Morgunblaðið - 30.01.2015, Síða 8

Morgunblaðið - 30.01.2015, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Styrmir Gunnarsson vekur eft-irtekt á pólitískum snúningi:    Utanríkisráðherrar 28 aðild-arríkja Evrópusambandsins koma saman til fundar í Brussel í dag, fimmtudag. Á dagskrá þess fundar verður m.a. hvort auka eigi refsiað- gerðir gegn Rússum og fjölga þeim ein- staklingum, sem þær beinast að.    Á fundinum verður nýr utanrík-isráðherra Grikkja, Nikos Kotzias, prófessor í stjórn- málafræði, sem aðhyllist nánara samband við Rússland. Samþykki allra aðildarríkjanna þarf til þess að auka refsiaðgerðir gegn Rúss- landi.    Eitt aðildarríki getur komið íveg fyrir að það verði gert. Gríska dagblaðið Kathimerini hefur heimildir fyrir því að hin nýja rík- isstjórn Alexis Tsipras ætli að beita því neitunarvaldi og hugsanlega beita því vopni í baráttu við ráða- menn ESB vegna skulda Grikkja, sem hin nýja ríkisstjórn vill að verði afskrifaðar um helming.    Fyrsta vísbending um að þettageti gerzt kom fram í upphaf- legum mótmælum grísku rík- isstjórnarinnar gegn yfirlýsingu framkvæmdastjórnar ESB um frek- ari aðgerðir gegn Rússum og sagt hefur verið frá hér á Evrópuvakt- inni.“    Rétt er að hafa í huga að rík hefðer fyrir því að ESB gerir ekk- ert með andóf smáríkja sinna, hvorki ríkisstjórna né þjóða sem segja nei við útþenslu. Spurningin snýst því um hvaða afbrigði verður notað til að gera ekkert með and- ófið nú. Styrmir Gunnarsson Neitunarvaldið gildir ekki STAKSTEINAR Virðing RéttlætiVR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 WWW.VR.IS Hefur þú áhuga á að starfa í forystuVR? Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn félagsins eftir einstaklingsframboðum til formanns og í stjórn félagsins og listaframboðum í trúnaðarráð. Um er að ræða annars vegar einstaklingsframboð til formanns, sjö sæti í stjórn og þrjú til vara. Skrifleg meðmæli 50 félagsmanna þarf vegna einstaklingsframboðs til formanns og 15 vegna einstaklingsframboðs til stjórnar og varastjórnar. Hins vegar er um að ræða listaframboð fyrir 41 sæti í trúnaðarráð. Til að listi vegna trúnaðarráðs sem borinn er fram gegn lista uppstillinganefndar sé löglega fram borinn þarf skrifleg meðmæli 300 félagsmanna sem og skriflegt samþykki frambjóðenda á listanum. Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 6. febrúar 2015. Framboðum og framboðslistum skal skilað til kjörstjórnar á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. Frambjóðendum er bent á heimasíðu VRwww.vr.is, þar sem eyðublöð vegna framboða eru aðgengileg og ítarlegari upplýsingar birtar um framboð til stjórnar og trúnaðarráðs. Kjörstjórn VR veitir einnig frekari upplýsingar í síma 510 1700 eða með tölvupósti til kjorstjorn@vr.is. 30. janúar 2015 Kjörstjórn VR Veður víða um heim 29.1., kl. 18.00 Reykjavík 1 skýjað Bolungarvík -1 skýjað Akureyri 0 snjókoma Nuuk -15 snjóél Þórshöfn 7 skúrir Ósló -3 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki 0 snjókoma Lúxemborg 2 skýjað Brussel 6 léttskýjað Dublin 7 súld Glasgow 7 skýjað London 8 léttskýjað París 6 alskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 6 skýjað Berlín 3 skúrir Vín 3 skýjað Moskva -6 snjóél Algarve 16 heiðskírt Madríd 12 léttskýjað Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 13 léttskýjað Róm 8 heiðskírt Aþena 11 léttskýjað Winnipeg -5 þoka Montreal -15 alskýjað New York -5 þoka Chicago -1 alskýjað Orlando 9 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:15 17:08 ÍSAFJÖRÐUR 10:37 16:55 SIGLUFJÖRÐUR 10:21 16:38 DJÚPIVOGUR 9:49 16:33 Bridshátíð hófst formlega í gær á Hótel Natura en þetta er í 34. skiptið sem hátíðin er haldin. Yfir fjögur hundruð keppendur eru skráðir til leiks en í þeim hópi eru þekktir evrópskir og amerískir spilarar. Þar má nefna Norðmanninn Tor Helness, sem að þessu sinni spilar við son sinn Fre- drik, Danann Gus Hansen og Pakistanann Zia Mahmood sem spilar við Bretann And- rew Robson. Mótinu lýkur með verðlauna- afhendingu um klukkan 18 á sunnudaginn kemur. Bridshátíð sett í 34. sinn Morgunblaðið/Kristinn Spil Glatt var á hjalla í Hótel Natura þegar Bridshátíð var sett. Skógrækt rík- isins og Skóg- ræktarfélag Ís- lands hafa í sameiningu geng- ið í Evrópu- samtök jólatrjáa- framleiðenda. Ísland er 13. landið sem fær aðild að samtök- unum. Rækt- endur jólatrjáa í Belgíu, Danmörku og Englandi bundust samtökum í byrjun 9. áratugar 20. aldar. Evr- ópusamtökin voru stofnuð 1989. Fulltrúi Íslands í samtökunum er Else Møller skógfræðingur að því er fram kemur á vefnum skogur.is. Else hefur unnið ötullega að mál- efnum jólatrjáaræktenda um árabil og stundar jafnframt ræktun og til- raunir á Akri í Vopnafirði. Þá heldur hún námskeið og fyrirlestra um jóla- trjáarækt víða um land. Talið er víst að íslenskir jólatrjáa- framleiðendur geti haft gagn af tengslunum við evrópska starfs- bræður og -systur, ekki síst varð- andi gæðaflokkun jólatrjáa og mark- aðssetningu. gudni@mbl.is Evrópskur vettvangur jólatrjáa  Ísland fær aðild Jólatré Ræktun þeirra fer vaxandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.