Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.01.2015, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Það var sumarið 2013 að hann var staddur í yndislegu sumarleyfi á grísku eyjunni Krít. Í dýrð- legu yfirlæti í tilefni af þakkarverðum tíma- mótum ásamt ást- arenglinum sínum fagra og heittelskaða sem honum ungum var sendur til að fylgja honum eftir og vaka yfir, vernda og leiða. Fylla lífið innihaldi og var- anlegum tilgangi. Hamingja hans yfirgnæfði alla fjallstoppa og skyggði jafnvel á sjálfa sólina. Eftir að hafa dvalið á hinni fögru sögufrægu eyju í um viku tíma fékk hann upphringingu sem hann ákvað einhverra hluta vegna að svara. Þann sama morgunn hafði hann vaknað snemma, óvenju hress og byrjað að söngla: „Eitthvað gott á eftir að gerast í dag …“ Eftir að hafa átt gullna unaðs- stund í morgunsárið, sem var svo einlæg, djúp og falleg, í fyllsta trausti, hafði hann á orði að sér þætti lífið fullkomnað og hversu þakklátur hann væri Guði fyrir hve góður hann væri og fyrir að hann hefði ætíð, nánast áþreifanlega verið sér við hlið í gegnum gleði og raunir. Svo gerðist hið óvænta. Símtalið barst. Á línunni var læknirinn ágæti sem hann hafði hitt í nokkur skipti frá því um vorið. Hann tilkynnti hon- um að óæskilegar frumubreytingar hefðu fundist í blöðruhálskirtlinum í honum. Með öðrum orðum að hann væri með krabbamein! Á þessum fréttum átti hann satt að segja alls ekki von á. Skýin hrönnuðust upp. Það var eins og það slokknaði á sólinni um hábjartan daginn í þrjátíu stiga hita. Litir tilverunnar fölnuðu Tíminn eins og staðnæmdist eitt augnablik. Honum fannst fuglarnir hætta að syngja. Engispretturnar sem höfðu verið svo háværar þögn- uðu og uglan sem svo góðlega og vinalega lét reglulega í sér heyra þagnaði eins og í samúð og lotningu fyrir lífinu. Honum fannst eins og grasið visnaði, blómin, laufin á trján- um og litir tilverunnar fölnuðu. Hann var sem lamaður. Minning- arnar skutust upp í hugann. Myndir úr fortíð, óljós framtíð og draumar sem hugsanlega aldrei myndu fram- kallast og rætast. Væntanlegir brúð- kaupsdagar barnanna hans. Ófædd barnabörn o.s.frv. Þau hjónin ástfangin upp fyrir haus eftir um 30 ára samveru, stödd í fjarlægu landi. Vitandi ekki sitt rjúkandi ráð en þó svo óendanlega hamingjusöm og þakklát. Lífsneistanum fataðist flugið. Upp hrönnuðust dökk ský. Veruleikinn varð ótrúverðugur og yfirþyrmandi. Það var eins og veröldin hryndi á einu augabragði, eins og hendi væri veifað. Þetta hlaut að vera ein- hver misskilningur. Ekki ég, hugsaði hann. Þeir hljóta að hafa tek- ið feil á sýnum. Hann fór út á svalir en engillinn á snyrt- inguna. Þau tóku harminn við tíðind- unum út með sjálfum sér í fyrstu áður en þau sameinuðust svo á miðri leið grátandi í einlægu faðmlagi ástríðufullra elsk- enda til þrjátíu ára. Minningarnar þyrluðust upp Síðan var haldið út í sólina og lagst á bekk. Hann liggjandi með ipod í eyrum. Hlustandi á stórkost- lega útgáfu af „Yesterday“ leikið af strengjasveit og „Gabriels Oboe“ úr kvikmyndinni „The Mission“. Minningarnar þyrluðust upp. Hann brast í grát. Honum fannst gott að gráta á sólbekk á víðavangi þar sem enginn þekkti hann og hon- um var sama um hvað fólki fannst. Ótrúlegt hvað eitt símtal getur á einu augabragði breytt stöðunni á taflborði tilverunnar og sýninni á framtíðina. Áleitnar hugsanir og spurningar brutust fram. Hann leitaði skýringa og svara. Hafði hann gert eitthvað vitlaust? Hann barðist við sjálfan sig og Guð. „Hvað verður? Hvað ef? Á ég aldrei eftir að … Ég sem ætlaði … Skilaðu kveðju minni til okkar ófæddu barnabarna … Viltu segja þeim frá mér … Að ég hafi … myndi og hefði …“ Eitt símtal og veröldin hrundi. Skilinn eftir eins og hangandi í lausu lofti. En þó ekki. Með engilinn sinn, ást lífsins, sér við hlið. Lífsförunaut sem fær hann til að langa til að lifa. Og almáttugan Guð, höfund og full- komnara lífsins. Friðarhöfðingjann sjálfan, frelsara sinn og eilífan líf- gjafa sem vakir yfir og umlykur hann á bak og brjóst hverja stund. Hann sem er yfir og allt um kring og hefur heitið því að yfirgefa hann ekki. Heldur vera með alla daga. Og hefur lofað að vel fyrir sjá. Hvernig sem allt myndi velkjast í henni ver- öld. Höndlaði vinurinn tíðindin eða aðstæðurnar? Eða kannski bara alls ekki? Nánar um það í næstu grein. Símtalið Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Það var eins og slokknaði á sólinni og fuglarnir hættu að syngja. Honum fannst grasið visna, blómin, laufin á trjánum og litir tilverunnar fölna. