Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 33

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 33
33 Tímabil strandveiða hófst þann 1. maí síðastliðinn og stendur til loka ágústmánaðar. Fyrir­ komulag veiðanna er með sama hætti og í fyrra þrátt fyrir að Landssamband smábátaeig­ enda hafi hvatt til að aflavið­ mið yrði hækkað um 2000 tonn. Heimilt er að veiða allt að 8.600 tonn af óslægðum botnfiski á tímabilinu og skipt­ ist grunnslóðin í fjögur veiði­ svæði. Svæði A nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkur- hrepps. Í hlut þess koma 715 tonn í maí, 858 tonn í júní, 858 tonn í júlí og 429 tonn í ágúst. Svæði B nær frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps. Í hlut þess koma 509 tonn í maí, 611 tonn í júní, 611 tonn í júlí og 305 tonn í ágúst. Svæði C nær frá Þingeyjarsveit til Djúpavogs- hrepps. Í hlut þess koma 551 tonn í maí, 661 tonn í júní, 661 tonn í júlí og 331 tonn í ágúst. Svæði D nær frá Sveitarfé- laginu Hornafirði til Borgar- byggðar. Í hlut þess koma 600 tonn í maí, 525 tonn í júní, 225 tonn í júlí og 150 tonn í ágúst. Sé aflaheimild ekki fullnýtt í við- komandi mánuði flyst hún til næsta mánaðar á eftir, allt til ágústloka. Líkt og undanfarin ár er leyfilegur afli sem koma má með að landi í hverri veiðiferð 650 þorskígildi. Hámarkið er 774 kg, sé eingöngu um þorsk að ræða en en 955 kg, sé ein- göngu í aflanum. Þannig eru notaðir reiknistuðlar fyrir hverja fisktegund. Hámarksfjöldi handfærarúlla um borð eru 4 og ekki er heim- ilt að hafa önnur veiðarfæri um borð. Ekki er heimilt að stunda veiðar á föstudögum, laugar- dögum og sunnudögum eða á lögbundnum frídögum. Hver róður má ekki standa lengur en í 14 klukkustundir frá því bátur tilkynnir sig úr höfn. Leyfið kostar 72 þúsund Ýmis ákvæði eru sett í reglu- gerð sem gildir um strandveið- ar og þurfa eigendur báta sem hyggjast stunda veiðarnar að sækja um leyfi til Fiskistofu. Ein- göngu er hægt að sækja um leyfi á því svæði sem viðkom- andi útgerð er með heimilisfesti á. Gjald fyrir strandveiðileyfi er 22.000 kr. Auk þess sér Fiski- stofa um innheimtu svokölluðu strandveiðigjaldi sem er 50.000 kr. á leyfi. Því gjaldi er ráðstafað til hafna þar sem strandveiði- afla er landað. Til þess að virkja strandveiðileyfi þarf því að greiða 72.000 kr. og vekur Fiski- stofa einnig athygli á að í lok strandveiðitímabilsins verður veiðigjald lagt á landaðan afla samkvæma lögum þar um. Greiðsluseðlar fyrir þeirri álagn- ingu verða sendir út í lok ágúst. Strandveiðar voru lögfestar árið 2010 og því er þetta sjötta árið sem þær eru stundaðar. Gert er ráð fyrir að um 700 bátar stundi veiðarnar í sumar. FÆRAVINDUR TRAUST HAGKVÆMNI AFKÖST ENDING Aflaviðmið í strandveiði er óbreytt milli ára, 8.600 tonn og veiðisvæðin fjögur líkt og áður. Strandveiði- flotinn kom- inn á miðin

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.