Morgunblaðið - 30.01.2015, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 30.01.2015, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Talsmaður Isavia, Friðþór Eydal, sendi frá sér pistil í gær, 29.01. 2015, undir fyrirsögninni „Betri gögn – Vandaðra áhættumat“. Þar vísar hann til þess að ýmsir stjórn- málamenn hafi í gegnum tíðina gert sín í milli eitt og annað sam- komulag sem miðar að því að fækka flugbrautum á Reykjavíkurflugvelli. Ekki fylgir sögunni að gjarnan var það afleiðing afarkosta þar sem borgarstjórn veitti ríkisstjórn leyfi fyrir ákveðnum nauðsynlegum framkvæmdum á flugvellinum gegn loforði um fækkun flugbrauta. Slík hrossakaup með flugöryggi eru enn við lýði, þar sem heimild borg- arstjórnar til uppsetningar aðflug- sljósa við A/V flugbraut og felling trjáa sem skaga upp í öryggissvæði sömu brautar er skilyrt lokun á NA/SV flugbraut. Það er lítið gef- andi fyrir samkomulag sem þvingað er fram með slíkum afarkostum. Í desember 2013 sendi forstjóri Isavia frá sér skýrsluna „Afleið- ingar lokunar norðaustur suðvestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar fyrir sjúkraflug“. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar studdist við um- rædda skýrslu sem helsta stoðgagn til að hafna athugasemdum hags- munaaðila vegna breytinga á deili- skipulagi Reykjavíkurflugvallar, sem samþykkt var af borgarstjórn 1. apríl 2014 og strokar NA/SV flugbraut út af deiliskipulagi. Þetta væri ekki markvert nema fyrir það að umrædd skýrsla for- stjóra Isavia fjallar um „nothæf- isstuðul“, sem er skilgreint hugtak í reglugerð um flugvelli nr. 464/2007 og með hvaða hætti hann skuli reiknaður. Umrædd skýrsla fer al- gerlega á svig við forskrift reglu- gerðar, er því algerlega marklaust plagg og virðist aðeins framreidd til að styðja við pólitískan vilja meiri- hluta borgarstjórnar til að loka NA/ SV flugbrautinni. Umræddri skýrslu var harðlega mótmælt af Flugmálafélagi Íslands, Flugfélag- inu Mýflugi og Öryggisnefnd Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna. Svo fór að í apríl 2014 sendi for- stjóri Isavia bréf til skipulagsfull- trúa titlað „Staðreyndarvillur í um- sögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar: „Samantekt á athugasemdum vegna breytinga á deiliskipulagi Reykjavíkurflug- vallar“, 10. mars 2014“. Í bréfi þessu eru ýmsar rangfærslur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur- borgar leiðréttar, þó ekki rang- færslur forstjóra Isavia um nothæf- isstuðul. Hvað aðför talsmanns Isavia varðar að fagmennsku fulltrúa í upprunalegum áhættumatshópi áhrærir, þá byggist hún einnig á rangfærslum. Fullyrt er að Sam- göngustofa hafi gert alvarlegar at- hugasemdir við upprunaleg drög að áhættumati. Frá Samgöngustofu bárust athugasemdir í sjö liðum. Í lið 1 var beðið um starfsheiti og reynslu þátttak- enda svo unnt væri að meta hvort rétta þekkingin væri til staðar. Á því leikur enginn vafi að í hópn- um voru fulltrúar flugrekstaraðila, al- mannaflugs, flug- öryggisfulltrúar og flugstjórar með ára- tuga reynslu. Þá koma fimm liðir sem sneru að framsetn- ingu, skilgreiningum og gagnrýni á að vinnuleiðbeiningum sé ekki fylgt. Ábyrgð- araðili verkefnisins er Isavia, verkefnisstjóri starfsmaður þess og ferlið unnið í innan- hússkerfi þess. Loks segir orðrétt í lið 7: „Alvarleiki ör- yggisafleiðinga er metinn mikill í öllum númeruðum hættum, s.s. slys, mannslíf tapast eða búnaður/ tæki eyðileggjast. Þá eru líkur á slíkum atvikum metnar miklar. SGS kallar eftir frekari gögnum og rökstuðningi fyrir þessu mati, þ.e. tilvísunum í sambærileg eða töl- fræði.“ Einhugur var í hópnum um al- varleika öryggisafleiðinga, enda metinn samkvæmt fyrirlögðu verk- lagi. Alvarleiki afleiðinga er skil- greindur Slys, Mannslíf tapast og/ eða Búnaður/tæki eyðileggjast. Lík- ur eru ekki metnar miklar eins og fram kemur ranglega í athugasemd Samgöngustofu, heldur eru þær metnar Sjaldan, Ólíklegt en mögu- legt (hefur gerst einstaka sinnum). Samkvæmt meðfylgjandi áhættu- töflu 3 í kerfisverklagi Isavia (KV100 21-1) leiðir þetta til óásætt- anlegrar áhættu (sjá mynd). Á fundum áhættumatshópsins var þessi niðurstaða rökstudd með vísan í nýleg atvik, slys 2011 þar sem flugvél frá Flug- félag Íslands hlekktist á í lendingu í Nuuk. Blessunarlega varð ekki mannskaði en flugvélin, Dash 8, var ónýt eftir. Hitt atvikið var slys 2014 þar sem samskonar flugvél frá Greenland Air hlekktist á í lendingu í Ilullisat. Þrír einstaklingar hlutu minniháttar áverka, en flugvélin var ónýt. Þá segir í yfirlýsingu Isavia: „Hópnum tókst ekki að komast að nið- urstöðu um áhættu af breytingunni þar sem hagsmunaaðilar ve- fengdu nú þau ítarlegu gögn sem lögð höfðu verið fram.