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og áhugamaður um lífið. Sú hugmynd er komin fram á Alþingi, að færa fjögur vatns- orkuver í nýting- arflokk rammaáætl- unar, en virkjanir sem þann flokk skipa eru flestar knúnar jarð- varma. Það er vel ráðið við núverandi aðstæður að auka úrval vatns- orkukosta í nýting- arflokki. Til þess liggja meðal ann- ars þau rök að vatnsorkuver eru talin öruggari fjárfesting og skila verðmætari afurð en jarð- varmastöðvar. Nýlega birtist frétt á forsíðu Morgunblaðsins um að orkan í ís- lenska raforkukerfinu væri upp- urin. Svo virðist, þegar tölur um orkuvinnslu og -sölu eru skoðaðar, að vinnslufyrirtæki sem byggja mest á jarðvarma hafi þurft að auka framleiðslu sína til stóriðju, þó svo að stöðvar þeirra séu sem næst fullnýttar. Landsvirkjun hefur orðið að hlaupa undir bagga og auka verulega afhendingu inn á al- menna markaðinn. Sú mikla aukn- ing virðist hafa komið á óvart, ef tekið er mið af málflutningi Lands- virkjunar undanfarin ár um alla þá orku sem er vannýtt í kerfinu og bíður sæstrengs til Bretlands. Virkjun jarðhitasvæða hefur löngum verið talin hafa meiri áhættu í för með sér en virkjun vatnsfalla vegna þess að orkuauð- lindin er langt undir yfirborði jarð- ar og erfið til rannsóknar. Reynsl- an hefur líka kennt mönnum að fara sér hægt í fjárfestingum, þar til tilvist nægrar orku á hverju svæði er staðfest. Undirbúningur og borun margra rán- dýrra rannsóknarhola vill verða dýr og áhættusöm í sam- anburði við vatnsafl, en á móti er rekstrar- áhætta jarðvarmans talin minni. Á síðustu árum hafa þó komið upp hlutir sem kunna að breyta skoðunum manna hvað rekstr- aráhættuna varðar. Jarðvarmi er stað- bundin varmaorka sem er staðsett djúpt í jörðu á jarðvarmasvæðum landsins. Þar sem berg er gljúpt og nægt vatn fyrir hendi getum við borað holur og myndað þannig orkustraum sem hægt er að breyta í rafmagn. Hvert jarðvarmasvæði er takmark- að að stærð og því þarf straum- urinn sem við tökum frá hverju svæði að takmarkast svo það endist hæfilega lengi. Streymið er ákveðið með fjölda og stærð hola sem bor- aðar eru. Við vitum hins vegar ekki alltaf hvað gerist með jarð- varmasvæði þegar vinnslan er komin í fullan gang og ýmis vand- kvæði tengd nýtingu þeirra eru smátt og smátt að koma í ljós. Má þar nefna loftmengun og jarð- skjálfta ásamt því að innstreymi orku inn á svæðið frá dýpri jarð- lögum reynist ef til vill minna en talið var. Leiðslur sem gufa fer um þola illa hraðar hitabreytingar. Jarðvarmavirkjanir geta því ekki fylgt eftir breytingum á eftirspurn rafmagns eins og á við um vatns- orkuver. Þess vegna er afurðin verðminni. Venjan er að miða upp- gefna orkugetu og einingarverð orku við það að vinnsla jarð- varmavera sé stöðug og í hámarki allt árið, en sveiflur hafa neikvæð áhrif. Jarðvarmavirkjun sem þarf að draga tímabundið úr framleiðslu hefur ekki afl til að bæta sér það upp síðar. Því þarf ákveðið vatnsafl á móti jarðvarmanum, svipað og gildir um vindorku, þó af öðrum ástæðum sé. Vatnsorka er fallorka og um- breyting yfir í raforku nýtir nátt- úruorkuna vel og er afar hagkvæm við heppilegar aðstæður. Vatnsafls- virkjun samanstendur af vatns- miðlun og vatnsveitu, sem breytir legu vatnsorkustraumsins ásamt aflstöð sem breytir straumnum í raforku. Miðlunin stjórnar streymi vatnsins, en hún er eini lagerinn í hreinu vatnsaflskerfi. Góður lager gerir orkukerfin, eins og öll önnur flutnings- og dreifikerfi vöru, veru- lega mikið hagkvæmari en ella væri. Vatnsorkan er í raun orku- streymi, sem við getum tengt okk- ur inn á og nýtt til annars en að hola steininn. Sá hluti vatnsork- unnar sem við tengjum okkur ekki inn á heldur áfram að streyma og starfa við sína iðju, að bera efni frá landi til sjávar. Höldum áfram að virkja íslenskt vatnsafl jafnhliða jarðvarma innan marka eðlilegra umhverfissjón- armiða hvað báðar þessum auðlind- ir varðar. Eftir Elías Elíasson » Sú mikla aukning virðist hafa komið á óvart, ef tekið er mið af málflutningi Lands- virkjunar undanfarin ár Elías Elíasson Höfundur er fyrrverandi sérfræð- ingur í orkumálum hjá Landsvirkjun. Vatnsorka og rammaáætlun Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Oft er talað umMagnesíum sem„anti –stress“ steinefni því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um 300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur. Magnesium vökvi • Til að auka gæði svefns • Til slökunar og afstressunar • Hröð upptaka í líkamanum • Gott til að halda vöðvunummjúkum Virkar strax 20. febrúar vinnur heppinn áskrifandi Morgunblaðsins Volkswagen e-Golf. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Að senda grein Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.