Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 27

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 27
27 sem eru yngri eru í útgerðinni að nýta tæknina meira og eru nýungagjarnari. Framþróunin hefur orðið mjög mikil í tækni smábáta, líkt og í annarri út- gerð og ég þarf ekki að fara lengra en aftur til ársins 1986 þegar ég var að byrja á sjó. Þá voru menn að nota pappírs- dýptarmæla, toguðu eftir út- krotuðum sjókortum og stað- settu sig með Loran C strand- stöðvum og þannig má áfram telja. Þetta er gjörbreytt nú á tölvuöld.“ Einyrkjaútgerðunum fækkar - Hvernig sérðu fyrir þér þróun smábátaútgerðar? Munu ein- yrkjaútgerðirnar hverfa og fyrir- tæki með jafnvel fleiri en einn og fleiri en tvo smábáta koma í staðinn? „Það er nú þegar mikil sam- þjöppun í smábátaútgerðinni og einyrkjaútgerðum sem gera út á heilsársgrunni hefur fækk- að mjög mikið. Rekstrarum- hverfi í einyrkjaútgerðinni hefur verið óhagstætt og mikill að- stöðumunur er eftir því hvort útgerðin tengist eigin vinnslu eða ekki. Þetta snýr að endur- vigtun afla og uppgjörsverði á fiskinum gagnvart áhöfn. Þegar útgerðir tengjast vinnslu geta þær gert upp á svokölluðu verðlagsráðsverð sem er að jafnaði um 30% lægra en mark- aðsverð. Þetta skapar töluverð- an aðstöðumun sem hefur veitt útgerðum með vinnslu betri af- komu og tök á að kaupa upp veiðiheimildirnar. Í dag erum við að sjá öflugstu smábátana leika sér að því að veiða yfir 2000 tonna afla á ári. Það svarar til afla 10-30 smábáta eins og þeir voru fyrir nokkrum árum. Eðlilega breytist landslagið tals- vert með þessari þróun og ég sé ekkert sem bendir til þess að hún sé að snúa við. Skýringin er öðru fremur þessi gríðarlega mismunun í aðstöðu sem reglu- verkið skapar og krafa þjóð- félagsins um aukna hagræð- ingu. Hvort mönnum þykir þetta góð eða slæm þróun er svo aftur spurning um hvaða afstöðu menn hafa til sjávarút- vegs. Sumir horfa þannig á að sjávarútvegur eigi bara að skila þjóðinni sem mestum arði í formi veiðigjalda á meðan aðrir hafa þá sýn að sjávarútvegur eigi að stuðla að fjölbreytni og styðja að hluta til við byggða- þróun í landinu og auka at- vinnufrelsi manna í bland við arðsemi. Spurningunni um hvort þetta er af hinu góða eða ekki svarar því hver fyrir sig.“ Stjórnmálamenn að vinna gegn sjálfum sér Óttar Már segir að almennt hafi stjórnmálamenn og pólitíkin tekið þá afstöðu að sjávarút- vegur eigi að hluta að styðja við byggðaþróun. Sú skoðun krist- allast í þeirri staðreynd að ríkið hefur úthlutað töluverðu magni eða um 5,3% af aflaheimildum í formi byggðakvóta og til sér- tækra aðgerða. „Það er þess vegna illskiljanlegt að á sama tíma skuli stjórnmálamenn hafa í gildi regluverk sem stuðlar að jafn miklum aðstöðumun og harkalegri samþjöppun sem í raun vinnur í hina áttina, þ.e. virkar til veikingar í byggðum. Að mínu mati er til muna heppilegri leið að sporna við samþjöppuninni þannig að þörfin fyrir sértækar byggðaað- gerðir verði lágmörkuð eða hverfi alveg. Eins og staðan er í dag er þörfin til byggðatengdra aðgerða alltaf að aukast og það er áfellisdómur.“ - En var ekki strandveiðikerf- ið liður í að styrkja byggðirnar? „Ég er mjög jákvæður út í strandveiðikerfið en það verður seint sagt að það sé arðbært fyrir þá sem þær veiðar stunda en þær geta hins vegar verið að einhverju leiti þjóðhagslega arðbærar, stutt byggðirnar, eflt grunn í byggðunum fyrir heils- árþjónustu á mörgum sviðum, stutt við ferðaþjónustuna og mannlíf almennt. Og ásamt öðru lagt sitt að mörkum að Óttar Már um kvóta­ setingu á makríl: „Einstaka bátar fá þar árlegan aflakvóta sem eru langt umfram það sem þeir hafa nokkru sinni veitt meðan möguleikar annarra til að stunda þessar veiðar eru þurrkaðir út. Það er hrein móðun við greinina að ráðherra komi fram með svona sérhagsmunabull.“ Afraksturinn eftir túrinn var um þrjú tonn af góðri grásleppu. Vertíðin hefur að sögn Óttars Más gengið vel en veturinn hins vegar í heild verið mjög erfiður.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.