Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 23

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 23
23 Stærstu tíðindi stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum, sem lauk undir lok marsmánaðar, eru vafalítið að stofnvísitala þorsks mælist sú hæsta frá upp­ hafi rannsókna árið 2005. Til viðmiðunar er hún tvöfalt hærri en árin 2002­2008. Haf­ rannsóknastofnun segir í niður­ stöðum sínum að hækkun vísi­ tölunnar megi fyrst og fremst rekja til aukins magns af stórum þorski. Allir lengdar­ flokkar yfir 60 cm reyndust yfir meðallagi. Lægra hlutfall 50­60 cm þorsks er rakið til lélegs ár­ gangs frá 2010. „Fyrsta mat á 2014 árgangi þorsks bendir til að hann sé meðal stærstu árganga frá 1985, svipaður og árgangar 2008, 2009 og 2011. Hann kem- ur í kjölfar lítils árgangs frá 2013. Meðalþyngd 5 ára þorsks og eldri hefur farið vaxandi undanfarin ár og er nú yfir meðaltali rannsóknatímans, en meðalþyngd 3 og 4 ára þorsks er hins vegar nokkuð undir meðaltali. Magn fæðu í þorski var minna en árin 2010-2014. Loðnan var lang mikilvægasta bráð þorsksins eins og ávallt á þessum árstíma. Mest var af loðnu í mögum þorsks út af Vestfjörðum, við suðurströnd- ina og Norðausturland. Af ann- arri fæðu má helst nefna síld, kolmunna, ísrækju og ýmsar tegundir fiska,“ segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um stofnmælingarnar hvað þorsk- inn varðar. Ýsan á uppleið Aðrar mikilvægar niðurstöður stofnmælingarinnar snúa að ýsustofninum en vísitala ýsu en lengdardreifing og aldursgrein- ing benda til að árgangurinn frá 2014 sé stór eftir röð sex lítilla árganga. Stofnvísitala ýsu hækkaði verulega á árunum 2002-2006 í kjölfar góðrar nýliðunar, en fór ört lækkandi næstu fjögur árin þar á eftir. Vísitalan í ár er svip- uð því sem verið hefur í mars- ralli frá 2010,“ segir í niðurstöð- unum en ýsa veiddist á land- grunninu allt í kringum landið. Meira fékkst af henni fyrir norð- an land en sunnan, sem er breyting sem orðið hefur æ skýrari síðasta áratuginn en áð- ur fékkst ætíð meira af ýsu við sunnanvert landið. „Meðalþyngd ýsu yngri, en sjö ára, hefur farið vaxandi und- anfarin þrjú ár og er nú yfir meðaltali rannsóknatímans. Hins vegar er meðalþyngd átta ára ýsu og eldri enn undir með- allagi. Magn fæðu í ýsumögum var svipað og undanfarin ár og var loðna rúmlega helmingur fæðunnar. Af annarri fæðu má helst nefna slöngustjörnur og burstaorma, en minna var af ljósátu en áður, líkt og í þorski.“ Steinbíturinn þokast upp Að venju fékkst gullkarfi víða en mest djúpt út af Faxaflóa, Breiðafirði og Vestfjörðum. Vísi- tala gullkarfa í marsralli fór hækkandi eftir árið 2008 og mælingar síðustu sex ára hafa verið þær hæstu frá 1985. Lítið hefur hins vegar fengist undan- farin ár af smákarfa undir 30 cm, samkvæmt niðurstöðunum. Stofnvísitala steinbíts var í lágmarki árið 2010 en hefur síð- an farið hægt vaxandi. Lítið fékkst af 20-60 cm steinbít mið- að við fyrri ár, en magn stein- bíts stærri en 65 cm var hins vegar yfir meðallagi. Mest er að fá af steinbít Vestfjarðamiðum og í innanverðum Faxaflóa. Litlar sveiflur í flatfiskstofnunum „Vísitala lúðu í stofnmæling- unni lækkaði hratt á árunum 1986-1990 og hefur haldist lág síðan. Mjög lítið fékkst af lúðu í marsralli árin 2008-2014 og stofnvísitalan þessi ár var um 20 sinnum lægri en árin 1985- 1986. Vísitalan í ár hækkaði frá fyrra ári og er nú svipuð og árin 2002-2007. Stofnvísitala skarkola var svipuð og verið hefur undanfar- inn áratug, eftir að hafa mælst í lágmarki á árunum 1997-2002. Vísitalan nú er um þriðjungur þess sem hún var að meðaltali fyrstu fjögur ár mælingarinnar. Vísitölur þykkvalúru og lang- lúru þróuðust lengst af með með svipuðum hætti; fóru smám saman lækkandi fyrstu 15 árin en hækkuðu síðan á ár- unum eftir aldamót. Undanfar- inn áratug hafa vísitölur þykk- valúru farið lækkandi og í ár mældist vísitalan sú lægsta frá 2003. Í ár var vísitala langlúru svipuð og undanfarin fimm ár. Vísitölur sandkola og skráp- flúru hafa verið lágar í undan- farinn áratug og svo var einnig í stofnmælingunni í ár.“ Stofnmælingar Hafrannsóknastofnunar: Nýjasti árgangur þorsks meðal þeirra stærstu frá upphafi mælinga Frá 1996 hefur átt sér stað greinileg þróun í útbreiðslu ýsunnar sem mest mælist nú af fyrir norðan land, þveröfugt við það sem áður var. F isk istofn a r

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.