Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 18

Ægir - 01.03.2015, Blaðsíða 18
18 Árni Björn Kristbjörnsson frá Húsavík gerir út smábátinn Lundey ÞH og var næsthæstur á strandveiðum síðastliðið sumar með 37,8 tonn í 45 róðrum. Báturinn er í eigu föður hans en Árni Björn rær einn og líkar vel. Hann gerir bátinn út sjö mán­ uði á ári og hefur þess utan tek­ ið nokkra afleysingatúra á öðr­ um bátum. „Ég hef nú aldrei verið neitt sérstaklega stressaður yfir því að vera á lista yfir þá hæstu. Ég byrjaði veiðarnar til dæmis ekki fyrr en 20. maí í fyrra en mátti byrja 1. maí. Ég var nú ekki stressaðri en það. En auðvitað er það markmiðið eftir að mað- ur byrjar að ná þessum tæplega 800 kílóum á hverjum degi.“ Hann lítur björtum augum til nýhafinnar strandveiðivertíð- ar og er um þessar mundir að gera bátinn kláran. Hann reikn- ar með að fara nokkra daga á netaveiðar áður en strandveið- in hefst. „Ég er mjög hrifinn af því að vera hérna úti með Tjör- nesinu og út á Máneyjarhrygg. Ég þekki þetta svæði vel og sæki þess vegna þangað. Þarna er fjallasýnin falleg .“ Tíðarfarið var gott „Sumir sem voru á strandveið- unum í byrjun völdu það að fara frekar í makrílinn því þar fengu menn frelsi til að veiða. Mér sýnist að þeir sem fóru þá leið séu að uppskera ágætlega núna þegar verið er að setja makrílinn í kvóta. Það hefði sennilega verið sniðugri kost- ur,“ segir Árni Björn. Hann hefur verið til sjós frá því hann var 18 ára gamall og aðallega á stærri fiskiskipum. Árni Björn Kristbjörnsson á Lundey ÞH meðal þeirra aflahæstu á strandveiðunum í fyrra: „Strandveiðarnar eru krefjandi en gefandi“ S tra n d b á ta r „Það virðist sem flestir sem ekki eru á strandveiðunum líti á þær eins og skemmtilegt áhugamál í góðu veðri með fisk á öllum krókum. Veruleikinn er samt dálítið annar.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.