Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 11
Bros Bryndís og heimiliskona á St. Antonine-hjúkrunarheimilinu í Suður-Afríku. Öllum er tekið opnum örmum. .að sem við þekkjum og mönnun enn minni en hérna heima.“ Ein manneskja getur gert gæfu- muninn, það hefur einmitt sannast í St. Antonine-hjúkrunarheimilinu sem Bryndís heimsótti, því konan sem stjórnar því hefur gert ótrúlega mikl- ar breytingar. „Forstöðukonan Lusia er kaþ- ólsk nunna og þegar hún tók við heimilinu fyrir fimm árum var allt í niðurníðslu. Þá var allt vatn sótt í brunn langt í burtu, en hún hefur markvisst unnið í því að sækja um styrki til byggja upp bæði pípulagnir og leggja rafmagn. Tækjabúnaður er af skornum skammti og það þarf að handþvo öll föt þeirra 60 heimilis- manna sem þar búa og líka rúmfötin, handklæðin og fleira. Heimilisfólkið léttir undir með með því að strauja og pressa, en þetta er mikil vinna og þess vegna ætlum við hér í Mörk að safna fyrir þvottavél og þurrkara fyr- ir þau með þessu fjáröflunarkaffi.“ Foreldrar týndrar kynslóðar Luisa kemur frá öðru héraði og úr allt annarri menningu en heimilis- fólkið sem er Súlúfólk. Hún þurfti að byrja á því að læra inn á þeirra tungumál, siði og venjur. „Súlufólk af þeirra kynslóð á mjög erfitt í samfélaginu, af því þau eru foreldrar „týndu kynslóðar- innar“, fólksins sem lést úr alnæmi áður en lyf komu til sögunnar. Í menningu þessa fólks er rótgróin hefð fyrir því að fólk hugsi um for- eldra sína þegar þeir eldast, en þar sem nánast heil kynslóð hvarf vegna alnæmis, þá á þetta fólk engin full- orðin börn sem geta séð um það á efri árum.“ Áþreifanlegur kærleikur Bryndís dvaldi í tvær vikur á heimilinu og segir það hafa verið ótrúlega magnaða reynslu. „Hér heima er ýmsu breytt þeg- ar Eden-stefna er tekin inn, við starfsfólkið klæðumst venjulegum fötum, setjum plöntur inn á stofnun- ina og gerum umhverfið þar sem heimilisfólkið býr eins heimilislegt og hægt er. Við reynum að brúa bilið á milli okkar starfsfólksins og heimilis- fólksins eins og hægt er, við erum öll einn hópur. En úti í Suður-Afríku þar sem ekki voru til peningar til að gera allt heimilislegt á yfirborðinu, þar var áherslan á virðingu og traust á milli starfsfólks og heimilisfólks. Það var mikil nánd og kærleikurinn nánast áþreifanlegur. Einnig var mikil áhersla á valdeflingu, heimilismenn tóku sínar ákvarðanir, þeir tóku þátt í því hvernig heimilið þróaðist, þeir tóku þátt í að ákveða matseðilinn, að ákveða fyrir hvað ætti að sækja um styrki og fleira í þeim dúr. Umhyggja og vilji til að hjálpa var eitt af því fyrsta sem ég tók eftir á heimilinu, bæði meðal heimilisfólks og starfs- fólks,“ segir Bryndis og bætir við að mikið sé hægt að læra af þessu fólki í Suður-Afríku og starfinu á heimili þess. