Morgunblaðið - 30.01.2015, Síða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015
✝ Nanna Helga-dóttir fæddist
á Eskifirði 16. jan-
úar 1928. Hún lést
á Landspítalanum
við Hringbraut 16.
janúar 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Guðný
Björg Einarsdóttir
frá Eskifirði, f. 1.
nóvember 1896, d.
20. september
1985, og Helgi Guðmundsson
frá Höfnum, f. 6. maí 1902, d.
28. maí 1956. Systkini Nönnu
eru Guðríður Erna, f. 1926,
Einar Erlendur, f. 1932, d.
2013, og Guðmundur Ásgrím-
ur, f. 1936.
Árið 1947 giftist Nanna
Kristjáni Fr. Guðmundssyni, f.
13. desember 1923. Foreldrar
Kristjáns voru Rannveig Ma-
jasdóttir frá Bolungarvík, f.
1891, d. 1972, og Guðmundur
Magnússon frá Digranesi, f.
1870, d. 1934. Börn Nönnu og
Kristjáns eru: 1. Helga, f. 1949,
fyrrverandi eiginmaður Krist-
ján Þorsteinsson, þeirra börn:
a) Vilhjálmur, f. 1972, börn
hans og Aðalbjargar Jóns-
dóttur, f. 1964 eru Rúna Björg,
f. 1993, og Helga Sóley, f.
1999, b) Lilja, f. 1976, og c)
Helgi, f. 1991, unnusta hans er
Elín Edda Sigurðardóttir, f.
Stefánsson, f. 1966, b) Smári
Freyr, f. 1981, sambýliskona
hans er Guðrún Edda Ein-
arsdóttir, sonur þeirra er
Björgvin Freyr, f. 2013, b)
Svavar Friðrik, f. 1989.
Nanna ólst upp á Eskifirði.
Rétt fyrir fermingu veiktist
hún af berklum og lá á Sjúkra-
húsinu á Seyðisfirði í þrjú ár.
Eftir sjúkraleguna vann hún á
sjúkrahúsinu, flutti 1946 til
Reykjavíkur, fljótlega eftir
komuna þangað kynntist hún
Kristjáni og hófu þau búskap
að Nönnugötu 8. 1949 flytja
þau til Húsavíkur þar sem þau
bjuggu í sjö ár vegna atvinnu
Kristjáns. Þau bjuggu í Garða-
hreppi og Hafnarfirði en síð-
ustu árin í Kópavogi. Með hús-
móðurstarfinu vann Nanna
utan heimilis í mörg ár, m.a.
við saumaskap með vinkonu
sinni Kristgerði Kristinsdóttur.
Síðustu starfsárin vann hún
hjá Stefáni Skaftasyni lækni.
Nanna tók virkan þátt í fé-
lagsstörfum, gekk í Kvenfélag
Garðabæjar 1958, sat í stjórn
og gegndi þar formennsku.
Þau hjónin störfuðu saman í
Sam-frímúrarareglunni í rúm
50 ár.
Útför Nönnu fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
30. janúar 2015, og hefst at-
höfnin kl. 13.
1989. Unnusti
Helgu er Halldór
Guðbjarnason, f.
1946. 2. Guð-
mundur Friðrik, f.
1950, kona hans er
Jenný Karitas
Steinþórsdóttir, f.
1956, börn þeirra:
a) Kristján Friðrik,
f. 1978, giftur
Tönju Larsen, f.
1975, þau eiga
Gabriellu, f. 2014, fyrir átti
Tanja Michelle og Cecilíu og b)
Karitas Eir, f. 1992, unnusti
hennar Nicolai. Fyrir átti
Jenný soninn Eirík Gauta Jóns-
son, f. 1975, sem Guðmundur
gekk í föðurstað. 3. Guðný
Björg, f. 1957, maður hennar
er Markús Jóhannsson, f. 1951,
börn þeirra: a) Nanna Mjöll, f.
1979, gift Páli Friðrikssyni, f.
1981, börn þeirra eru Kristín
Björg, f. 2005, og Markús Frið-
rik, f. 2012, b) Lísa María, f.
