Morgunblaðið - 30.01.2015, Page 1
F Ö S T U D A G U R 3 0. J A N Ú A R 2 0 1 5
Stofnað 1913 25. tölublað 103. árgangur
TÖKUR Á ÓFÆRÐ Á
SIGLUFIRÐI FYRIR
SJÓNVARP
LEIKFÖNG,
SKREYTINGAR
OG VEITINGAR
SEX LÖG Í
FYRRI UNDAN-
ÚRSLITUM
BARNAAFMÆLI 16 SÍÐUR SÖNGVAKEPPNIN 2015 46ÞÁTTARÖÐ 49
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu
hefur hækkað um tugi prósenta á
síðustu fjórum árum eða langt um-
fram varðlagsþróun á tímabilinu.
Þannig hefur vísitala leiguverðs á
höfuðborgarsvæðinu hækkað um
40% síðan í ársbyrjun 2011 en vísi-
tala neysluverðs um 16%.
Athygli vekur að síðastliðna 12
mánuði hefur vísitala leiguverðs
hækkað um 7,5%. Til samanburðar
er 12 mánaða verðbólga nú 0,8%.
Jóhann Már Sigurbjörnsson, for-
maður Samtaka leigjenda á Íslandi,
segir mikinn skort á leiguhúsnæði.
Leigufélög hafi gengið á lagið og
hækkað leiguverðið milli ára.
Svanur Guðmundsson, löggiltur
leigumiðlari og framkvæmdastjóri
hjá vefnum húsaleiga.is, telur að
byggja þurfi 7-8 þúsund íbúðir til að
mæta eftirspurn eftir íbúðum til
kaups og leigu á Íslandi. Tekur hann
þar með undir með Samtökum iðn-
aðarins sem telja að það skorti þús-
undir íbúða á húsnæðismarkaðnum.
Svanur segir skort á húsnæði
koma fram í því að ungt fólk búi orð-
ið lengur í foreldrahúsum. Þá séu
dæmi um að efnalítið fólk neyðist til
að sofa í bílum í bílastæðahúsum.
Hækkandi leiguverð er talið auka
á vanda vaxandi fjölda tekjulágs
fólks sem býr orðið í leiguhúsnæði.
Leiguverðið rýkur upp
Vísitala leiguverðs hækkaði um 40% árin 2011-2014 Verðlag hækkaði um 16%
Leigumiðlari segir kynslóð ungs fólks búa lengur í foreldrahúsum vegna skorts
MEkkert lát á hækkun »4
37,5% aukning
» Neytendasamtökunum bár-
ust yfir 2.000 fyrirspurnir í
fyrra vegna leiguhúsnæðis.
» Fyrirspurnum fjölgaði um
37,5% frá árinu 2013.
» Samtökin telja „stöðuga
umframeftirspurn eftir leigu-
húsnæði“ á Íslandi.
Ökumenn urðu vitni að litskrúðugu sólsetri þeg-
ar þeir áttu leið um hraunið á milli Garðabæjar
og Hafnarfjarðar í gær. Spáð er norðaustan og
norðan þrettán til tuttugu m/s í dag og snjó-
komu eða éljagangi norðan- og austanlands, en
annars heldur hægari og léttskýjuðu veðri. Einn-
ig er spáð kulda næstu daga en um helgina er út-
lit fyrir að frost verði á bilinu eitt til tíu stig,
mest inn til landsins.
Gullnir geislar sólar kvöddu er hún seig í hraunið
Morgunblaðið/RAX
Danski seðla-
bankinn lækkar
stýrivexti frá
og með deg-
inum í dag um
15 punkta og
verða þeir þá
orðnir neikvæð-
ir um 0,5%.
Þeir hafa aldrei
verið jafn lágir,
að sögn FT. Til-
kynning um lækkunina var gefin
út í gær.
Þetta er þriðja stýrivaxtalækk-
un bankans á tíu dögum í viðleitni
hans við að verja tengingu dönsku
krónunnar við evruna.
