Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 14

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 14
14 aðurinn verði, að öðru óbreyttu, um 12,6 ma.kr. á árinu og því 4,5 ma.kr. eða um fjórð- ungi minni en árið 2013. Ástæðan fyrir því að sparn- aðurinn er ekki meiri er að gengi dollarans hefur styrkst töluvert á síðustu mánuðum gagnvart krónunni sem vegur á móti lækkun olíuverðsins.“ Vöxtur í tekjum ísfisktogara Engum sem fylgist með sjávar- útvegi hér á landi blandast hugur um þá miklu aukningu sem orðið hefur í vinnslu og út- flutningi á ferskum botnfiski. Áhrifa þessarar þróun gætir eðlilega í útreiknaðri afkomu togaraflotans. „Mun meiri breyting hefur orðið á EBITDA-framlegð ísfisk- stogara í kjölfar gengisfallsins en hjá frystitogurum. Þannig var EBITDA-framlegð ísfiskstog- ara að meðaltali 18% frá 1997- 2008 en 27% frá 2009-2013. Sömu tölur fyrir frystitogara eru 23% og 25%. Þessa þróun má að einhverju leyti rekja til þess hvernig skiptingin hefur breyst á annars vegar ísuðum og hins vegar sjófrystum botnfiski. Ef einblínt er á þorsk hefur magn ísaðs fisks í flug stóraukist á sama tíma og magn á sjófryst- um þorski hefur lítið breyst. Ár- ið 2013 voru flutt út 44,4 þús. tonn af ísuðum þorski með flugi en t.d. var magnið 16,3 þús. tonn árið 2008. Árið 2013 voru sjófryst 37,4 þús. tonn samanborið við 30 þús. tonn ár- ið 2008. Tekjumöguleikar ísfisk- togara hafa því batnað á síð- ustu árum að hluta til vegna þess að stærra hlutfall af veidd- um þorski kemur í hlut ísfisk- stogar,“ segir í Hagsjánni. Sjaldan meira svigrúm til fjárfestinga í útgerð „Nú standa fyrir dyrum miklar fjárfestingar í fiskiskipum hjá mörgum af stærstu útgerðarfyr- irtækjum landsins. Samið hefur verið um smíði á 12 togurum og uppsjávarskipum á næstu árum. Af þeim 10 togurum sem smíðaðir verða er einungis einn frystitogari en hinir níu eru ís- fisktogara,“ segir í skýrslunni og er bætt við að þessar fjárfest- ingar komi til af tvennu. „Annars vegar hefur togara- flotinn elst töluvert frá alda- mótum og er orðinn gamall og úr sér genginn. Hins vegar hef- ur svigrúm íslenskra útgerðar- fyrirtækja til fjárfestinga sjaldan verið jafn gott á mælikvarða undirliggjandi rekstrar og skuldsetningar. Þannig hefur hlutfall á milli EBITDA og lang- tímaskulda ekki verið jafn hag- stætt, og svigrúm til fjárfestinga á þann mælikvarða ekki verið jafn gott, síðan rétt eftir síðustu aldamót. Þessar ráðgerðu skipafjár- festingar nema samtals 33 ma. kr. og verða skipin afhent á ár- unum 2015 til 2017. Lang- stærsti hlutinn verður afhentur á næsta ári þegar skip að and- virði 23,2 ma.kr. koma til lands- ins.“ Höfnin á Neskaupstað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.