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Ég var ekki há í loftinu þegarafi minn rétti mér og bróðurmínum hvoru sinn heima- smíðaða verkfærakassann með hamri, nöglum og ýmsu öðru sem við systkinin gátum notað til að smíða og dytta að kofanum okkar uppi í sum- arbústað. Bæði fengum við tækifæri til að bruna um vegi utan borgarinnar og æfa okkur löngu áður en við fengum bílprófið og það var alveg jafn líklegt að sjá pabba bregða á leik með pönnukökupönnuna og mömmu. Tengdapabbi hikaði heldur ekki eitt augnablik áður en hann rétti mér stóran kassa með skrúfum og borvél og bað mig um að festa niður nýju spýturnar á pallinum. Hver deilir eiginlega með þér bílnum? spurði starfsmaður smurstöðvar mig í vikunni eftir að hann hafði tilkynnt mér að verkinu væri lokið. Spurningin kom mér í opna skjöldu og hikaði ég því örlítið áður en ég sagði honum að unnusti minn ætti það til að setjast undir stýrið á bílnum. Já, datt mér ekki í hug, sagði maðurinn afar hróðugur, líkt og hann hefði fundið leið til að fljúga með eigin afli án hjálpartækja. Það var augljós kátína í rödd- inni, ég er viss um að hann valhoppaði af gleði. Hann hefur greinilega verið að spóla mikið að undanförnu, sagði mað- urinn viss í sinni sök og bætti við að það mætti greinilega sjá á öðru framdekki bílsins. Nokkuð hissa spurði ég manninn hvort það gæti hugsanlega komið til greina að það væri ég sem spólaði af og til þegar ég æki um götur borg- arinnar. Nei, það hélt maðurinn ald- eilis ekki og bætti við að ég gerði örugglega ekki svoleiðis. Áður en hann kvaddi benti hann mér á að ég gæti látið pabba minn útvega mér annað dekk undir bílinn. Nú ætla ég ekki að útiloka að minn heittelskaði laumist af og til út að næturlagi og reykspóli um götur Kópavogsbæjar. Kannski situr hann ekki sveittur við að klára heimadæmin á kvöldin, kannski er hann í raun og veru í félagi við aðra tryllta spólara á bílastæðum úti um allan bæ. Ef til vill er starfsmaður smurstöðvarinnar afar hæfi- leikaríkur mannþekkjari og veit fyrir víst, þrátt fyrir að hafa aldrei hitt unnusta minn, að hann sé sannur spólari en ég ekki. Ég ætla samt að leyfa mér að ætla að ég hafi orðið fyrir barðinu á fordómum mannsins. Lítum ekki á aðeins á kynið, ákveðum ekki fyr- irfram hvað hver og einn getur eða getur ekki. »Nú ætla ég ekki aútiloka að minn heittelskaði laumist af og til út að næturlagi … Heimur Láru Höllu Lára Halla Sigurðardóttir larahalla@mbl.is Þegar myrkrið grúfir yfir Íslandi er eins gott að gera sig sýnilegan, það kemur í veg fyrir slys. Húfur, prjónaðar með sterkum endurskinsþræði, eru nýjung hér- lendis. Þær eru hannaðar af íslenska fataframleiðandanum Icewear, en endurskinið frá húfunum gerir gang- andi vegfarendur mun sýnilegri í skammdegismyrkrinu og eykur því öryggi þeirra í umferðinni. Engin hefðbundin endurskins- merki eru á húfunum. Endurskinið kemur frá þræði sem er húðaður með öflugu endurskinsefni og prjón- aður með hefðbundnu garni. Þráður- inn er grannur og illsjáanlegur. Hann fellur vel að litum og munstri húf- unnar og endurkastar frá sér ljósi sem á hana fellur þannig að húfan virðist glitra og verður vel sýnileg í myrkri. Vegna endurskinsins hefur húfan fengið nafnið Glitra. Hún fæst í verslunum Icewear sem eru á Akureyri, í Vík í Mýrdal og þremur stöðum í Reykjavík, á Skarfa- bakka, í Bankastræti og Fákafeni. Prjónahúfan Glitra með endurskinsþræði Glitra Húfan er til í nokkrum litum og allir ættu að finna húfu við sitt hæfi. Til að gera gangandi vegfar- endur sýnilegri í skammdeginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.