Morgunblaðið - 30.01.2015, Page 24

Morgunblaðið - 30.01.2015, Page 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Verð fr á KAI eru: • Japanskir hágæða hnífar sem hafa verið framleiddir í yfir 100 ár • Gerðir úr hágæða stáli • Yfir 23.000 hnífar seldir á Íslandi • Hnífar fyrir fagmanninn jafnt sem áhugamanninn Hágæða hnífar SEKI MC Shun Prem iere Pure coma chi 2 Wasabi Bla ck 2.250 kr. Shun Allt fyrir eldhúsið Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–17, laugard. kl. 11-14. Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Vísindamenn sem rannsaka ebólu- faraldurinn í Gíneu segja vírusinn hafa stökkbreyst. BBC, breska rík- isútvarpið, greinir frá þessu. Aðrar sambærilegar rannsóknir sem gerð- ar voru í Síerra Leóne á fyrstu 24 dögum eftir að ebólufaraldurinn breiddist út sýndu að ebólan stökk- breyttist mikið. Á Pasteur-rannsóknarstofnuninni í Frakklandi er verið að rannsaka hvort ebólan sé orðin meira smit- andi. Í heildina hafa meira en 22 þús- und manns smitast af ebólu og yfir 8,810 hafa samtals dáið í Afríkulönd- unum Gíneu, Síerra Leóne og Líb- eríu. Vísindamenn greina nú blóðsýni úr hundruðum sjúklinga sem hafa smitast af ebólu í Gíneu til frekari rannsókna. Þeir rannsaka m.a. hvernig vírusinn breytist og kanna hvort hann smitist á auðveldari hátt á milli manna. Vírusinn breytist hratt „Það sem við vitum er að vírusinn breytist mjög hratt,“ segir Anavaj Sakuntabhai, doktor í mannerfða- fræði við Pasteur-rannsóknarstofn- unina í Frakklandi. „Þessi vitneskja er mikilvæg, hvort tveggja fyrir greiningu á nýj- um tilfellum og við meðferð. Við verðum að vita hvernig vírusinn breytist svo við getum haldið í við óvininn,“ segir Sakuntabhai. Það er ekki óalgengt að vírus breytist. Ebóla er vírus af RNA- stofni líkt og HIV og inflúensa. Mikl- ar líkur eru á að þessar gerðir af vír- us stökkbreytast. Það gerir vírusinn mun hæfari til að aðlagast og einnig aukast líkurnar á að hann verði meira smitandi. „Við sjáum nokkur tilfelli þar sem fólk er smitað af ebólu en hefur eng- in sjúkdómseinkenni. Þetta fólk gæti mögulega verið það sem gæti breitt út vírusinn, en við erum þó ekki al- veg viss. Vírusinn getur breyst frá því að vera ekki eins lífshættulegur yfir í að verða meira smitandi og það óttumst við,“ segir Sakuntabhai. Jonathan Ball, prófessor í veiru- fræði við Háskólann í Nottingham, bendir á að það sé enn óljóst hvort fleiri í þessum faraldri en í þeim sem hafa geisað áður séu smitaðir af veir- unni en sýni ekki einkenni sjúkdóms- ins. Hann segir erfitt að fullyrða um slíkt. Smitleiðin gæti breyst Til að smitast af ebólu þarf að komast í snertingu smitaðan ein- stakling. Ebóla smitast ekki með lofti. „Þó að smitleiðin sé með þess- um hætti núna þá geta vísindamenn ekki fullyrt að það eigi ekki eftir að breytast. Kannski gerist það,“ segir Noel Tordo, veirufræðingur við Pas- teur-stofnunina í Frakklandi. Tordo segir að enn sé margt órannsakað varðandi ebólu og því ekki hægt að fullyrða hvernig hún eigi eftir að haga sér. Um 40% þeirra sem smitast af ebólu lifa það af. Vísindamenn í París binda vonir við að rannsókn á þeim einstaklingum eigi eftir að veita svör við því hvers vegna sumir lifa af en aðrir ekki. Við stofnunina er unnið að því að þróa tvenns konar bóluefni við ebólu. Í lok ársins er reiknað með að hægt verði að prófa bóluefnið á fólki. Felur sig í náttúrunni „Þessi tiltekni ebólufaraldur getur dvínað eða horfið en við eigum ein- hverntíma eftir að kljást við annan ebólufaraldur. Það er vegna þess að þessi