Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 16

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 16
16 „Þetta var bara algjört ævintýri á grásleppuveiðunum á Sæ­ borgu NS og við enduðum í rúmlega 62,2 tonnum eftir 32 veiðidaga. Og til samanburðar vorum við með 18 tonn á sama bát í fyrra á jafnmörgum dög­ um. Milli ára varð því meira en þreföldun í afla sem er auðvit­ að mjög góður árangur,“ segir Jón Svansson eigandi og út­ gerðarmaður Sæborgar NS á Vopnafirði um grásleppuvertíð­ ina. Þegar rætt var við hann undir lok aprílmánaðar var hann byrjaður að róa á öðrum bát útgerðarinnar, Tóta NS, en á honum er ætlunin að róa styttra en á Sæborginni, enda nokkuð minni bátur. Bjóst við góðri veiði en ekki mokveiði „Við vorum að leggja grá- sleppu netin í róðrunum á Sæ- borgu nú í vor á nánast ná- kvæmlega sömu bletti og í fyrra en svona er nú bara gráslepp- an. Þetta er brellinn fiskur og ekki gott að reikna út hvernig aflinn verður frá ári til árs. Á hinn bóginn kom kraftmikil grá- sleppveiði nú í ár mér ekki al- veg á óvart því rauðmaga hafði orðið vart í netum og trollum báta og skipa hér fyrir Norður- landi fljótlega eftir áramótin og reynslan segir einfaldlega að ef mikið er af rauðmaga og hann er kominn snemma þá fylgir grásleppan á eftir upp í fjörurn- ar. En ég átti kannski ekki alveg von á svo mikilli veiði á fyrri hluta vertíðarinnar og raunin varð. Hins vegar er ómögulegt að spá fyrir um hvort þessi góða veiði heldur áfram fram á vorið. Ég hef bæði upplifað ver- tíðir á grásleppunni sem hafa byrjað af krafti og síðan dregið jafnt og þétt úr veiðinni og líka vertíðir þar sem hafa komið sveiflur og góðar aflahrotur inn í milli allt til loka vertíðar,“ segir Jón sem réri á Sæborgu NS norður undir Langanes en á Sómabátnum Tóta NS sækir hann styttra og leggur netin inni á Vopnafirði. Hann segir veiðina hafa byrjað þokkalega en ekki í neinni líkingu við það sem var norður við Langanes. Umhverfisslys að henda hveljunni í sjóinn Jón hefur stundað grásleppu- veiðar í um 30 ár og því bæði kynnst góðum vertíðum og slæmum. Hann fagnar því fyrir- komulagi sem nú er orðið á veiðunum að allur afli sé tekinn í land og unninn í stað þess sem áður var að grásleppan sé skorin úti á sjó, einungis hrogn- in hirt en hveljunni hent í sjó- inn. „Það er skömm að því að henda grásleppunni í sjóinn og í raun var það fyrirkomulag sem áður tíðkaðist ekkert annað en umhverfisslys. Bara svo dæmi sé tekið af þessum afla á Sæ- borgu núna á vertíðinni þá hefðu farið um 45 tonn af fiski í sjóinn með gamla laginu. Þess í stað kemur allt í land, skapar störf og verðmæti, jafnframt því sem við göngum betur um auð- lindina. Ég get ekki annað en fagnað þessari breytingu. Þó þetta sé svolítil breyting á vinnunni í róðrunum hjá okkur sjómönnunum þá munar þetta fyrirkomulag litlu,“ segir Jón en grásleppunni landar hann á Vopnafirði þar sem hún er tekin Jón Svansson á Sæborgu NS 40 á Vopnafirði fékk yfir 62 tonn af grásleppu á 32 dögum: Grásleppan er brellin og óútreiknanleg Sæborg NS drekkhlaðin af grásleppu. Jón Svansson eigandi bátsins segir veiðina í vor hafa verið hreint ævintýri. G rá slep p u v eiða r

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.