Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 28

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 28
28 fjárfestingar og mannvirki víða á landsbyggðinni nýtist betur. Til að sjá strandveiðikerfið virka sem skyldi þyrfti að láta í það um 2.000 tonn til viðbótar við þau 8.600 tonn sem nú eru, til að jafna út miðað við fjölda báta, en það er eitt helsta bar- áttumál LS að svo verði. Við sjáum að líf hefur kviknað í mörgum rótgrónum sjávarút- vegsplássum þar sem fátt var um að vera áður á sumrin. Strandveiðin hefur líka hjálpað nýliðum í smábátaútgerðinni þó ofsagt sé að menn geti komið undir sig fótunum í út- gerð með þeim einum saman. Einhver nýliðun hefur átt sér stað þar sem menn hafa gert út á grásleppu og svo í framhaldi á strandveiðar eða makríl. Það er þó mikið hark og elja sem þarf til. En þannig er það í öllum at- vinnugreinum. Það er enginn rekstur auðveldur - ég hef að minnsta kosti ekki kynnst hon- um enn.“ Kvótasetning á makríl Með hugmyndum sjávarút- vegsráðherra um að kvótasetja makríl með 5% hlutdeild til handa smábátum segir Óttar Már að enn og aftur sé dregið úr möguleikum smábátaút- gerðarinnar til að halda velli. Jafnframt muni frumvarp ráð- herra, verði það að lögum, kippa möguleikum til að stunda makrílveiðar undan 2/3 hluta þeirra smábáta sem hafa stund- að veiðarnar. „Það gerist vegna þeirra for- dæmalausu úthlutunaraðferða sem ráðherra kýs að nota. Ein- staka bátar fá þar árlegan afla- kvóta sem er langt umfram það sem þeir hafa nokkru sinni veitt meðan möguleikar annarra til að stunda þessar veiðar eru þurrkaðir út. Það er hrein móð- un við greinina að ráðherra komi fram með svona sérhags- munabull. Við í LS höfum gert kröfu um að 18% makrílkvótans verði eyrnamerkt smábátaflot- anum, sem er sambærilegt og í Noregi og að veiðarnar verði stundaðar sameiginlega af smábátum úr þeim potti. Með slíkri hlutdeild gætu smábát- arnir stundað veiðar af miklum krafti á grunnsævi en viðvera makríls þar er mjög óæskileg gagnvart afrakstri okkar helstu nytjastofna enda erum við að tala um hundruði þúsunda tonna af makríl á fóðrum í fjörum landsins.“ Margir lagt á flótta úr útgerðinni Óttar Már segist sjá á bak mörgu góðu og öflugu fólki sem hafi horfið úr smábátaút- gerð sem og annarri útgerð vegna sífelldrar neikvæðrar um- ræðu um greinina, yfirvofandi upptöku ríkisins á aflaheimild- um og ofurskattlagningu á greinina. „Þarna komum við aft- ur að þætti stjórnmálanna og áhrifum af umræðu á þeim vettvangi. Umræðan er oft á tíðum mjög óábyrg og hefur skapað greininni mikla óvissu. Sjálfstæðir litlir atvinnurekend- ur, líkt og smábátaeigendur, hafa yfirleitt ekki í digra lífeyris- sjóði að sækja þegar aldurinn færist yfir og oft er eign þeirra í rekstrinum þeirra lífeyrir. Skilj- anlega hafa margir kosið að hverfa frá þessum rekstri frekar en standa frammi fyrir því að þeim sé endalaust þrengt. Það getur engum dulist hvernig umræðan hefur verið um þá sem kjósa sér útgerð að lífsvið- urværi, hún hefur verið mjög óvægin og dregin áfram af ann- arlegum pólítískum hvötum. Og svo er hinn þátturinn í þessu sem eru sífellt hækkandi álögur á reksturinn í formi opin- berra gjalda svo sem veiði- gjalda, ýmis eftirlitsgjöld og allt of há launatengd gjöld. Að „Strandveiðin hefur líka hjálpað nýliðum í smábátaútgerðinni þó ofsagt sé að menn geti þeim komið undir sig fótunum í útgerð með þeim einum saman. Einhver nýliðun hefur átt sér stað þar sem menn hafa gert út á grásleppu og svo í framhaldi á strandveiðar eða makríl. Það er þó mikið hark og elja sem þarf til. En þannig er það í öllum atvinnugreinum,“ segir Óttar Már. Óttar Már um sjávarútvegsumræðuna: „Það getur engum dulist hvernig umræðan hefur verið um þá sem kjósa sér útgerð að lífsviðurværi, hún hefur verið mjög óvægin og dregin áfram af annarlegum pólítískum hvötum.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.