Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 22

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 22
22 Útgerðar­ og fiskvinnslufyrir­ tækið Vísir í Grindavík staðfesti á sjávarútvegssýningunni í Brussel á dögunum kaup á tveimur FleXicut skurðarvélum frá Marel hf. Vélin sameinar tvö mikilvæg skref í vinnsluferlinu, að finna beingarðinn og fjar­ lægja hann af mikilli ná­ kvæmni, auk þess sem fiskflak­ ið er skorið í bita, með eða án roðs. Fyrri Flexicut vélin verður sett upp í Vísi nú í maí og sú seinni verður sett upp síðar á árinu en Vísir hefur í samstarfi við Marel verið að prófa vélina síðan snemma á þessu ári. „FleXicut er tímamótalausn sem færir hátæknina beint inn í hjarta fiskvinnslunnar sem hef- ur áhrif á allt heildarferlið“ segir Pétur Pálsson, framkvæmda- stjóri Vísis. „Þetta er eitt stærsta skref sem við höfum séð í átt að sjálfvirknivæðingu í áraraðir.“ Í frétt frá Marel vegna við- skiptanna segir að með þeirri vélvæðingu sem FleXicut fylgi aukist afköst, nýting og gæði verði betri. Einn stærsti kostur FleXicut sé að með vatnsskurði opnist möguleikar á nýjum af- urðum sem tryggi að besta nýt- ing náist á hverju flaki. Þetta auki vöruframboð og hámarks- nýtingu á verðmætu hráefni. Að auki sé vélin hagkvæm og auðvelt að setja hana inn í þau vinnslukerfi sem eru nú þegar fyrir hendi. „Með tilkomu FleXicut get- um við aukið vöruframboð okk- ar til muna og tryggjum há- marksnýtingu og gæði í hvert sinn sem er gríðarlega mikil- vægt fyrir okkur. Samstarf við fyrirtæki á borð við Marel skap- ar mikil verðmæti í fiskiðnaði. Við höfum alltaf unnið vel með Marel og við vorum fullviss um að saman myndum við finna lausn sem mynda mæta öllum okkar þörfum,“ segir Pétur. „Ég er sérstaklega ánægður með að við séum að taka þetta stóra skref á árinu 2015, sama ári og Vísir fagnar 50 ára vinnsluafmæli sínu,“ segir Pét- ur. www.isfell.is Sjófatnaður Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Vísir sjálf- virknivæðir með FleXicut FleXicut vélarnar frá Marel byggja á vatnsskurði sem bæði er beitt til að skera úr beingarð og hluta niður fiskflökin í nákvæmar bitastærðir. Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri fiskiðnaðarseturs Marel og Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf., undirrita samninginn um vélarnar tvær. Framkvæmdastjóri Vísis segir vélarnar vera stærsta skref í átt að sjálf- virknivæðingu sem fyrirtækið hafi stigið í áraraðir. F réttir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.