tiltekni vírus felur sig í nátt- úrunni, t.d. í litlum dýrum og fólki stafar hætta af því í framtíðinni,“ segir James Di Santo, prófessor í ónæmisfræði við stofnunina. Hann segir lausnina felast í bólu- setningu á heimsvísu og bætti við að ebólufaraldurinn væri verkefni sem allur heimurinn þyrfti að leysa og ekki eingöngu vandamál Afríku. Þó nýgreindum ebólutilfellum hafi fækkað um þriðjung í þeim löndum Afríku sem hafa orðið verst úti þá þýðir það hins vegar ekki að tökum hafi verið náð á faraldrinum. Þetta sagði David Nabarro hjá Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni (WHO) við AFP-fréttaveituna í vikunni. Hann sagði ennfremur að margt væri hægt að læra af þeim aðstæðum sem hafa komið upp og viðurkenndi að mistök hefðu átt sér stað þar sem gripið hefði verið of seint til aðgerða. Ebólan hefur stökkbreyst og gæti breyst frekar  Ebólan breytist hratt  Hafa ekki náð tökum á faraldrinum þó að færri greinist AFP Ebóla Bóluefni gegn ebólu er í þróun og verður líklega tilbúið í lok árs. Malasíska ríkisstjórnin gaf formlega út að hvarf vélar Malaysian Airline, MH370, hefði verið slys og að enginn hefði lifað af, AFP greinir frá. Ekkert brak úr vélinni og engin lík hafa fundist. Vélin hvarf 8. mars 2014. Hún var á leið frá Kuala Lumpur til Peking. Yfirvöld segja að flaksins sé enn leitað, en að í gær hafi allir sem voru um borð, 239 manns, formlega verið úrskurðaðir látnir. Enn er ekki vitað með vissu hvað varð um vélina. Þó er talið líklegast að hún hafi hrapað í sunnanvert Ind- landshaf. Azharuddin Abdul Rahman, flug- málastjóri í Malasíu, hvatti aðstand- endur til að halda áfram, „það er mikilvægt fyrir fjölskylduna sem eftir lifir að reyna að lifa eðlilegu lífi“. Með því að úrskurða alla sem voru um borð látna er hægt að greiða út bætur til aðstandenda fórnarlamb- anna. Talsmaður malasíska flug- félagsins sagði að haft yrði samband við fjölskyldur þeirra sem létust svo hægt yrði að greiða þeim réttmætar dánarbætur. Margir aðstandendur lýstu yfir efasemdum um að þetta væri sann- leikanum samkvæmt og hafa vænt, stjórnvöld og flugfélagið um lygar. AFP Flugslys Fjölskylda eins farþegans sem fórst með flugvélinni MH370. Hvarf malasísku flug- vélarinnar var slys Höfuðkúpa sem fornleifafræð- ingar fundu í Ísr- ael gæti varpað ljósi á flutninga mannkynsins frá Afríku fyrir 60 þúsund árum. Flutningar mannsins frá Afríku urðu til þess að mann- kynið dreifðist um allan hnöttinn og varð einnig til þess að Neander- thalsmaðurinn dó út. Höfuðkúpan fannst í Manot-helli og er talin vera 55 þúsund ára göm- ul. Hún gæti mögulega tilheyrt fyrsta brottflutta Afríkumanninum. Þetta kemur fram í nýjasta hefti tímaritsins Nature, BBC, breska ríkisútvarpið, greinir frá þessu. Fyrsti brottflutti Afr- íkubúinn fundinn? Hauskúpan sem fannst í hellinum. ÍSRAEL Að minnsta kosti tveir létust þegar öflug gassprengja sprakk við barnaspítala í Mexíkó, 54 slösuðust til viðbótar, þar af 22 börn, að sögn stjórnvalda í Mexíkó. AFP greinir frá. Slökkviliðsmenn náðu að koma fólki úr byggingunni áður en hluti hennar hrundi til grunna. Óléttar konur, nýburar og börn eru á spít- alanum. Annar hinna látnu var kona sem fannst í rústunum. Stjórnvöld telja ekki ólíklegt að fleiri eigi eftir að finnast þar. Talið er að um 40% spítalans hafi eyðilagst. Létust í gasspreng- ingu í barnaspítala Gassprengja Hlúð að særðum. MEXÍKÓ 8,810 Hafa látist af völdum ebólu 3.686 í Líberíu 3.199 í Síerra Leóne 1.910 í Gíneu DAUÐSFÖLL »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.