1984, hennar maður er Hannes
Steindórsson, f. 1978, dóttir
þeirra Eva Nadia, f. 2014, fyrir
átti Hannes Söru Nadiu, f.
2005, og Steindór Örn, f. 2007,
c) Sindri, f. 1988. 4. Smári, f.
1960, kona hans er Soffía Júlía
Svavarsdóttir, f. 1953, börn
þeirra: a) Heiða, f. 1974, hún á
Júlíu Sól, f. 1999, sambýlis-
maður Heiðu er Þorvaldur
Elsku fallega amma mín hefur
kvatt þennan heim. Eins og það er
nú sárt að þurfa að kveðja hana
fyrir fullt og allt þá sitja eftir fal-
legar og dýrmætar minningar um
einstaka manneskju, amma var
alltaf góð, yndisleg, falleg og
passaði uppá að líta alltaf vel út.
Þegar horft er um öxl þá er ég
mjög heppin og þakklát fyrir að
hafa átt þig fyrir ömmu. Þegar
amma var ung þá kynnist hún afa
og leiðir þeirra hafa aldrei skilið
síðan þá. Allt hefur sitt upphaf og
sinn endi.
Kæra amma mín, ég á eftir að
sakna þín sárt og mun ylja mér
við allt það góða sem við áttum
saman. Þú ert nú komin á góðan
stað með þínu fólki.
Hvíldu í friði, elsku fallega sál.
Lilja.
Það er föstudagur, 16. janúar,
afmælisdagurinn hennar ömmu
Nönnu. Sólin skín og jörðin er
þakin snjó, þetta er svo fallegur
dagur.
Ég var kát og glöð þennan
morgun því ég hélt að elsku amma
mín myndi ná sér eftir viku veik-
indi, samt var ég með einhverja
skrítna tilfinningu í hjartanu. Ég
var að fara hringja í mömmu og
óska henni til hamingju með dag-
inn því amma var ennþá á spít-
alanum, en mamma var fyrri til að
hringja, amma var dáin. Skyndi-
lega var ekki bjart lengur, tárin
streymdu niður kinnarnar, ég
vildi ekki trúa því sem mamma
sagði mér. Ég fékk sáran sting í
hjartað og fannst þetta svo óraun-
verulegt því að mér fannst amma
eiga svo mikinn tíma eftir með
okkur.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um ömmu og gæti hreinlega
skrifað í allt kvöld um allar stund-
irnar okkar saman. Amma var
einstaklega hjartgóð og ljúf kona,
hún og afi hafa alltaf hugsað hlýtt
til allra og voru ætíð sérstaklega
góð við vini sína og fjölskyldu.
Þau voru fyrirmyndarhjón sem
ég hef alltaf litið upp til og hef
ósjaldan sagt að ég ætli að verða
eins og amma Nanna þegar ég er
orðin stór. Þau hafa verið góð fyr-
irmynd fyrir önnur hjón um það
hvernig eigi að lifa í sátt og sam-
lyndi, koma vel fram hvort við
annað og náungann. Ég á erfitt
með að sætta mig við það að ég
muni ekki finna aftur kærleikann
sem stafaði af ömmu, finna ekki
hlýjuna og góðmennskuna. Þegar
afi lá inni á spítala í fyrra þá áttum
við margar góðar stundir saman
og ræddum um lífið og tilveruna.
Afi sagði mér að vináttan væri
mikilvægust af öllu, amma og afi
voru bestu vinir og amma var vin-
kona allra.
