Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 19

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 19
19 Fyrir um fjórum árum söðlaði hann svo um og fór á strand- veiðarnar. Hann segir sér þykja gott að vera eigin herra. „Þetta gekk mjög vel og tíð- arfarið hérna á okkar svæði var gott. Strandveiðarnar eru krefj- andi en að sama skapi gefandi. Ég fer út á miðnætti og þetta eru yfirleitt tólf til fjórtán tíma róðrar. Ég er því að landa svona öðru hvoru megin við hádegi. en við megum vera úti í fjórtán tíma mest. Ég ræ á næturnar því mér finnst betra veður þá, minni vindur og svo er bjart all- an sólarhringinn á þessum árs- tíma. Fyrir mig er þetta hentugt fyrirkomulag en það hentar alls ekki öllum og sennilega ekki fjölskyldumönnum með lítil börn,“ segir Árni Björn. Árna Birni finnst fyrirkomu- lag strandveiðanna yfirhöfuð ágætt þótt vissulega megi gagnrýni vissa hluti. Kerfið reyni á einstaklingana og þrýsti á marga að halda út til veiða í tvísýnu veðri. En það verði allir að meta hlutina fyrir sig og menn ættu ekki að setja sig í lífshættu fyrir nokkra þorska. „Menn uppskera eins og þeir sá í þessum veiðum. Sumir hafa þetta í sér en aðrir ekki. Ef þessu er illa sinnt kemur það strax niður á árangrinum. Þeir sem leggja sig mikið fram uppskera vel eins og í allri annarri vinnu. En í grunninn er þetta bara hörkuvinna og fyrir mér ekki áhugamál þótt margir líti þann- ig á strandveiðarnar. Það virðist sem flestir sem ekki eru á strandveiðunum líti á þær eins og skemmtilegt áhugamál í góðu veðri með fisk á öllum krókum. Veruleikinn er samt dá- lítið annar,“ segir Árni Björn. Hann segir að fyrirkomulag strandveiðanna sé þannig að ákveðnum tonnafjölda, eða 8.600 tonnum síðastliðið sum- ar, er skipt á fjögur veiðisvæði og afla á hverju svæði er skipt á mánuðina maí, júní, júlí og ágúst. Fyrirkomulagið mætti vera með þeim hætti að mönn- um gæfist kostur á veiðum yfir lengra tímabil. Stuttur veiðitími dugi nýliðum tæplega til þess að geta komið sér af stað innan kerfisins. Auk þess séu veiðarn- ar afar svæðisbundnar. Besti tíminn fyrir sunnan segir Árni Björn vera í maí og júní en júlí og ágúst fyrir norðan. Dýrt að hefja strandveiðar Talsverður startkostnaður fylgir því að fara inn í strandveiðarnar ef menn byrja með tvær hend- ur tómar. Árni Björn segir að bátur til veiðanna kosti á bilinu 12-15 milljónir króna. En svo þurfi margvíslegan annan bún- að til viðbótar. „Ég myndi halda að það kostaði að lágmarki 15 milljónir kr. að fara af stað. Mönnum gefst ekki langur tími á hverju sumri til veiðanna og innkoman er ekki það mikil. Það þurfa allir að vinna með þessu. Stærsti gallinn við þetta kerfi er að inn í það hafa komið töluvert margir sem hafa þetta að áhugamáli og nýta sumarfríið sitt til strandveiðanna. Menn virðast ekki átta sig á því að þeir eru að taka úr potti sem var ætlaður til auðvelda mönnum að hefja út- gerð,“ segir Árni Björn. Almennt séð er Árni Björn ekki hlynntur kvótakerfinu eins og það er útfært. „Það þarf ekki annað en að líta dálítið í kring- um sig til þess að sjá að kvótinn færist á stöðugt færri hendur og stöðugt færri vinna við fisk- veiðar. Þá hverfur ákveðin þekking út úr greininni. Það mætti auka frelsið til veiðanna og sveigjanleikann. Varðandi strandveiðarnar þá mætti til dæmis lengja veiðitímabilið.“ Lundey í Húsavíkurhöfn. „Ég ræ á næturnar því mér finnst betra veður þá, minni vindur og svo er bjart allan sólarhringinn á þessum árstíma. Fyrir mig er þetta hentugt fyrirkomulag en það hentar alls ekki öllum og sennilega ekki fjölskyldu- mönnum með lítil börn,“ segir Árni Björn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.