Morgunblaðið - 30.01.2015, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015
KÓPAVOGUR
H
EI
MS
ÓKN Á HÖFUÐBO
R
G
A
R
S
V
Æ
Ð
IÐ
2015
Nýtt hverfi í Kópavogi, Glað-
heimar, verður reist á næstu árum.
Uppbyggingin verður tekin í skref-
um, en nú þegar hafa lóðir á aust-
ursvæði hverfisins verið auglýstar
til umsóknar. Í Glaðheimum verða
um 300 íbúðir í fjölbýli þegar
svæðið er fullbyggt.
Nýbyggð þessi verður við hlið
Lindahverfis, austan Reykjanes-
brautar og Smárahverfis. Sér-
staðan er, borið saman við önnur
nýbyggingahverfi, að þjónusta er
þegar til staðar, s.s. skólar,
íþróttaaðstaða, verslanir og í
kaupbæti eru góðar tengingar við
aðalæðar gatna höfuðborgarsvæð-
isins.
Í tilkynningu er haft eftir Ár-
manni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra í
Kópavogi er ætla megi að hverfið
verði eftirsótt á meðal fjölskyldu-
fólks. Lagt er upp með að þéttleiki
byggðar verði mikill og krafa bæj-
aryfirvalda er sú að vandað sé
mjög til hönnunar og útlits húsa og
lóða. Einnig að opin svæði séu til
staðar og strætóferðir góðar og
greiðar.
Í fyrsta áfanga verður bygging-
arrétti úthlutað á níu lóðum og þar
verða reistar 260 íbúðir í 9 fjöl-
býlishúsum sem verða með 11 til
40 íbúðir hvert. Húsin verða hæst
10 hæðir en yfirleitt 4 til 6 hæðir
og flest með bílakjallara. Gert er
ráð fyrir að lóðir verði bygging-
arhæfar í júlí nk. Umsóknarfrestur
um byggingarrétt er til 3. mars en
þá þurfa verktakar að skila um-
sóknum og fylgigögnum sem útlist-
uð eru á heimasíðu bæjarins, segir
Sigríður Björg Tómasdóttir upp-
lýsingafulltrúi Kópavogsbæjar.
Glaðheimalóðirnar
verða tilbúnar í júlí
Hugmyndir Svona sjá menn fyrir sér að nýja Glaðheimahverfið verði.
„Nýbýlavegurinn býður upp á
mikla möguleika. Ég hef tröllatrú á
þessu svæði,“ segir Jóhanna Ein-
arsdóttir sem rekur Blómabúðina í
portinu við Nýbýlaveg 8 í Kópa-
vogi. Segja má að öll starfsemi vest-
ast á Nýbýlaveginum gangi nú í
endurnýjun lífdaga. Þarna voru áð-
ur höfuðstöðvar Toyota á Íslandi,
en eftir að sú starfsemi var flutt er
allt að lifna við aftur með fjöl-
breyttum verslunum, veitinga-
stöðum, hönnunarbúðum og fleiru
slíku.
„Ég sé hér fyrir mér bjarta tíð
með blóm í haga. Er spennt fyrir
framtíð Portsins sem býður upp á
óendanlega möguleika og hér eru
ennþá laus rými fyrir áhugaverða
starfsemi,“ segir Jóhanna.
Fylla með sumarblómum
Framundan eru blómlegir dagar,
í bestu merkingu þeirra orða.
Bóndadaginn er nýafstaðinn. Val-
entínusardagurinn, sem er banda-
rískur að uppruna, er 14. febrúar
og konudagurinn 23. „Og svo tel ég
dagana þangað til hægt verður að
fylla allt með sumarblómum,“ segir
Jóhanna, blómaskreytir og kaup-
maður til 10 ára. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Bros Sé fyrir mér bjarta tíð með blóm í haga, segir Jóhanna Einarsdóttir.
Nú eru blómlegir
dagar framundan
Nýbýlavegurinn í endurnýjun lífdaga
Benedikta Br. Alexandersdóttir
benedikta@mbl.is
Þrjár listakonur voru útnefndar
bæjarlistamenn Kópavogs á síðasta
ári. Þær Þuríður Blær Jóhanns-
dóttir, Tinna Sverrisdóttir og Salka
Sól Eyfeld sem skipa rapp-
hljómsveitina Tazmaníu gerðu
samning um að taka þátt í fræðslu-
og menningarstarfi skólabarna síð-
astliðið haust og í vor. Lista- og
menningarráð hefur útnefnt heið-
urslistamann á afmælisdegi bæj-
arins frá árinu 1988. Í fyrsta sinn
voru bæjarlistamenn valdir sam-
hliða. Með síðarnefnda valinu er
verið að hampa ungu og efnilegu
listafólki og gefa því kost á að miðla
list sinni og sköpun til skólabarna.
Tvær listakvennanna eru uppaldar í
Kópavogi en allar eru þær leikkonur
að mennt.
Þuríður Blær, sem er betur
þekkt sem Blær, segir hljómsveit-
armeðlimina hafa fengið frelsi til
þess að ákveða sjálfar hvað þær
vildu gera með skólabörnunum í
samráði við bæjaryfirvöld. „Okkur
langaði að hitta alla 10. bekkinga í
Kópavogi og ræða við þau um mál-
efni sem væru þeim hugleikin og
halda rappnámskeið,“ segir Blær.
Listakonurnar voru forvitnar um að
kynnast málefnum sem brunnu á
efstu bekkingum að sögn Blær. „Þó
það séu ekkert mjög langt síðan við
vorum í 10. bekk þá finnum við fyrir
miklum mun á milli kynslóðanna.
Það hafa orðið miklar tækni-
framfarir á stuttum tíma og krakk-
arnir eru því að takast á við hluti
sem við þurftum ekki að gera. Þessi
kynslóð elst upp við internetið,
tölvuleiki, snjallsíma og þykir eðli-
legt að taka sjálfsmynd á hverjum
degi. Við vorum því spenntar að
kynnast krökkunum og þetta hefur
Heiður Ármann Kr. Ólafsson og Karen E. Halldórsdóttir ásamt bæjarlistamönnum og heiðurslistamanni Kópavogs.
Upprennandi listamenn
rappa um loftræstirör
Bæjarlistakonurnar í Tazmaníu kenna unglingum að rappa
Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is
BOURGIE
Hönnun: Ferruccio Laviani