Ég er svo þakklát fyrir síðustu
stundirnar okkar Evu Nadíu með
ömmu og afa saman. Við fórum í
heimsókn til þeirra í Boðaþingið í
vikunni sem hún veiktist og
drukkum með þeim kaffi. Amma
hélt á Evu sem var í heklaðri
peysu frá henni og það skein af
henni gleðin. Mér þykir sorglegt
að amma fékk ekki fleiri stundir
með henni og mér finnst skrítið að
geta ekki gengið aftur til ömmu
með Evu í vagninum, kíkt í heim-
sókn til þeirra og jafnvel fengið
smákökur og annað bakkelsi sem
hún bakaði á færibandi, þá að
verða 87 ára gömul. En mér þykir
vænt um síðasta skiptið sem ég sá
þig, elsku amma mín, við vorum í
fyrsta tímanum í ungbarnasundi í
Boðanum með Evu. Við ákváðum
að fara í sund þangað svo að þú og
afi gætuð komið og séð litlu Evu
taka fyrstu sundtökin sín. Það var
tilviljun að þú komst óvænt inn í
fyrsta sundtímann, þá varstu að
fara yfir til afa en við höfðum
ákveðið að bjóða ykkur að koma
og horfa á næsta tíma. Þú kallaðir
á okkur yfir laugina þegar þú sást
okkur og þú varst svo glöð, þú
bjóst ekki við því að sjá okkur
þarna. Þetta var í síðasta skipti
sem ég sá þig, elsku amma mín,
og mikið er ég þakklát fyrir það.
Elsku amma mín, ég mun varð-
veita góða minningu um þig í
hjartanu mínu alla tíð og ég mun
halda uppi minningu um þig við
litlu stelpuna mína. Elsku amma
mín, ég segi við þig með tárin í
augunum eins og þú sagðir alltaf
við litlu Evu mína, ástin þín,
hvíldu í friði, elsku amma.
Lísa María Markúsdóttir.
Sögusviðið er á Hlíðarenda á
Eskifirði. Við vorum fjögur systk-
inin, ég elst, þá Snúlla systir,
næstur var Bommi sem lést fyrir
rúmu ári og yngstur er Gummi.
Við áttum góða æsku og nutum
þess að leika okkur í fjörunni og
fara til berja. Mjóeyrin heillaði og
dró að sér ungviðið sem naut þess
að busla í sjónum. Árin liðu og við
systurnar fluttum suður og stofn-
uðum fjölskyldur. Samgangur á
milli okkar systra og fjölskyldna
var alla tíð mikill. Um helgar og á
frídögum var oftar en ekki farið í
lautarferðir. Smurt brauð og
heimalagað bakkelsi var ómiss-
andi í þeim ferðum. Einnig áttum
við systur saman margar sam-
verustundir í útlöndum. Fyrsta
ferðin okkar til útlanda var sigling
með Gullfossi til Englands haust-
ið 1962 og áttum við eftir að fara í
fleiri ferðir sem eru eftirminnileg-
ar. Það er sérstök tilfinning að
fylgja systur minni til grafar og
minnist ég hennar með þakklæti
fyrir allt sem hún gerði fyrir mig.
Það var sama hvað hún gerði, það
lék allt í höndunum á henni enda
var hún flink hannyrðakona, list-
ræn og smekkvís. Snúlla eignaðist
góðan lífsförunaut og einkenndist
samband þeirra af gagnkvæmri
virðingu og ást.
Kæri Kristján, ég votta þér og
afkomendum innilega samúð
mína.
„Kærleikurinn er mjúk hönd, sem hljóð-
lega mjakar örlögunum til hliðar.“
(Sigfrid Siwertz)
Erna Helgadóttir.
Í dag er kvödd Nanna Ingi-
björg Helgadóttir, Snúlla frænka.
Andlát hennar bar brátt að og eft-
ir sitjum við og söknum hennar.
Það er erfitt að sætta sig við að
hún skuli horfin af þessari jarð-
vist. Við minnumst hennar með
miklum kærleik og virðingu.
Kiddi og Snúlla bjuggu í nokkur
ár norður á Húsavík og þá hittum
við þau ekki oft. Þau fluttu suður
til Reykjavíkur á 6. áratug síðustu
aldar og þá kynntumst við Snúllu
frænku betur. Hún var einstak-
lega hlý, vönduð og grandvör
kona. Henni hefur eflaust þótt
nóg um þegar ein okkar var úti að
leika með börnum hennar, þeim
Helgu og Gumma, þegar þau
bjuggu á Teigunum, og stóð og
skutlaði af sér skónum bara til að
athuga hversu langt hann færi,
skórinn lenti í stofuglugganum
hjá nágrönnum sem brotnaði.
