Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015
Félags- og mannvís-
indadeild Háskóla Ís-
lands hefur auglýst há-
degisfund í stofu 101 í
Odda í dag, föstudaginn
30. janúar, þar sem
Gísli Pálsson mann-
fræðingur og fleiri
kynna bók, sem Gísli
ritstýrði ásamt Banda-
ríkjamanni, Gambling
Debt. Iceland’s Rise
and Fall in the Global
Economy. Ég hef ekki tök á því
vegna rannsókna erlendis að sækja
fundinn, en ég hef lesið bókina. Í
henni er hvellur reiðitónn, sem fer
illa í vísindariti, en rómverski sagn-
ritarinn Tacitus sagði forðum, að
segja ætti sögur „sine ira et studio“,
án reiði og ákafa.
Gísli Pálsson vísar í inngangi til
frægrar lýsingar á „hversdagslegri
mannvonsku“ Adolfs Eichmanns og
bætir við: „Yet Eichmann and his li-
kes were not just following orders;
they passionately believed in the
cause and the system for which they
worked. Neoliberalism is just as ba-
nal. We argue that the ideology of
neoliberalism, with its powerful cult-
ural revolution that started in the
United States (Doukas 2003) and
culminated in the Shock Doctrine
(Klein 2007), its intense and incess-
ant propaganda machine (Durren-
berger and Erem 2010), and the as-
cent of the Chicago School
economists and the formulation of
neoliberalism as a coherent doctrine,
is a historical parallel: It seems
normal, no one seems responsible,
and everyone is simply obeying or-
ders.“
Eitt sinn var sagt, að deilum ætti
að hætta, þegar nasisminn væri
dreginn inn í þær, en Gísli Pálsson
byrjar beinlínis árás sína á frjáls-
hyggju með því að líkja henni við nas-
isma. Eichmann og lagsbræður hans
myrtu ekki aðeins sex milljónir Gyð-
inga í útrýmingarbúðum, heldur hófu
líka mannskæða heimsstyrjöld. Var
Eichmann hengdur í Jórsölum fyrir
ódæði sín. Gísli segir fleira ótrúlegt í
inngangi sínum. Hann talar (bls.
xviii) um „Icelandic bandit-
financiers“ og kveður (bls. xix) Geir
Haarde forsætisráðherra hafa með
sjónvarpsávarpi í bankahruninu
„been reduced to a prophet and a
clown“. Hann segir (bls. xxii), að
Ragnar Árnason prófessor sé „clo-
sely affiliated with the Boat Owners’
Association“ (og hefði þá átt að geta
þess, að Þór Saari alþingismaður
hlaut dóm fyrir svipaða aðdróttun,
sem talin var staðlaus). Svo mætti
lengi telja. Sæma þessar upphróp-
anir og aðdróttanir í vísindariti?
Furðulegar villur
Þótt Gísli Pálsson spari ekki stór-
yrðin í innganginum, hefur hann ver-
ið naumari á tíma í yfirlestur. Í bók-
inni eru furðulegar villur. Til dæmis
kennir Gísli sjálfur (tvisvar á bls.
xxii) skýrslu um siðferði fyrir banka-
hrun við Árnason, Nordal og „Ást-
geirsson“, en eflaust er um að ræða
Kristínu Ástgeirsdóttur. Kristín
Loftsdóttir segir (bls. 6), að Ísland
hafi verið hluti danska konungsrík-
isins til 1944, en Ísland varð fullvalda
konungsríki 1918. Hún segir líka (bls.
13), að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi
nefnt snekkju sína Viking. En Jón
Ásgeir nefndi lystisnekkju sína 101.
Hann viðurkenndi aldrei að hafa átt
bátinn Thee Viking, og fyrirtæki ann-
ars manns var skráð fyrir henni, eins
og alræmt varð. Örn D. Jónsson seg-
ir (bls. 29), að bankarnir hafi verið
seldir 1998–2003. En Útvegsbankinn
var seldur 1990, þegar Íslandsbanki
var stofnaður.
Það hlýtur einnig að valda ruglingi
erlendra lesenda, sem bókin er ætl-
uð, að orðið „Central Bank of Ice-
land“ er þar ýmist haft um Seðla-
bankann, eins og rétt er, eða
Landsbankann. Til dæmis kynnir
Már Mixa (bls. 38) til sögunnar „The
main investor of the
Central Bank of Ice-
land“. Hann hlýtur að
eiga við Landsbankann.
Már skrifar líka (bls.
