Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 31

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 31
31 munu þeir 20 bátar sem mesta hlutdeild fá taka til sín um helming hlutdeildarinnar. Ætla má að þokkalegur rekstrar- grundvöllur verði fyrir þá báta og ólíklegt að þeir þurfi að kaupa sér viðbótarheimildir. Öðru máli gegnir um þá 145 báta sem skipta með sér þeim 2,5% sem eftir standa. Þar má gera ráð fyrir mikilli skuldsetn- ingu sem nú þegar er orðin og vegna væntanlegra kvóta- kaupa. Ekki er ólíklegt að þau 5% sem koma í hlut smábáta geti orðið þokkalegur rekstrar- grundvöllur hjá 50 bátum. Ekk- ert má þó bera útaf svo ekki fari illa,“ segir í umsögn LS. „Það er Landssambandi smá- bátaeigenda áhyggjuefni að stjórnvöld skuli grípa til kvóta- setningar á veiðisvæði smábáta þar sem veiðar hafa nánast ekki verið stundaðar nema í 2 ár. Sex ára veiðireynsla er því ekki fyrir hendi svo skírskotað sé til ákvæðis um kvótasetningu í lögum um fiskveiðar utan lög- sögu Íslands. Það fyrirvaralausa inngrip í veiðarnar var því ekki fyrirséð, auk þess sem ráðherra hafði sagt það sína skoðun að hann hyggðist stjórna makríl- veiðum smábáta með öðrum hætti en stærri skipa.“ Hvati til skuldsetninga Í umsögn sinni fer Landssam- band smábátaeigenda nokkr- um orðum um efnashagsleg áhrif kvótasetningar á makríl og varar við hvata til skuldsetning- ar með tilheyrandi áhættu. „Verði frumvarpið að lögum mun aflahlutdeild í makríl verða ígildi veðs og þar með álitlegur kostur fyrir fjármálastofnanir. Rými mun myndast fyrir pen- ingaprentun á 100 – 150 millj- örðum. Það mun leiða til auk- inna skuldsetninga og brott- hvarfs fjármuna úr greininni og ójafnvægis á fjármála- og við- skiptamörkuðum. Ennfremur er hér um mikla áhættu að ræða leiði samningar til minni veiði- heimilda eða að makrílveiðum verði sjálfhætt vegna breytts göngumynsturs. Óhjákvæmi- lega mundi slíkt leiða til aukinn- ar verðbólgu vegna verðmæta- rýrnunar og þar með lakari lífs- kjara, þar með talið fyrir skuld- setta smábátaeigendur. Lands- sambandið frábiður sér þátt- töku í slíkri rúllettu.“ 80% verði hlutdeildartengd Í umsögn sinni setur LS fram þá tillögu að verði hlutdeildar- tenging niðurstaða umjöllunar atvinnuveganefndar í af- greiðslu sinni á frumvarpinu þá nái hún að hámarki til 80% veiðiheimildanna. 20% verði bundin við veiðar smábáta sem stundi færaveiðar á makríl á grunnslóð og af þeirri heimild verði 2% hlutdeild ætluð til smábáta sem kjósi aflamark. „Samhliða tillögu þessari vekur LS athygli nefndarinnar á að 10 krónu álag á veiðigjald er einungis ætlað til álagningar hjá þeim skipum sem úthlutað er aflahlutdeild. Álagið verði því ekki innheimt á aflaheimildir smábáta enda lúti þær heimild- ir veiðikerfi sóknarmarks og gangi til stærri skipa nýtist þær ekki að fullu. Ennfremur er bent á að smábátar stunda ekki vinnslu samhliða veiðum á makríl. Auk þess sem afli hvers báts er það lítill að hann leyfir ekki álag á það veiðigjald sem ákveðið hefur verið.“ Meirihlutinn á vestursvæðið Yfirlit dreifingar aflaheimilda smábáta í makríl, samkvæmt frumvarpinu, dregur upp at- hyglisverða mynd. Samtals 90 bátar ár Snæfellsnesi, Reykja- nesi og við Faxaflóa fá 2/3 afla heimildanna, rúm 5000 tonn. Helmingi þeirra heimilda skipta 25 bátar með sér en hinir fá að meðaltali 39 tonn. Smábátar á Vestfjörðum og í Dalabyggð, alls 30 talsins, fá tæp 11% af heildinni eða rúm 800 tonn. Þrír þessara báta fengju samtals 37,5% þessa kvóta. Á Norðurlandi, Austurland og Suðurlandi fá 45 bátar út- hlutun, miðað við frumvarpið, eða 22,5% af heildinni - 1.680 tonn. Af þessu magni færu 64% til 8 báta. Sem þýðir að 37 bátar deila með sér afganginum, þ.e. að meðaltali 16 tonnum á bát. Bátar á Snæfellsnesi, Reykjanesi og við Faxaflóa fá 2/3 hluta makrílkvótans, eða rösk 5000 tonn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.