun. Ég er 66 ára gamall og vil bara fara að fá eitthvað til baka af því sem ég hef greitt inn í líf- eyrissjóðina.“ Lítt hrifinn af byggðakvóta Einn annar bátur hefur verið á netaveiðum frá Djúpavogi og sá var að veiða byggðakvóta. Þráinn kveðst ekki hafa áhuga á byggðakvóta vegna þess að verðið er dregið niður með tveimur tonnum á móti tonni. „Ég hef engan áhuga á þessu. Byggðakvóti á ekki að þekkjast. Ég hef alla tíð verið á móti hon- um og lít á hann sem ölmusu. Þeir sem ekki eiga nægan kvóta eiga bara að kaupa sér hann.“ Þráinn er þeirrar skoðunar það sé rétta leiðin að kvótasetja makrílinn. Það hefði verið óráð að bjóða heimildirnar upp á uppboði því slíkt hefði leitt til þess að heimildirnar hefðu færst á örfáar hendur þeirra sem eiga mikið fyrir. „Þetta hefur verið að gerast líka í bolfiskinum og eftir því sem ríkið leggur meiri skatta á auðlindina færist hún á færri hendur. Hinir hætta bara og það eru örfáir sem standa eftir,“ segir Þráinn. Hann segir að þótt Djúpi- vogur megi muna fífil sinn feg- urri hvað sjósókn varðar færist ávallt mikið líf yfir staðinn með- an á strandveiðinni stendur. „Engu að síður eru strandveið- arnar bara rugl. Það átti að leyfa þessu að vera áfram eins og það var á sínum tíma. Þá fengu menn bara ákveðinn daga- fjölda og réðu hvernig þeir fóru með það. Að mínu mati var það betra kerfi.“ Þráinn Sigurðsson rær frá Djúpavogi: Byggðakvóti ætti ekki að þekkjast Amanda SU er vel búin tækjum og aðstaða góð. Þráinn Sigurðsson á Djúpavogi fékk þennan nýja bát, Amöndu SU 47, afhentan frá Trefjum í Hafnarfirði síð- astliðið haust. S tra n d b á ta r

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.