43): „It became general
knowledge that being
associated with the In-
dependence Party en-
hanced one’s chances of
being hired at the Cent-
ral Bank of Iceland, as
was the case with a
former director of the
Independence Party
becoming one of the
bank’s board members.“ Þótt Már
eigi eflaust aftur við Landsbankann,
er setningin illskiljanleg. Hann telur
setu fyrrverandi framkvæmdastjóra
Sjálfstæðisflokksins, Kjartans Gunn-
arssonar, í bankaráði Landsbankans
vera dæmi um, að sjálfstæðismenn
gætu vænst þess umfram aðra að
vera ráðnir til bankans. En Kjartan
var ekki ráðinn til bankans. Hann var
einn stærsti einstaki hluthafinn í
bankanum að undanteknum Björg-
ólfsfeðgum. Og Már hefði mátt geta
þess, að aðalráðgjafi Björgólfsfeðga í
fjölmiðlamálum var varaþingmaður
Samfylkingarinnar, Ásgeir Frið-
geirsson.
Vilhjálmur Árnason gerir svipaða
villu. Hann segir (bls. 48), að Davíð
Oddsson hafi verið formaður banka-
ráðs Seðlabankans. En hann var það
ekki, heldur formaður bankastjórn-
arinnar, sem bankastjórarnir þrír
skipuðu. Vilhjálmur kallar líka (bls.
55) Danske Bank „the Danish Cent-
ral Bank“. En Danske Bank var
einkabanki, sem danski seðlabankinn
varð raunar að bjarga frá falli haustið
2008 með lánsfé frá bandaríska seðla-
bankanum.
Fáránlegasta staðhæfingin í bók-
inni er þó sennilega frá Dimitra Dou-
kas, sem segir um íslensku láns-
fjárbóluna (bls. 218): „The bubble
started with the „virtual fish“ of the
ITQ system, a so-called market-
based solution that was born from
the fevered brow of a neoliberal eco-
nomist in British Columbia.“ Ís-
lenska kvótakerfið myndaðist við
reynslu happa og glappa, ekki í koll-
inum á neinum hagfræðingi. Kvótum
var fyrst úthlutað í síld 1975, og urðu
þeir brátt framseljanlegir. Þannig
varð kerfið sveigjanlegra. Síðan var
kvótum úthlutað í loðnu, og hið sama
gerðist, að þeir urðu framseljanlegir
eftir nokkur ár. Í botnfiski var um
skeið reynt að takmarka sóknina með
leyfilegum veiðidögum (sókn-
arkvóta), en það gafst illa, því að þá
hófst kostnaðarsamt kapphlaup um
að veiða eins mikið og mögulegt var
þessa leyfilegu daga. Þess vegna var
tekið upp sambærilegt kerfi afla-
kvóta í botnfiski 1984 og hafði áður
myndast í uppsjávarfiski, síld og
loðnu. Heildarlög voru sett um kvóta
í öllum fiskistofnum 1990, og urðu
þeir þá framseljanlegir án verulegra
takmarkana. Íslenskir hagfræðingar,
aðallega Rögnvaldur Hannesson og
Ragnar Árnason (sem þá voru einu
fiskihagfræðingar okkar), veittu
vissulega ráðgjöf um þessi lög og
hvöttu til þess, að kvótar yrðu fram-
seljanlegir og varanlegir, enda er það
besta ráðið til að tryggja hagkvæmni.
Samtímis myndaðist slíkt kerfi á
Nýja Sjálandi, og hafa kvótar síðan
víða verið teknir upp í fiskveiðum.
Ekkert orsakasamband
Aðferðin í þessari bók er einföld.
Hún er að hrúga saman ýmsum hug-
myndum, sem höfundum er í nöp við,
og kalla einu nafni orsök, en lýsa síð-
an bankahruninu sem afleiðingu
þessara hugmynda. Ein hugmyndin,
sem höfundum er meinilla við, er, að
kvótakerfið sé hagkvæmt. Þeirri
hugmynd til stuðnings má þó nefna
þá einföldu staðreynd, að íslenskur
sjávarútvegur er í senn sjálfbær og
arðbær, en víðast annars staðar eru
fiskveiðar reknar með tapi og stór-
kostlegum opinberum styrkjum. Og
fráleitt er að kalla kvótakerfið eina af
orsökum bankahrunsins. Það mynd-
aðist árin 1975–1990 og hafði náð
þroska um miðjan tíunda áratug. Hin
alþjóðlega lánsfjárkreppa skall hins
vegar á 2007 og var vitanlega ekki
kvótakerfinu að kenna. Íslensku
bankarnir féllu, af því að allar lána-
línur til þeirra lokuðust og áhlaup var
gert á innstæður. Enginn banki
stenst það, enda hefðu erlendir stór-
bankar eins og RBS í Skotlandi, UBS
í Sviss og Danske Bank í Danmörku
fallið, hefðu seðlabankar þessara
landa ekki með stuðningi bandaríska
seðlabankans og annarra aðila bjarg-
að þeim. Bankarnir íslensku höfðu
hins vegar vaxið svo hratt, að það var
íslenska ríkinu einu og óstuddu um
megn að bjarga þeim.