Snúlla tók þessu með jafnaðar-
geði og benti fallega á það að slíkt
yrði ekki endurtekið. Með Snúllu
og fjölskyldu eyddum við mörgum
jóla- og nýársdögum með foreldr-
um okkar sem eru nú í dag dýr-
mætar minningar. Við kynntumst
Snúllu enn betur þegar við kom-
umst í fullorðinna manna tölu og
hittumst reglulega í frænkuboð-
um með henni og dætrum hennar
Helgu og Guðnýju Björgu og
mömmu okkar, sjö frískar systur,
mæðgur og frænkur ættaðar að
austan. Þetta voru skemmtileg
frænkuboð og hlátrasköllin óm-
uðu langt út í tómið. Við fórum í
styttri ferðir saman bæði í sum-
arbústað og norður í land en
skruppum einnig til Kaupmanna-
hafnar og áttum þar viðburðaríka
helgi og leið okkur líkt og ungum
stúlkum á heimavist þar sem við
gistum. Þá var svo kátt að við
sofnuðum hlæjandi og vöknuðum
jafn kátar í bragði. Hún var fé-
lagslynd og tók þátt í ýmiss konar
félagsstarfi, fylgdist vel með þjóð-
félagsumræðu líðandi stundar,
hafði sterkar skoðanir en virti
jafnframt skoðanir annarra.
Að leiðarlokum þökkum við
þér, elsku Snúlla frænka, fyrir
samfylgdina og alla hlýjuna sem
þú auðsýndir okkur. Í minninga-
bankanum geymum við mynd af
fallegri, ljúfri og listrænni konu
sem okkur þótti undurvænt um.
Minningin lifir.
Fósturlandsins Freyja,
fagra Vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís!
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár:
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár!
(Matthías Jochumsson)
Kristbjörg , Jórunn Lísa og
Magðalena Kjartansdætur.
Í dag fer fram útför góðrar
konu sem alltaf reyndist mér sem
og öðrum vel. Mér er ljúft að
minnast konu sem ég átti mikil og
góð samskipti við, lengst af sem
tengdasonur hennar.
Það var fyrir hartnær 45 árum
að ég kom fyrst á heimili Nönnu
og Kristjáns við Álfaskeið í Hafn-
arfirði í fylgd Helgu dóttur þeirra.
Strax frá fyrstu kynnum skynjaði
ég þá hlýju sem stafaði frá þeim
hjónum. Nanna sem og Kristján
reyndust okkur mjög vel og
studdu okkur mikið á fyrstu bú-
skaparárunum. Nanna og Krist-
ján hófu rekstur matvöruverslun-
ar árið 1972 sem þau ráku í fjölda
ára. Þar var gott fyrir fólk sem lít-
ið átti að versla. Oftast þegar vitn-
að var til Nönnu eða Kristjáns þá
voru þau bæði nefnd í sömu
andrá. Samheldnin og gagnkvæm
væntumþykja þeirra var slík að
erfitt var að nefna aðeins annað
þeirra. Það var sama hvort þau
voru í atvinnurekstri, í fé-
lagsstörfum eða fjölskyldumál-
um, allt gerðu þau það saman með
einni undantekningu þó. Nanna
starfaði mikið fyrir Kvenfélag
Garðabæjar, m.a. sem formaður
1967-1969.
Um 50 ára skeið störfuðu
Nanna og Kristján í Alþjóða Sam-
Frímúrarareglunni á Íslandi. Á
heimasíðu Reglunnar er tilgangi
hennar lýst þannig „Tilgangur frí-
múrarastarfsins er mannrækt.
Frímúrarareglur leggja fram
ákveðna aðferð til að kynnast
sjálfum sér, til að kynnast innri
veruleika sínum til aukins andlegs
þroska. Menn stefna að því að
bæta sjálfan sig til þess að geta
tekið þátt í að bæta heiminn. Með
viðleitni til aukins þroska vaknar
skilningur á óeigingjarnri þjón-
ustu, svo að unnt sé þannig að
stuðla að auknum mannskilningi,
gagnkvæmri virðingu, jafnrétti
og réttlætiskennd. Þannig er
stefnt að réttlátara samfélagi
manna og bjartari framtíðarvon-
um“. Nanna og Kristján hafa svo
sannarlega náð að tileinka sér
þessi gildi og látið aðra sem um-
gengust þau njóta þess, enda eru
þau mikilsvirt í Reglunni sem og
annars staðar.
