Morgunblaðið - 30.01.2015, Síða 21
Í átta vikna ferðalagi blaðamanna Morgunblaðsins um
hverfin í Reykjavík og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu
er fjallað ummannlíf og menningu, atvinnulíf og opinbera
þjónustu, útivist og umhverfi og skóla og skipulag með
sérstakri áherslu á það sem einkennir hvern stað.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015
Vífilsfell er bæjarfjall Kópavogs.
Fyrir liðlega ári var efnt til kosn-
ingar um þetta á vef bæjarins og
68% 177 þátttakenda nefndu fjall-
ið, sem nefnt er eftir Vífli sem var
einn þræla landnemans Ingólfs
Arnarsonar. Aðrir sem kusu nefndu
t.d. Bláfjöll og Víghól. Vífilfell blasir
við af Sandskeiði og er á hægri
hönd þegar ekið austur fyrir fjall.
Það er nær austast í landi Kópa-
vogs og ekki langt frá landamærum
bæjarins og Árnessýslunnar.
Víðsýnt er af Vífilsfelli sem 655
metra hátt. Greiðgengt er á fjallið,
en þá er arkað upp frá gryfjum sem
eru við fjallið norðanaustanvert. Sú þumalputtaregla gildir að gefa sér tvo til
þrjá tíma í ferðalagið. Allar frekari upplýsingar um fjallið er annars að finna á
vifilsfell.is, ágætum vef sem fór í loftið fyrir rúmu ári fyrir tilstilli Sigurðar
Sigurðarsonar útivistarmanns.
Víðsýnt er af bæjarfjallinu
Vífilsfell Fjarlægðin gerir fjöllin blá.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sextíu ára afmæli Kópavogsbæjar
verður fagnað í vor, 11. maí. Afmæl-
isnefnd leggur nú á ráðin um fjöl-
breytta afmælisdagskrá.
„Við hyggjumst bjóða Kópa-
vogsbúum upp á glæsilega tónleika
og fleiri viðburði. Afmæli Kópavogs
mun ekki fara framhjá íbúum og von-
andi mæta sem flestir á viðburðina.
Svona nokkuð er kjörið tækifæri fyrir
íbúa að hittast og tengjast bæjar-
félaginu sterkari böndum,“ segir Ár-
mann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.
Kópavogsbær fékk kaupstaðarrétt-
indi 1955 en Kópavogshreppur var
stofnaður 1948. Þá voru íbúar 900.
Afmælishátíð í maímánuði
Hvammar Í Kópavogi fyrir 40 árum.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Theódór Júlíusson leikari var útnefndur heið-
urslistamaður Kópavogs árið 2014. Lista- og menn-
ingarráð Kópavogsbæjar útnefndu leikarann en Ár-
mann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, og Karen E.
Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs,
afhentu heiðurslistamanninum kantalúpu Gerðar
Helgadóttur sem er táknræn gjöf bæjarins til heið-
urslistamanna. Með útnefningunni vildi lista- og
menningarráð sýna Theódóri þakklæti fyrir ómet-
anlegt ævistarf sem hefur auðgað menningar- og
listalíf bæjarbúa og landsmanna.
Theódór er fæddur 21. ágúst árið 1949 á Siglufirði þar sem hann
ólst upp. Hann lauk Diploma í leiklist frá The Drama Studio London
og hefur meðal annars starfað hjá Leikfélagi Akureyrar og Borgarleik-
húsinu, og leikstýrt og leikið í útvarpsleikritum og sjónvarps- og kvik-
myndum. Theódór hefur þrisvar verið tilnefndur til Grímuverðlauna en
auk þess hefur hann hlotið verðlaun sem besti leikarinn á kvik-
myndahátíðinni Eurasia í Kazakstan og kvikmyndahátíðinni í Sao
Paulo. Árið 1990 fluttist hann ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Stef-
ánsdóttur, og börnum á Þinghólsbraut í Kópavogi þar sem þau hjón
hafa verið allar götur síðan.
HEIÐURSLISTAMAÐUR
Theódór Júlíusson
Auðgar listalíf bæjarbúa
verið lærdómsríkt fyrir okkur,“ seg-
ir Blær.