Úrslitum réð, að íslenska seðla-
bankanum var neitað um sömu lausa-
fjárfyrirgreiðslu erlendis og allir aðr-
ir seðlabankar fengu. Jafnframt
lokaði ríkisstjórn breska Verka-
mannaflokksins breskum bönkum í
eigu Íslendinga, um leið og hún
bjargaði öllum öðrum breskum bönk-
um, og síðast, en ekki síst, setti þessi
stjórn hryðjuverkalög á Ísland, ekki
aðeins á Landsbankann, heldur líka
Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið.
Vegna skeytingarleysis Bandaríkja-
manna og fólsku bresku stjórn-
arinnar breyttist fyrirsjáanleg
kreppa í hrun. En nú er komið í ljós,
að bresku bankarnir tveir í eigu Ís-
lendinga, KSF og Heritable Bank,
áttu vel fyrir skuldum. End-
urheimtur í búum bankanna eru líka
betri en búist var við.
Verst er höfundum bókarinnar við
frjálshyggju, sem þeir kalla jafnan
„nýfrjálshyggju“. Hún er að þeirra
sögn meginorsök bankahrunsins.
Vissulega jókst atvinnufrelsi á Ís-
landi verulega árin 1991–2004, eins
og ég benti á í Wall Street Journal
2004 og Gísli Pálsson vitnar til í inn-
gangi. Samkvæmt alþjóðlegum mæl-
ingum á atvinnufrelsi var íslenska
hagkerfið hið 13. frjálsasta af 130
hagkerfum árið 2004. En það merkir,
að tólf hagkerfi voru þá frjálsari, þar
á meðal Singapúr, Hong Kong, Sviss,
Bretland, Bandaríkin, Nýja Sjáland,
Ástralía, Eistland og Lúxemborg. Ef
aukið atvinnufrelsi var ástæðan til
bankahrunsins, hvers vegna koll-
steyptust þá ekki hagkerfi þessara
landa í hinni alþjóðlegu láns-
fjárkreppu? Höfundar þessarar bók-
ar líta fram hjá annarri staðreynd:
Regluverkið á íslenska fjár-
málamarkaðnum var hið sama og á
fjármálamörkuðum í öðrum aðild-
arríkjum Evrópska efnahagssvæð-
isins. Hvers vegna kollsteyptust þá
ekki hagkerfi þessara landa?
Þó er kaldhæðnislegur sannleiks-
kjarni í þeirri kenningu, að banka-
hrunið hafi verið sök frjálshyggj-
unnar. Markaðskapítalismi áranna
1991–2004 skilaði svo miklum ár-
angri, að orðspor Íslands snarbatn-
aði. Þetta góða orðspor smitaði út frá
sér til íslensku bankanna, svo að þeir
fengu aðgang að ódýru lánsfé um all-
an heim. Þegar sást síðan til stærsta
skuldunautar bankanna kaupóðs er-
lendis, með sítt hár og í leðurjakka,
ýmist á einkaþotu eða lystisnekkju,
versnaði orðspor íslensku bankanna,
og það smitaði út frá sér til íslenska
ríkisins, sem kom hvarvetna að lok-
uðum dyrum haustið 2008.
Klíkukapítalisminn 2004–2008
Bókarhöfundar leggja alla íslenska
kaupsýslumenn og bankastjóra að
jöfnu. En í skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis kemur skýrt
fram, að hóparnir þrír, sem nefndin
greindi í atvinnulífinu, voru mis-
jafnir. Baugsklíka Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar skuldaði miklu meira en
aðrir hópar, eins og sést hér á línurit-
inu, og hún skuldaði, ólíkt þeim, í öll-
um bönkunum. Hennar vegna varð til
sérstök og sjálfstæð kerfisáhætta. Í
skýrslu rannsóknarnefndarinnar er
líka rakið, hvernig Baugsklíkan faldi
eignarhald sitt á fyrirtækjum með
flóknum gerningum. Aðrir gerðu
vissulega ýmislegt svipað, en enginn
gekk eins langt og þessi klíka. Höf-
undarnir líta líka fram hjá því, að
Baugsklíkan var miklu öflugri í krafti
fjölmiðlaveldis síns og aðgangshörku
en aðrir hópar kaupsýslumanna. Hún
fékk jafnvel forseta Íslands til að
hafna fjölmiðlalögunum 2004, en
hvergi er á þau minnst í bókinni. Þá
höfðu þeir Gísli Pálsson og félagar
tækifæri til að andæfa. Hvers vegna
þögðu þeir? Baugsklíkan þoldi öðrum
ekki ádeilur. Þeir blaðamenn, sem
birtu óþægilegar fréttir um hana,
voru umsvifalaust reknir, og tveir
einstaklingar úr Baugsfjölskyldunni
gengu jafnvel eitt sinn á fund há-
skólarektors til að krefjast þess, að
ég yrði rekinn úr prófessorsembætti
fyrir gagnrýni á hana. Jafnframt
greiddi þessi klíka fjölda rithöfunda
fyrir regluleg skrif í blöðum hennar,
til dæmis Þorvaldi Gylfasyni, Guð-
mundi Andra Thorssyni og Hallgrími
Helgasyni. Þegar Jón Ásgeir Jó-
hannesson sætti lögreglurannsókn,
kváðu Baugspennarnir hana póli-
tíska. Svo sannarlega var annarlegt
andrúmsloft á Íslandi árin 2004–
2008, þegar klíkukapítalismi hafði
leyst markaðskapítalismann af hólmi,
en í þessa bók er lítinn fróðleik um
það að sækja.