Lækkar stýrivexti í
3. sinn á tíu dögum
Danmörk Stýri-
vextir lækkaðir.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur að undanförnu rannsakað lek-
ann sem varð þegar gögnum var sl.
haust lekið til Kastljóss Sjónvarps-
ins um rannsókn Samkeppniseftir-
litsins á Eimskip og Samskipum og
kæru Samkeppniseftirlitsins (SKE)
á svonefndum ellefumenningum
Eimskips og Samskipa til sérstaks
saksóknara.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur rannsókn lögreglu
m.a. leitt til þess að hún lagði hald á
ákveðin tölvugögn í Samkeppniseft-
irlitinu, og við rannsókn þeirra
gagna hefur einn starfsmaður Sam-
keppniseftirlitsins hlotið réttarstöðu
grunaðs manns.
Dregist á langinn
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins hefur rannsókn lögreglunn-
ar staðið um nokkurt skeið, en það
var í október í fyrra, sem Eimskip
kærði til lögreglu leka á upplýsing-
um til Kastljóss sem voru um rann-
sókn Samkeppniseftirlitsins á meint-
um brotum Eimskips og Samskipa á
samkeppnislögum, auk þess sem
kæru Samkeppniseftirlitsins til sér-
staks saksóknara frá því í mars 2014
á hendur þeim ellefumenningum hjá
Eimskip og Samskipum, sem rann-
sóknin beindist að, var lekið til Kast-
ljóss.
Sérstakur saksóknari beindi kær-
unni skömmu síðar til ríkissaksókn-
ara, sem ákvað að fela lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu að rannsaka
þetta lekamál.
Nýverið mun lögreglan í Reykja-
vík hafa lagt hald á ákveðin tölvu-
gögn í Samkeppniseftirlitinu, og
ákveðin tölvupóstsamskipti sem
rannsökuð hafa verið, hafa nú, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins, leitt til þess að ákveðinn starfs-
maður Samkeppniseftirlitsins hefur
nú réttarstöðu sakbornings. »6
Með réttastöðu grunaðs manns
Starfsmaður Samkeppniseftirlitsins grunaður um að hafa lekið trúnaðargögn-
um til Kastljóss í október í fyrra, um kæru SKE á svonefndum ellefumenningum
Bæjarlistamenn Kópavogs héldu
námskeið í rappi fyrir nemendur í
10. bekk grunnskólans í bænum.
Þetta eru stöllurnar í hljómsveitinni
Tazmaníu. Rætt er við eina þeirra,
Þuríði Blæ Jóhannsdóttur, í umfjöll-
un dagsins um bæjarfélagið í greina-
flokknum Heimsókn á höfuðborg-
arsvæðið. Að auki er sagt frá
byggingarframkvæmdum í hinu
nýja Glaðheimahverfi, rætt við
blómasala við Nýbýlaveg og forvitn-
ast um stöðuna í verslunarmiðstöð-
inni Smáralind. »20-21
Kenndu ung-
mennum að rappa
Miklar breytingar hafa orðið á
skriðjöklum landsins á síðustu 20-
30 árum, en Landmælingar Íslands
reyna að halda við grunngögnum,
kortum og hæðarlínum skriðjökl-
anna. Sem dæmi má nefna að
Vatnajökull minnkaði um samtals
83 ferkílómetra á árabilinu 2000-
2006 og ný ókortlögð svæði komu í
ljós.
Annað dæmi sem Magnús Guð-
mundsson, forstjóri Landmælinga,
nefnir í samtali við Morgunblaðið
er að við sunnanverðan Mýrdals-
jökul hafa orðið til 150 metra djúpir
dalir sem til skamms tíma voru
huldir tungum skriðjökla. »18
150 metra djúpir dalir
í stað skriðjökla
Bæjarráð
Akraness sam-
þykkti í gær að
fela bæjarstjóra
að leita eftir
formlegu sam-
starfi við þjóð-
minjavörsluna,
forsætisráðu-
neytið og
mennta-
málaráðuneytið
varðandi málefni Kútters Sig-
urfara.
Menningar- og safnanefnd Akra-
ness var búin að leggja til að gerð
yrði áætlun um að fjarlægja skipið
af safnasvæði Byggðasafnsins í
Görðum. Skipið er mjög illa farið
og dýrt að gera það upp. »12
Leita samstarfs um
Kútter Sigurfara
Kútter Sigurfari
Smíðaður 1885.