Einn af þeim mikilvægu þátt-
um sem sköpuðu hjá mér tilfinn-
ingu um að jól væru að nálgast var
heimsókn mín til Nönnu og Krist-
jáns, oftast á Þorláksmessu eða
aðfangadag í yfir fjörutíu skipti.
Þá naut ég rausnarlegra veitinga
hjá Nönnu. Heitt rjómasúkkulaði,
hvítar og brúnar randalínur og
smákökur voru fram bornar í
ómældu magni. Þó leiðir okkar
Helgu hafi ekki legið saman und-
anfarin níu ár, þá breyttist ekkert
í því góða viðmóti er Nanna og
Kristján sýndu mér. Ég heimsótti
þau síðast á aðfangadag á hjúkr-
unarheimili DAS í Kópavogi þar
sem Kristján hefur búið síðastlið-
ið ár. Þar tóku þau Nanna og
Kristján á móti sínu fólki með
sömu reisn og hlýhug og á árum
áður. Nanna var vel á sig komin.
Ekki hvarflaði að mér að þetta
yrði mín síðasta heimsókn til
þeirra Nönnu og Kristjáns sam-
an.
Mér er efst í huga þakklæti og
virðing er ég kveð með þessum fá-
tæklegu orðum fyrrverandi
tengdamóður mína um leið og ég
votta Kristjáni og fjölskyldu hans
samúð.
Kristján Þorsteinsson.
Nanna lést á afmælisdaginn
sinn, hún varð 87 ára. Hún gekk í
Sam-frímúrararegluna, ásamt
Kristjáni Fr. Guðmundssyni, eig-
inmanni sínum, fyrir röskum 50
árum. Þau voru stofnendur stúk-
unnar Sindra og þar lágu leiðir
okkar fyrst saman. Mér fróðari
menn munu kunna og segja sögu
þeirra og allt það sem þau lögðu
Reglunni til.
Nanna var okkur í stúkunni
sem kærleiksrík móðir, hún
studdi okkur fyrstu sporin og
leiddi okkur svo og leiðbeindi.
Sjálf vann hún af alúð og ná-
kvæmni og vænti þess af okkur
systkinunum að við gerðum slíkt
hið sama. Vegsemd og hagur
stúkunnar var henni hjartans
mál.
Hún gaf okkur Sindra systkin-
um það veganesti sem enginn get-
ur frá okkur tekið. Við syrgjum,
en vonum og trúum að ljós visku
hennar muni lýsa okkur veginn.
Fyrir vináttu hennar og Krist-
jáns við mig og mína verð ég æv-
inlega þakklát. Handleiðslu
þeirra og óþrjótandi þolinmæði,
tryggð og velvild verður ekki með
orðum lýst, en er rist í hjörtun.
Nanna var falleg kona, svo fín-
leg og nett með sitt silfraða hár.
Hún var líka svo sterk og stór.
Það sýndi hún ekki síst eftir að
Kristján veiktist alvarlega. Hún
stóð við hlið hans, eins og bjarg
sem bifast ekki, studdi hann og
hvatti, en var eins og eikin, sem
„bognar ekki en brotnar í bylnum
stóra seinast“.
Nanna er dáin, það er víst, en
kærleikur hennar, vináttan, góð-
vildin og umhyggjusemin – allur
hennar andlegi styrkur – er enn í
fullu gildi – það vitum við. Það allt
er raunverulegt – það getur ekki
dáið.
Víst er söknuður okkar sár, en
mestur er missir Kristjáns og fjöl-
skyldunnar, sá einn missir mikið,
sem mikið hefur átt.
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg;
en anda, sem unnast,
fær aldregi
eilífð að skilið.
(JH)
Guð gefi Kristjáni og ástvinum
Nönnu styrk í sorg og söknuði og
leiði hana í ljósið eilífa.
Vilhelmína Þór.
Nanna var einstök kona, glæsi-
leg, hlýleg og fyrirmynd margra.
Mamma og Nanna voru miklar
vinkonur í tæp 70 ár og mágkonur
næstum jafnlengi. Góð vinátta og
tengsl hafa ætíð verið á milli fjöl-
skyldna okkar.
