Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 17

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 17
17 til vinnslu; hrogn söltuð og hveljan fryst. 8-10 grásleppu- bátar hafa verið við veiðar á staðnum í vor og því skapast talsverð vinna í kringum úr- vinnslu á afla bátanna á staðn- um. Sóknarmark og svæðaskipting henta makrílveiðunum Þegar grásleppuvertíðinni lýkur reiknar Jón með að gera Sæ- borgina klára fyrir makrílveiði í sumar, þ.e. fái hann á annað borð tækifæri til að stunda þær veiðar. „Ég átti nú sennilega stystu makrílvertíð flotans í fyrra, þ.e. einn dag! Tók ákvörðun seint um að setja makrílbúnað í bát- inn, sem ég gerði á mettíma, og svo þegar allt var orðið klárt ætlaði ég vestur á Hólmavík en fékk þá tilkynningu um að að- eins yrðu veiðar leyfðar einn dag til viðbótar. Þannig að ég sneri til baka til Bakkafjarðar og fiskaði þar makríl þennan eina dag á flóanum og fékk ágætan afla, þ.e. yfir þrjú tonn af væn- um og góðum makríl,“ segir Jón en að hans mati er van- hugsuð leið að kvótasetja smá- báta í makríl. Hann vill sjá aðrar leiðir. „Að mínu mati ætti að setja makrílinn í sóknarmark eins og grásleppuna og svæðaskipta veiðunum svo að ekki séu allir í einum hnapp fyrir sunnan land að veiða. Síðan er líka hitt að með kvótasetningunni er verið gefa örfáum gríðarleg verð- mæti sem bjóða upp á að menn veðsetji kvótann fyrir lánum sem síðan verði afskrifuð ef og þegar makríllinn hverfur. Eins og venjulega verða það þá þeir sem halda áfram að borga af sínum lánum sem í rauninni borga brúsann. Þetta höfum við séð annars staðar í útgerðinni og ætti að forðast að fara út í það sama í makrílnum. Makríllinn er að mínu mati tilvalinn fyrir sóknarmarkskerfi því tæknin í dag er orðin þann- ig að hægt er að hafa fullkomið eftirlit með hverri hreyfingu bátanna. Og sóknarmark hefur það umfram kvótakerfi að vera ekki hvetjandi til að henda verðminni fiskinum því það er alveg staðreynd að í kvóta leita menn allra leiða til að hámarka afraksturinn og koma með verðmætasta fiskinn í land en henda hinu. Sú leið að kvóta- setja er því að mínu mati al- röng, hefur mikla galla og ég hreint og beint trúi ekki að hún verði farin,“ segir Jón og telur einboðið að búið sé að ganga hart fram í veiðum á makrílæt- um svo sem stórfiskum á borð við túnfisk, sverðfisk og fleiri tegundum og hafa þannig áhrif á að makrílstofninn hafi blásið út. Vitneskjan um raunverulega stærð makrílstofnsins sé því ekki fyrir hendi. Þekking á göngumynstri og viðveru mak- ríls á grunnslóð sé alls ófull- nægjandi. „Benda má á að makríll er kominn hingað norður í ætisleit og étur allt sem hann ræður við. Seiði nytjastofna okkar eru á matseðli hans hér við landið og áhrifin af veru makrílsins á landgrunninu eru því ekki kom- in fram. Ein kenningin er að um tvo stofna sé að ræða sem komi hingað upp að landinu. Að minnsta kosti höfum við tekið eftir að makríllinn er talsvert stærri sem veiðist fyrir austan og norðan land en fyrir sunnan. Og síðan má líka benda á að með skiptingu veiða á svæði fengjum við betri mynd á mak- rílgöngurnar við landið. En líkt og aðrir bíð ég eftir að sjá hvaða fyrirkomulag verður í boði við veiðarnar í sumar og vona auðvitað að niðurstaðan verði þannig að ég geti veitt hér á heimaslóðinni,“ segir Jón. Aðal- og hjálparvélar í miklu úrvali ásamt öllu tilheyrandi Sérhæfð ráðgjöf, viðhalds- og varahlutaþjónusta Áratuga reynsla og þekking ... í þjónustu við útgerðina TIL DÆMIS: SOLE SM-105 Skrúfuvél 95 Hö við 2500 sn/mín. Rúmtak: 4,996 ltr. Eigum úrval af viðurkenndum þenslutengjum fyrir röralagnir á lager TIL DÆMIS: Gerð: S8U-MPTK 1343 kW við 1060 sn/mín. Borvídd x slaglengd: 240 x 260 Rúmtak: 94,10 ltr. Mengunarvottun : IMO2 TIL DÆMIS: MAS 1350-S Skipsrafstöð Vél: S12R-MPTAW. 1351 kW við 1500 sn/min 50Hz Mengunarvottun : IMO2 MD VÉLAR | Vagnhöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 567 2800 | Fax 567 2806 | hjalti@mdvelar.is | www.mdvelar.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.