Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 20

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 20
20 S tra n d b á ta r Davíð Freyr Jónsson er 33 ára gamall maður sem gerir ásamt föður sínum út bátinn Fjólu GK. Hann hefur á síðustu fimm ár­ um fiskað mest smábáta af makríl á handfæri, eða alls 681 tonn. Hlutdeild Fjólu GK í heild­ armakrílveiði á handfæri á þessu tímabili er samkvæmt því 4,7%. „Makrílveiðarnar eru skemmtilegustu veiðarnar sem hægt er að komast í,“ segir Dav­ íð og bætir við að makrílveið­ arnar hafi vissulega gengið vel í heildina litið en á þessum fimm árum hafi aðferðirnar slípast mikið til. Auk þess að stunda makrílveiðar hefur Dav­ íð Freyr verið við krabba­, blá­ skelja­ og ígulkeraveiðar. Ásamt tilraunaveiðunum á Fjólu GK gerir Arctic Seafood, fyrirtæki hans, út bátinn Guð­ björgu sem er núna á grá­ sleppuveiðum. Í óhefðbundnum tegundum „Það gekk þó ekki allt að óskum á síðasta ári í makrílnum því við lentum í bilunum og veiðinni var lokað snemma í september. Það svæði sem við höfum reynslu af við Reykjanesið er yfirleitt að skila mestu undir lok vertíðar sem við fengum ekki að njóta í fyrra. Við það var maður eðlilega verulega ósátt- ur. En annars hefur þetta geng- ið mjög vel.“ Bátarnir hafa verið gerðir út við suðvestanvert landið. Þann- ig er Fjóla GK núna á Stykkis- hólmi við ígulkerjaveiðar. Hún hefur líka lagt upp frá Akranesi, Reykjavík og veitt bláskel í Hvalfirði og verið út af Borgar- firði við krabbaveiðar. „Við höfum einbeitt okkur að óhefðbundnum tegundum sem gætu einhvern tíma gefið eitthvað. Fyrstu árin gefa svona veiðar yfirleitt ekki annað en tap og mikla vinnu. Framhjá því horfa flestir og þegar búið er að ryðja brautina er þetta allt sjálf- sagt og augljóst. Mér finnst á tíðum leiðinlegt að upplifa hve lítil virðing er oft borin fyrir slíku starfi. Það er líka ástæða fyrir því að flestir gefast upp á því að feta nýjar brautir og vilja frekar fara troðnar slóðir.“ Tekist á um makrílkvóta Þegar rætt var við Davíð Frey var til meðferðar á Alþingi kvótasetning á makríl. Sam- kvæmt lagafrumvarpi sjávarút- vegsráðherra ræðst aflahlut- deild handfærabáta af veiði- reynslu þeirra á 5 ára tímabili frá árunum 2009 til 2014. „Það eru augljóslega tveir hagsmunahópar sem takast á í þessu máli. Annars vegar þeir sem hafa verið við þessar veiðar undanfarin ár, eða frá upphafi veiðanna og í raun komið þeim í þær hæðir sem þær eru í dag, og hinsvegar þeir sem lítið eða ekkert hafa stundað makrílveið- ar. Þegar skipta á upp kvóta miðað við gildandi lög og regl- ur er eina viðmiðið veiðireynsla, sem kemur sér eðlilega illa fyrir þá sem ekki hafa neina veiði- reynslu. Nú er verið að setja á makrílveiðarnar varanlega veiði stjórnun sem hefur legið í loftinu í nærri hálfan áratug og ætti í raun ekki að koma á óvart. Umræðan er heit en í þessu máli hefur maður barist fyrir því að fá sína reynslu metna til jafns við stærri skipin. Fari þau í kvóta þá viljum við fá sömu meðferð. Verði þeir í frjálsri veiði þá tökum við slaginn við þá. Fari frumvarpið í gegn þá vona ég hinsvegar að yfirvöld beri gæfu til að loka ekki veið- unum með öllu og það verði sett upp einhver leið fyrir nýja aðila að koma að veiðunum næstu áratugina í einhverskon- ar félagslegri aðgerð, t.d. í gegnum strandveiðarnar. Það myndi hjálpa mikið á þeim svæðum þar sem strandveiðin er búin snemma í ágúst og myndi stuðla að því að makríll yrði dreginn á land mun víðar. Veiðin undanfarin ár hefur öll verið á sömu blettunum sem að mínu mati hefur dregið úr heildaraflanum. Mönnum hefur hinsvegar farið mikið fram á liðnum sex árum og ég held að afkastagetan eigi bara eftir að aukast. Árið 2013 komu inn í veiðarnar margar af okkar fremstu útgerðum og skipstjór- um í smábátaflotanum, búnað- urinn er alltaf að verða betri og er það ljóst að flestir eiga eftir að verða enn betri á komandi árum,“ segir Davíð Freyr. Hann lítur á sig sem nýliða í greininni og þess vegna hafi það verið guðsgjöf þegar makr- íllinn fór að ganga upp að land- inu og gert honum kleift kom- Davíð Freyr Jónsson útgerðarmaður og sjómaður hefur dregið manna mest af makríl á handfæri síðustu fimm árin: „Makrílveiðar skemmtilegustu veiðar sem hægt er að komast í“ Davíð Freyr Jónsson um borð í Fjólu GK. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann þegar aflað sér mikillar reynslu í krabbaveiðum við vestanvert landið, auk þess að hafa dregið hátt í 700 tonn af makríl á handfæri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.