“ Þetta er einfaldlega rangt. Hið rétta er að hagsmunaaðilar voru ósáttir við einhliða túlk- un á niðurstöðum gagnanna. Hópurinn fékk aldrei að sjá hin ítarlegu gögn, þrátt fyrir að hafa beðið um þau á þeim fundi sem varð síðasti fundur áhættu- matshópsins. Þeirri bón var svarað af verkefnisstjóra Isavia með vísan í vefsíðu Isavia þar sem óska má eftir upplýsingum á grundvelli upp- lýsingalaga. Af framangreindu má ráða að téð yfirlýsing Isavia er lítt dulinn róg- burður á hendur þeim sem að upp- runalega áhættumatinu stóðu. Það er full ástæða til að benda á að framkvæmt var faglegt áhættumat af hópi sem samanstóð af fagaðilum úr flugrekstri auk starfsmanna Isavia. Unnið var samkvæmt við- urkenndu greiningarferli og komist að sameiginlegri niðurstöðu um að lokun á NA/SV flugbraut 06/24 hefði í för með sér óásættanlega áhættu gagnvart flugöryggi. Talsmanni Isavia svarað Eftir Sigurð Inga Jónsson » Yfirlýsing Isavia er lítt dulinn rógburð- ur á hendur þeim sem að upprunalega áhættumatinu stóðu. Sigurður Ingi Jónsson Höfundur er fyrrv. forseti Flugmála- félags Íslands og fulltrúi Fluggarða í áhættumatshópi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Spilað milli djúpra lægða um Súgfirðingaskálina Fjórða lota í keppni um Súgfirð- ingaskálina var spiluð milli djúpra lægða í byrjun þorra. Fimmtán pör mættu til leiks. Sveinbjörn Jónsson og Sigurður Ólafsson tóku risaskor, það hæsta sem náðst hefur í keppninni. Úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi en meðalskor er 156 stig. Sveinbjörn Jónsson - Sigurður Ólafsson. 208 Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 179 Finnbogi Finnbogas. - Magnús Jónss. 167 Rafn Haraldsson - Jón Sveinsson 159 Kristján Pálss. - Ólafur Karvel Pálss. 159 Flemming Jessen - Kristján Björnss. 159 Eðvarð Sturluson - Mortan Hólm 159 Heildarstaðan, meðalskor 624 stig. Hafliði Baldurss. - Árni Guðbjörnsson 696 Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálsson 686 Flemming Jessen - Kristján H. Björnss. 670 Rafn Haraldss. - Jón Sveinsson 661 Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 658 Sturla G. Eðvarðss. - Björn Guðbjss. 647 Næsta lota, sú fimmta verður spil- uð í byrjun góu, mánudaginn 23. febrúar. Gullsmárinn Spilað var á 13 borðum í Gull- smára mánudaginn 26. janúar. Úrslit í N/S: Viðar Valdimarsson - Óskar Ólason 308 Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 307 Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 296 Sigurður Björnss. - Halldór Jónss. 284 A/V: Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 311 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 310 Guðbj. Gíslad. - Sigurður Sigurðss. 293 Kristín G.Ísfeld - Óttar Guðmss. 293 Félag eldri borgara Rvík Mánudaginn 26. janúar var spil- aður tvímenningur á 14 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Efstu pör í N/S Björn Arnarson – Kolbrún Þórhallsd. 385 Kristín Guðmundsd. – Kristján Guðmss. 354 Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannsson 352 Björn Árnason – Auðunn R. Guðmss. 339 A/V Tómas Sigurjss. – Björn Svavarsson 369 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 368 Jón Þ.Karlsson – Björgvin Kjartanss. 343 Þorsteinn Bergmann – Axel Láruss. 337 Spilað er í Síðumúla 37. SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 21.01.15 - 27.01.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Ljónatemjarinn Camilla Läckberg Veislan endalausa Ragnar Freyr Ingvarsson Kamp Knox Arnaldur Indriðason DNA Yrsa Sigurðardóttir Bjór Stefán Pálsson Heilsubók Röggu nagla Ragnhildur Þórðardóttir Afturgangan Jo Nesbø Sveitin í sálinni Eggert Þór Bernharðsson Þín eigin þjóðsaga Ævar Þór Benediktsson Dagbók Kidda klaufa 6 Kaldur vetur Jeff Kinney

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.