Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 26

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 26
26 Byrjaði ungur á sjónum Óttar Már er uppalinn á Höfn í Hornafirði og þar byrjaði hann strax sem unglingur að vinna við sjávarsíðuna. Þó ekki á smá- bátum. „Ég var alltaf á stærri skipun- um, fyrst á neta- og togbátum og síðan á frystitogurum. Ég byrjaði 18 ára að mennta mig í vélstjórn og var sem slíkur á skipum bæði hér heima og er- lendis fram á þrítugsaldurinn. Það var síðan í kjölfar þess að ég flutti hingað norður til Akur- eyrar til að læra sjávarútveg- fræði sem ég fór í smábátaút- gerðina og þá samhliða nám- inu. Ég hóf útgerð með móður- bróður mínum í dagakerfinu sem þá var og eins og gengur átti þetta í fyrstu að vera til skemmtunar. En svo vatt þetta upp á sig og strax á öðru ári voru bátarnir orðnir þrír. Við ákváðum í framhaldinu að skipta rekstrinum upp og síð- ustu ár hef ég verið með tvo báta í rekstri ásamt öðrum störfum. Þessi smábátaútgerð er einhver baktería sem er erfitt að bíta frá sér,“ segir Óttar Már en breytilegt er eftir veiðiskap hversu margir róa á bátum hjá honum en sjálfur fer hann reglulega í róðra og hefur tals- vert verið á grásleppunni í vor. Bátarnir tveir leggja upp á Siglufirði. Tæknin hefur skilað árangri Óttar Már segir ágætlega hafa gengið á makrílveiðunum á Flugöldu ÓF síðustu sumur en bátarnir þurfi að vera yfir ákveðinni stærð til að geta stundað þann veiðiskap. „Til að veiðarnar séu hag- kvæmar þurfa bátarnir að geta borið að minnsta kosti 4-5 tonn af makríl ásamt krapa og í þeim þarf að vera pláss fyrir þann út- búnað sem nauðsynlegur er í makrílveiðarnar. Þessi veiði- skapur útheimtir búnað á bátana sem kostar 8-10 milljón- ir króna þannig að það er tals- vert skref að stíga fyrir litlar út- gerðir að fara á þennan veiði- skap. Stór hluti af því er astikið, sem er ekki nauðsynlegt en skiptir hins vegar mjög miklu máli ef menn ætla að gera þetta af alvöru. Menn eiga að mínu mati að nýta alla þá tækni sem í boði er og smábátar í dag eru orðnir mun afkastameiri og öflugri tæki en áður var. Menn hafa í smábátaútgerðinni í dag aðgang að miklu meiri og betri upplýsingum en áður, t.d. varð- andi veiðislóð, botngerð, sam- skipti og veður. Allt spilar þetta saman og skilar sífellt betri ár- angri við veiðar. Smábátur í dag er því talsvert annað hugtak en var hér á árum áður. En vissu- lega er mismunandi hvernig menn nýta sér tæknina sem í boði er en almennt eru þeir Óttar Már Ingvason á Akureyri er formaður Kletts félags smábátaeigenda á Norðurlandi eystra. Hann er menntaður vél­ og sjávarútvegs­ fræðingur og hefur gert út smábáta um árabil, hóf raunar smábátaútgerðina samhliða námi í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akur­ eyri á sínum tíma. Hann gerir nú út tvo báta, Haföldu ÓF­25 og Flugöldu ÓF­15, sem báðir eru á grásleppu í vor en minni báturinn, Hafalda fer síðan í strandveiði í sumar en Flugalda á línu og síðan á makrílveiðar. Yfir vetrarmánuðina gerir Óttar Már út á línu. Hann segir stjórn­ málamenn hafa þróun smábátaútgerðar til framtíðar í hendi sér og því miður lúti flestar þeirra gjörðir að því að takmarka smábátaútgerð­ ina fremur en nýta sér kosti hennar til framþróunar. Samþjöppun í smábátaútgerð og fækkun einyrkja sé dapurleg staðreynd, mikill að­ stöðumunur sé milli þeirra sem gera út og leggja upp hjá eigin vinnslu og hinna sem selji aflann í frjálsum viðskiptum. Loks megi benda á nýtt frumvarp um kvótasetningu á makríl og hlutdeild smábáta í markílaflanum til vitnis um að möguleikar smábátaútgerðarinnar séu ekki nýttir sem skildi og hvernig stjórnvöld leggi stein í götu smábátanna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.