Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 10

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 10
10 Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 fyrir alvöru hér heima og er- lendis. Markaðurinn fylgist grannt með þessu og við fáum mikið af fyrirspurnum erlendis frá, bæði í nágrannalöndunum og líka mun lengra frá, til að mynda frá útgerðum sem veiða á Kínahafi. Fyrst og fremst horf- um við til þessa búnaðar fyrir veiðar á makríl en það er vel hugsanlegt að hann sé líka hentugur til annarra veiða. Við gætum því átt eftir að selja þennan búnað víða um heim, líkt og við höfum gert í færa- vindunum.“ Aukin áhersla á útflutning Ríflega þriðjungur færavindu- framleiðslu DNG selst á erlend- um markaði en Kristján Björn segir fyrirtækið leggja aukna áherslu á markaðssetningu á öðrum mörkuðum en Íslandi, til að mynda með þátttöku í sýn- ingum og slíku. „Þegar strandveiðin og síðan makrílveiðin komu til sögunnar á sínum tíma tók heimamarkað- urinn mikið við sér eftir að hafa verið í lægð. Hann hefur því verið okkar aðal áhersluefni síð- ustu ár en nú horfum við til þess að vægi annarra markaða aukist á ný. Okkar stærsti er- lendi markaður undanfarin ár hefur verið Noregur en eins og ég sagði áðan þá hafa vindur frá okkur farið víða um heim- inn,“ segir Kristján Björn. Þróun smábátaveiðanna hér á landi skiptir fyrirtæki eins og DNG miklu máli. „Að mínu mati þarf að gæta þess að viðhalda breidd og fjölbreytni í smábáta- útgerð og koma í veg fyrir að kerfið geti þróast þannig að all- ur kvóti færist á hendur mjög fárra stórra aðila. Ef aðeins er horft til strandveiðanna þá eru greinileg merki um áhrif af þeim veiðum út fyrir greinina sem slíka. Þjónusta í byggðun- um eflist og þar með styrkist búseta, ferðaþjónusta nýtur góðs af auknum umsvifum í kringum strandveiðanna og þannig má lengi telja. Sam- hengi smábátaútgerðar og annarra greina atvinnu- og mannlífs er því verulegt og rétt að hafa það í huga þegar ákvarðanir eru teknar við skipu- lag og stjórnun veiðanna,“ segir Kristján Björn Garðarsson, rekstrarstjóri DNG. Færavindan knýr makrílkerfið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.