Morgunblaðið - 30.01.2015, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015
✝ KristinnPálmason
fæddist á Patreks-
firði 26. maí 1963.
Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans 21.
janúar 2015.
Foreldrar Krist-
ins eru Sigurþóra
Magnúsdóttir, f.
20.6. 1931, og
Pálmi Magnússon,
f. 22.12. 1936, d. 1975. Systkini
Kristins eru Helgi Páll, f. 23.10.
1960, Guðný Freyja, f. 3.12.
1961, og Skjöldur, f. 17.2. 1968.
Kristinn ólst upp á Patreks-
firði. Árið 1984 kynntist hann
eiginkonu sinni, Salóme Þor-
björgu Guðmundsdóttur, og
eignuðust þau tvö börn, Re-
bekku, f. 4.3. 1989, gift Björg-
vini Rúnari Valentínussyni, og
Gabríel, f. 13.7. 1993. Dótt-
ursonur Kristins er Alexander
Örn Björgvinsson, f. 2.4. 2012.
Kristinn stundaði sjó-
mennsku á yngri árum en árið
1985 byrjaði hann að vinna í
Mjólkurstöð Vestur-Barða-
strandarsýslu og í kjölfarið fór
hann í nám til Danmerkur þar
sem hann lærði mjólkuriðn og
útskrifaðist sem
mjólkurtæknifræð-
ingur árið 1992.
Frá Danmörku
flutti fjölskyldan á
Selfoss þar sem
hann vann sem
mjólkurfræðingur
hjá Mjólkurbúi
Flóamanna allt þar
til að hann hætti
vegna veikinda.
Fjölskyldan átti
allan hug Kristins og undi hann
sér hvergi betur en í faðmi
hennar. Kristinn missti föður
sinn þegar hann var aðeins 12
ára gamall og það mótaði hann
mikið og hafði áhrif á áhuga
hans á andlegum og trúar-
legum málefnum. Kristinn var
meðhjálpari í Selfosskirkju frá
árinu 2007.
Kristinn átti fjölmörg áhuga-
mál í gegnum tíðina sem hann
sinnti af miklum móð og má
þar nefna svifdrekaflug,
seglbrettasiglingar, leiklist,
svifflug, líkamsrækt, hjólreiðar
og bókalestur sem var alltaf
hans stærsta áhugamál.
Útför Kristins fer fram frá
Selfosskirkju í dag, 30. janúar
2015, kl. 15.
Öll við fáum okkar kvóta af
meðlæti og mótlæti.
Flest við munum einnig hljóta
okkar skerf af ástinni.
Farðu í friði góði vinur
þér fylgir hugsun góð og hlý.
Sama hvað á okkur dynur
aftur hittumst við á ný.
Úr hjarta mínu hverfur treginn
er ég hugsa um hlátur þinn.
Bros þitt veitti birtu á veginn
betri um stund varð heimurinn.
Farðu í friði góði vinur
þér fylgir hugsun góð og hlý.
Þar til heimsins þungi dynur
þokar okkur heim á ný.
Sólin skín á sund og voga
sumar komið enn á ný.
Horfið burt í bláum loga
stjörnublik á bak við ský.
(Magnús Eiríksson)
Elsku Kiddi minn, með tárum
mínum kveð ég þig.
Salóme.
Bréf til pabba.
Elsku pabbi, við þökkum þér
fyrir lífið sem þú gafst okkur, við
værum ekki hér án þín. Allt sem
þú kenndir okkur munum við
ætíð varðveita í hjörtum vorum.
Þú kenndir okkur hvernig koma
eigi fram við náungann, af virð-
ingu og hreinskilni, þú kenndir
okkur réttlæti og þolinmæði og
að allir hafa sama tilverurétt. Ást
þín á lífinu smitaði út frá sér til
allra sem þig þekktu, faðmlögum
þínum og væntumþykju gleymir
enginn.
Þú og mamma sýnduð okkur
hvernig sönn ást er, hvernig
tvær manneskjur verða sem eitt.
Að hafa gefið þér afastrák er mín
stærsta gjöf til þín, að sjá ykkur
leika saman, að sjá hve mikið þú
dáðir hann og dekraðir, eru dýr-
mætustu minningar mínar. Vin-
átta ykkar tveggja verður varð-
veitt um alla tíð og munum við
kenna komandi afabörnum allt
sem þú kenndir okkur.
Þó þú sért farinn úr líkama
þínum lifir þú enn í hjörtum okk-
ar, þú lifir í sólinni, þú lifir í vind-
inum, þú lifir allt í kringum okk-
ur. Við munum alltaf sakna þín.
Við elskum þig í þessum heimi og
við munum elska þig í þeim
næsta. Við hlökkum til að sjá þig
þegar þar að kemur.
Þín börn,
Gabríel, Rebekka,
Björgvin og Alexander.