Þessi bók einkennist ekki aðeins af
reiði, heldur líka yfirlæti. Örn D.
Jónsson kallar (bls. 30) íslensku
bankamennina „a bunch of ama-
teurs“. En ef ævintýri Peters Straa-
rups í Danske Bank, Sir Freds Go-
odwins í RBS og Marcels Ospels í
UBS eru skoðuð, þá blasir við, að
þessir „þaulreyndu“ bankamenn
voru ekki hótinu skárri. Enginn ís-
lensku bankanna lenti þrátt fyrir allt
í verulegum erfiðleikum vegna undir-
málslánanna bandarísku. Enginn
þeirra tók þátt í peningaþvætti eða
hagræðingu LIBOR-vaxta. Enginn
þeirra var staðinn að því eins og UBS
að eyða skjölum um reikninga látinna
gyðinga. Auðvitað fóru íslensku
bankamennirnir allt of geyst, meðal
annars af því að þeir létu Baugsklík-
una teyma sig út í ófæru. En það er
engin skýring, heldur aðeins klifun
(tautology) að segja, að mistök séu
gerð, af því að mennirnir, sem gerðu
þau, séu mistækir. Bankahrunið varð
ekki vegna þess, að íslensku banka-
mennirnir væru aular eða af-
brotamenn. Það varð ekki heldur
vegna þess, að íslenska bankakerfið
væri of stórt: Bankakerfi Sviss, Skot-
lands, Lúxemborgar og Kýpur voru
svipuð að stærð hlutfallslega. Mun-
urinn var sá, að þeim var bjargað, en
hinu íslenska ekki.
Höfundar þessarar bókar reyna af
einkennilegum ákafa að gera lítið úr
Íslendingum. Þeir geta þess ekki, að
breskir ráðamenn sögðu hvað eftir
annað ósatt um Íslendinga, svo að
ekki sé minnst á fólskuverk þeirra.
Engar ólöglegar millifærslur reynd-
ust vera frá Lundúnum til Reykja-
víkur fyrir bankahrun. Íslenski fjár-
málaráðherrann sagði aldrei, að
Íslendingar myndu svíkja skuldbind-
ingar sínar, eins og Alistair Darling
hélt fram. Ísland var ekki gjaldþrota,
eins og Gordon Brown fullyrti. Þótt
höfundar þessarar bókar geri lítið úr
Íslendingum, gera þeir enn minna úr
sjálfum sér, ef þeir líkja frjálshyggju
við nasisma Adolfs Eichmanns.
Væntanlega kemur fram á fundinum
í dag, hvort ritstjórinn tali þar fyrir
hönd þeirra allra.
Eftir Hannes H.
Gissurarson
» Aðferðin í þessari
bók er einföld. Hún
er að hrúga saman ýms-
um hugmyndum, sem
höfundum er í nöp við,
og kalla einu nafni or-
sök, en lýsa síðan
bankahruninu sem af-
leiðingu þessara hug-
mynda.
Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
Höfundur er prófessor í stjórn-
málafræði í Háskóla Íslands og sat í
bankaráði Seðlabankans 2001–2009.
Reiðilestur í stað rannsóknar
Lánsfjárbólan var Baugsbóla
Heildarskuldir í millj. evra
31. 1. 2005 30. 9. 2008
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
Lán til Baugsklíkunnar
Lán til Exista-hópsins
Lán til Björgólfsfeðga og tengdra aðila
Samsett mynd.
Hóparnir þrír, sem nefndin greindi í atvinnulífinu, voru misjafnir.