Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 29

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 29
29 mínu mati rennur of mikið af innkomunni beint í opinbera vasann og þetta hlutfall hefur hækkað mikið á síðustu árum og lítið situr eftir í rekstrinum.“ Góður fiskur af smábátunum Örlað hefur reglulega á um- ræðum um gæði fisks af smá- bátum sem Óttar Már segir að hluta til hafa borið merki ákveð- innar rógsherferðar gegn strandveiðum. „Á þessum 18 ár- um sem ég hef tengst smábáta- útgerð kannast ég ekki við ann- að en að það sé gott hráefni sem smábátar hafi komið með að landi enda er það staðreynd að það er nánast allt saman flutt út ferskt með flugi á okkar dýr- ustu markaði. Þessi umræða um lélegt hráefni varð fyrirferðar- mikil frá nokkrum stórum aðil- um í sjávarútvegi og beindust gegn strandveiðikerfinu. Þessir sömu aðilar eru á sama tíma stærstu kaupendur og framleið- endur úr strandveiðiafla svo það er erfitt að sjá að þetta eigi við rök að styðjast. Jafnframt hefur Matís beitt sér fyrir fræðslu um kælingu og meðferð afla hjá strandveiðibátum. En fyrir liggja líka kannanir hjá sömu stofnun sem sýna að þessi mál eru í góðu lagi hjá þessum flota. Það kemur reyndar fyrir að strand- veiðibátar eru að leggja upp afla sem veiddur er mjög grunnt og þá frekar með ormi en þá þarf að gæta þess að þessi fiskur sé merktur sem slíkur á mörkuðum þannig að kaupendur viti um hvaða vöru er að ræða. Það er ekkert rangt við að veiða þenn- an fisk en hann þarf bara að merkja vel svo ekki sé komið í bakið á kaupendum. En almennt fullyrði ég að smábátasjómenn ganga vel frá sínum fiski og vanda til verka líkt og þeir hafa alltaf gert.“ Meira fari um fiskmarkaðina Óttar Már ber lof á fiskmarkað- ina sem hann segir almennt standa sig mjög vel. Þeir gegni gríðarlega mikilvægu hlutverki í sjávarútveginum, stuðli að virk- ari verðmyndun, frjálsari við- skiptum með fiskafla og leiki stórt hlutverk í rekstri bæði fjölda fiskvinnslna, ekki síður en útgerða. „Að mínu mati er eitt stærsta vandamálið í greininni í dag að viðskipti með fisk eru alls ekki nógu frjáls. Fiskvinnslur án út- gerðar eiga mjög takmarkaðan aðgang að tryggu hráefni og hráefnisöflun þeirra verður sveiflukennd. Það kerfi sem er við lýði í dag eykur stöðugt þörfina á sértækum byggða- tengdum aðgerðum, sem er að mínum dómi er áfellisdómur yfir löggjafanum og regluverki greinarinnar sem er alls ekki nógu skilvirkt. Þó ég sé ekki að tala fyrir því að slíta á beina tengingu á milli fiskvinnslu og útgerðar, sem ég tel heppilegra í stóra samhenginu, þá er ekkert vafamál að með því að mark- aðsvæða viðskipti með fisk og hráefni frekar en nú er gert mætti draga stórlega úr þörf sértækum byggðatengdum að- gerðum. Fiskvinnslur og sam- félög hefðu aukinn möguleika á að dafna í heilbrigðu sam- keppnisumhverfi og mögu- leikar á ýmisi sérhæfingu myndu stór aukast. Aðstöðu- munur útgerðarflokka mun jafnast út að einhverju leiti og bæði samfélög og fyrirtæki hefðu betri möguleika á að vera sjálfbær á eigin verðleikum. Hvað sem því líður er það sam- eiginleg ábyrgð okkar sem störfum í greininni og löggjaf- ans að stuðla að eðlilegri sam- keppni og aukinni skilvirkni inn- an greinarinnar og það er margt sem má færa til betri vegar í sjávarútveginum okkar sem gerir greininni gott til framtíðar og eykur bæði skilvirkni og samkeppnishæfni hennar til lengri tíma. Þangað ætti að stefna.“ Landað úr Flugöldu ÓF á Siglufirði á síðasta degi aprílmánaðar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.