Blær segir krakkana og skóla-
yfirvöld hafa tekið þeim opnum
örmum. „Við vorum dálítið smeykar
um hver viðbrögðin yrðu því við vor-
um að biðja krakka um að skapa
eitthvað sem þau höfðu kannski
aldrei gert áður. Við fengum að vera
einar með krökkunum sem hjálpaði
þeim að opna sig fyrir okkur. Þann-
ig gátum við fundið út hvað þeim
fannst áhugavert. Þetta var líka
ákveðið tækifæri fyrir krakkana til
þess að setja egóið til hliðar og gera
sig að fífli fyrir framan bekkjar-
félagana,“ segir Blær. Á rapp-
námskeiðinu sömdu krakkarnir svo
erindi og viðlag eftir því sem var
þeim hugleikið. „Í fyrsta skólanum
sem við fórum í voru búningsklefar
innblástur að textanum en strák-
arnir voru mjög uppteknir af því að
í búningsklefa stelpnanna væri loft-
ræstirör. Stelpurnar bentu þá á að í
búningsklefa strákanna væri stærri
spegill. Við skiptum þeim því í þrjá
hópa; strákahóp og stelpnahóp sem
töldu hitt kynið hafa það betra og
sömdu sitt erindið hvor, og hlut-
lausan hóp sem var sama um bún-
ingsklefana og samdi því viðlagið,“
útskýrir Blær.
Sprengja eftir nokkur ár
Blær segir mikilvægt að gefa
krökkum tækifæri til þess að vera
skapandi og gera mistök. „List get-
ur verið feimnismál á þessum aldri
og þykir ekki alltaf kúl. Það eru ein-
hverjir sem ná ekki að pluma sig í
kjarnafögunum en eru góðir í ein-
hverju allt öðru án þess að gera sér
grein fyrir því. Það er gott fyrir þá
að fá tækifæri til þess að gera eitt-
hvað skapandi í grunnskóla og fá
viðurkenningu fyrir það,“ segir
Blær. Þá segir hún Kópavog eiga
marga upprennandi listamenn.
„Þessir krakkar eru búnir að kenna
okkur svo mikið. Ég held að það eigi
eftir að verða sprengja eftir nokkur
ár þegar allir þessir krakkar koma í
sviðsljósið og láta ljós sitt skína.“
Flottar Listakonurnar í Tazmaníu halda áfram að heimsækja 10. bekkinga.
Starfsemi í Smáralind mun eflast á
næstu misserum og svæðið verður
æ fastara í sessi sem miðja höf-
uðborgarsvæðis. Þetta segir Sturla
Eðvarðsson,
framkvæmda-
stjóri versl-
unarmiðstöðv-
arinnar. Mjög
munar um starf-
semi í norð-
urturni Smára-
lindar, sem nú er
verið að reisa,
háhýsi þar sem
allt að 500
manns munu starfa. Atvinnu-
starfsemi við Dalveg verður æ öfl-
ugri og 2.000 manna byggð í Glað-
heimum og Smárabyggð mun að
sjálfsögðu hafa mjög góða áhrif á
Smáralind, að mati kunnugra.
„Svæðið liggur vel við umferð-
aræðum og leiðin er greið. Við
höfum kannað hvaðan við-
skiptavinir okkar koma, Smáralind
er greinilega ofarlega á blaði t.d.
hjá Suðurnesjamönnum, Hafnfirð-
ingum, Garðbæingum, Breið-
holtsbúum og svo að sjálfsögðu
Kópavogsbúum,“ segir Sturla.
Markaðurinn er síkvikt afl og
þess sér stað í Smáralind að því
leyti að fyrirtæki og verslanir
koma og fara. „Þessi hreyfing er
mjög eðlileg. Hér eru í kringum
100 verslanir. Starfsemi sumra
þeirra gengur vel og önnur síður.
Slíkt er mjög eðlilegt; þetta rokkar
á kannski 2-3 verslunum á ári sem
koma nýjar í stað þeirra sem
fara,“ segir Sturla og bætir við að
ný og áhugaverð fyrirtæki hafi
komið inn í Smáralind að und-
anförnu; það eru meðal annars
tískuvöruverslanirnar Kasual og
Comma, snyrivöruverslunin Cool-
cos og A4 sem selur ritfanga-,
föndur- og skrifstofuvörur.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Þórður
Margmenni Útsölur og fleiri slíkir viðburðir í Smáralind eru fjölsóttir.
Smáralind styrkist
Verslanir koma og fara Mjög munar
um norðurturn Suðurnesjamenn mæta
Sturla
Eðvarðsson
SPORT
MARKAÐUR
OPIÐ: MÁN. - FÖS. KL. 12 - 18 - LAU. KL. 12-16
ALLT AÐ
80% AFSLÁTTUR!
SPORTÍS
MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS
FLOTT ÚRVAL OG FLOTT VERÐ!
KOMDU ÞÉR Í GÍRINN