Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 12

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 12
12 Í nýbirtri Hagsjá Landsbankans um íslenskan sjávarútveg kem­ ur fram að sjávarútvegsfyrir­ tækin skiluðu um 72 milljarða króna rekstrarhagnaði fyrir af­ skriftir (EBITDA) árið 2013. Það var þó um 10% minni hagnaður en árið áður en tekjur greinar­ innar árið 2013 námu 271 millj­ arði króna og jukust um 2% milli ára. Hærri tekjur eru skýrðar með auknum útflutn­ ingstekjum af loðnu og þorski en á sama tíma vó þar á móti lítils háttar styrking krónunnar ásamt ögn lægra afurðaverði en árið 2012. Í greiningunni sést að veruleg niðursveifla hefur verið undanfarna mánuði í olíu­ kostnaði útgerða, þrátt fyrir að gengisþróun dollars vegi að hluta á móti olíuverðsþróun­ inni. Fjárfestingar eru að taka mikinn kipp í greininni sem endurspeglast í samningum um smíði 12 fiskiskipa fyrir útgerðir hér landi á komandi árum. Mörg þessara smíðaverkefna eru þegar komin vel á veg. Gott í samanburði við aðrar greinar „Arðsemi í sjávarútvegi hefur verið verulega góð á síðustu ár- um í samanburði við ýmsar aðr- ar greinar í atvinnulífinu. Arð- semin hefur batnað töluvert frá árinu 2008 en rekja má það að miklu leyti til gengisfalls krón- unnar sem jók tekjur sjávarút- vegsins verulega á sama tíma og kostnaður, sem er einungis að hluta til í erlendri mynt, hækkaði mun minna,“ segir í Hagsjá Landsbankans en þessi þróun er sögð hafa leitt til þess að framlegð fyrirtækja í sjávar- útvegi hafi vaxið. „Breytingin hefur þó verið mun meiri í vinnslu en veiðum. Þannig var EBITDA-framlegð að meðaltali 10% í fiskvinnslu árin 1999-2008 en að meðaltali 18% árin 2009-2013. Sömu hlutföll í fiskveiðum voru 21% og 25%.“ Fjórðungi minni olíukostnaður en 2013 Farið er í greiningunni yfir sveiflu í olíuverði og áhrif henn- ar á kostnað í sjávarútvegi en umtalsverður hluti af rekstrar- A fk om a sjá v a rú tv eg s Hagsjá Landsbankans um afkomu sjávarútvegins: Arðsemi verulega góð og fjárfestingageta til staðar - ný skip að andvirði 23 milljarða króna væntanleg á næsta ári

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.