Þegar maður hugsar til baka
þá hafa Nanna og Kiddi bróðir
hennar mömmu, Kristján Fr.
Guðmundsson, alltaf verið til
staðar í lífi okkar.
Fjölskylduheimsóknir þar sem
heyrðist spjall og hlátrasköll frá
fullorðna fólkinu á meðan við
krakkarnir lékum okkur saman.
Það var alltaf gott að koma til
þeirra. Nanna bauð upp á heima-
bakað bakkelsi á stífstraujuðum
dúk með útsaumuðum löber ofan
á. Hvort sem komið var til þeirra
með fyrirvara eða óvænt var alltaf
tekið svo fallega á móti manni og
Nanna sjálf svo glæsileg og allt
svo fallegt í kringum hana.
Umhyggjan og lífsgleðin ein-
kenndi hana Nönnu. Ef eitthvað
bjátaði á var hún og þau hjónin
alltaf komin í heimsókn til að sýna
stuðning. En hún hafði sínar
ákveðnu skoðanir og kom þeim al-
veg skýrt til skila. Hún var ákveð-
in og vildi hafa reglu og hlutina
eins og þeim bar að vera. Þó voru
aldrei læti eða yfirgangur, aðeins
hlýleg ákveðni í rökum hennar.
Nanna var einstaklega lagin í
höndunum og saumaði meðal ann-
ars stórglæsilegan brúðarkjól
Rannveigar systur.
Í gegnum Nönnu og Kidda
kynntust Ragnhildur og maður
hennar Sam-Frímúrarareglunni.
Þar hefur í gegnum árin verið
ómetanlegt að njóta visku,
reynslu og leiðsagnar Nönnu. Sú
leiðsögn mun fylgja okkur um
ókomna tíð.
Þegar horft er til baka og hugs-
að til Nönnu, sér maður strax fyr-
ir sér glæsilegt, brosmilt og hlý-
legt andlit hennar þar sem var
alltaf stutt í hláturinn.
Nönnu er sárt saknað, hún
snerti líf margra. Minningin um
þessa mögnuðu konu mun lifa um
ókomin ár og þakklæti fyllir
hjörtu okkar sem kynntumst
henni.
Við systkinin sendum innilegar
samúðarkveðjur til Kidda og allr-
ar fjölskyldunnar.
Ragnhildur Jónsdóttir,
Jón Diðrik Jónsson,
Gunnar Jónsson,
Rannveig Jónsdóttir.
Nanna I. Helgadóttir
Hún Dúna, fyrr-
verandi tengdamóð-
ir mín, var allt í
senn, falleg, bros-
mild, hjartagóð og
velviljuð og á ég ekkert nema
hlýjar minningar um þá góðu
konu.
Sem dæmi tók hún upp á því af-
sinni hjartagæsku að færa dætr-
um mínum Hjördísi og Öglu jóla-
gjafir og töluðu þær litlar um
„ömmu Dúnu“ sem þær áttu í
sameiningu með Gunnari, Önnu
og Ágústi.
Dúna var einhver mesti snyrti-
pinni sem ég hef kynnst um ævina
en það breytti því ekki að henni
Guðrún Ólafsdóttir
– Dúna
✝ Guðrún Ólafs-dóttir (Dúna)
fæddist 12. ágúst
1933. Hún lést 17.
janúar 2015. Útför
Dúnu fór fram 23.
janúar 2015.
þótti afar vænt um
skrattakollinn
Gunnar son minn
sem var með ömmu
Dúnu í vasanum, en
hann fór létt með að
snúa heilu húsi við
þegar hann var í
stuði og á eftir orm-
inum gekk amma
Dúna: „Meiddir þú
þig nokkuð, Gunni
minn?“
En þó eru sumir sem láta sér lynda það
að lifa út í horni óáreittir og spakir,
því það er svo misjafnt sem mennirnir
leita að
og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim
vakir.
(Tómas Guðmundsson)
Þakka góða samfylgd.
Með samúðarkveðjum til
sómamannsins Gunnars, barna
og barnabarna.
Hjörtur Aðalsteinsson.