Lífið er óvissuferð … Því höf-
um við svo sannarlega fengið að
kynnast, óviðráðanleg ytri öfl
ákveða hvernig og hvenær mað-
ur hrekkur upp af, en áður en að
því kemur erum við svo heppin
að njóta þess góða sem lífið býð-
ur upp á.
Ég ætla einmitt að tala um
brot af því sem sem lífið bauð
Kidda mági mínum upp á. Fyrir
30 árum sendu englarnir litlu
systur mína vestur á Patreks-
fjörð, þar kviknaði ástin þeirra á
milli, Kiddi var blíður í ástum,
því í öllum þurrleikanum og von-
brigðunum var ástin honum eins
óþrjótandi og grasið.
Kiddi mágur minn fann upp
faðmvæðinguna, bræður mínir
streittust lengi vel á móti, þeir
vildu rétta honum spaðann,
Kiddi tók það ekki í mál og um-
vafði þá örmum sínum þétt og
lengi, að lokum létu þeir undan.
Hann var sáttur við alla, hann
hlustaði á aðra, líka þá leiðinlegu
og óupplýstu, þeir eiga líka sína
sögu, hann forðaðist þá hávaða-
sömu og freku, þeir angra sál-
ina.
Kiddi hafði að geyma ótelj-
andi mannkosti, hann gat alltaf
séð það fyndna við lífið, hann sá
aldrei neitt neikvætt í nokkurri
mannveru, hann náði að laða
fram það besta í öllum, af hverju
mátti hann ekki halda því
áfram? Hann bar sig aldrei sam-
an við nokkra manneskju, því
hann vissi að það eru til mik-
ilvægari og léttvægari persónur
en hann sjálfur.
Kiddi hafði gaman af að dæla
adrenalíninu bæði hjá sér og sín-
um nánustu, hann stundaði alls-
konar sport sem krafðist hug-
rekkis, eins og að hlaupa fram af
fjalli með flugdreka á bakinu,
hvernig virkar það? Og síðar að
svífa um í vélarlausum vélum,
svokallað svifflug, sem kostaði
hann og son hans næstum lífið
einu sinni. Þetta er bara brot af
sportinu sem hann stundaði …
Verndarenglar hans höfðu í
mörgu að snúast, bjarga honum
frá hinu og þessu, alltaf snéri
hann heim, mislaskaður eftir
hverja ferð.
Hann hlúði að andlegum
styrk sínum og reyndi að vernda
sig fyrir skyndilegum óhöppum,
hann hélt alltaf sálarró sinni í
þessum hávaðasama heimi.
Það komst enginn undan því
að faðma þennan góða mann,
síðustu dagana krafðist hann
þess af mér að faðmlag skyldi
það vera, ég reyndi ekki að fær-
ast undan því, ég skyldi umvefja
hann örmum mínum.
Með öllum þeim leiðindum og
brostnu draumum í þessum
heimi er þetta samt dásamlegur
heimur, með dásamlegar minn-
ingar um dásamlegan mann. Það
er á hreinu að minningin um
hann mun lifa með okkur, það
verða sagðar margar sögur af
honum í framtíðinni, og afkom-
endur hans munu vonandi aldrei
þreytast á að heyra sögur um afa
Kidda.
Við skulum ekki gleyma eft-
irlifendum, geymum ekki til
hinsta dags að leggja þeim blóm-
sveig, látum þau fá hann strax,
geymum ei hrósið, hrósum þeim
nú, geymum ei að breiða yfir
brestina, breiðum yfir þá í dag.
Elsku hjartans litla systir. Re-
bekka, Gabríel, Björgvin og Al-
exander Örn …
Tíminn einn getur límt saman
brotið hjarta …
Guðrún Margrét
Guðmundsdóttir.
Við systkinin minnumst Kidda
sem indælasta frænda okkar sem
gaf innilegustu og þéttustu knús-
in. Það skein úr augum hans
hversu vænt honum þótti um
sína nánustu, enda var hann mik-
ill fjölskyldumaður. Hann hafði
þann eiginleika að gera fólkið í
kringum sig einlægt og opið, ein-
mitt vegna þess að það var ná-
kvæmlega eins og hann var. Svo
hlýr og opinn og tilbúinn að tala
um tilfinningar, enda sérlegur
áhugamaður um hin andlegu
mál. Kiddi og pabbi áttu einstak-
lega gott samband og það var í
ófá skipti sem við vissum af
pabba einum úti í potti að eiga
langt og gott spjall við Kidda
frænda.
Það er ofboðslega sárt að
kveðja elsku Kidda. Við vitum
hins vegar að nú ert hann kom-
inn á góðan stað þar sem honum
mun líða vel. Við viljum skilja eft-
ir ljóð í minningu hans sem
Guðný Gígja samdi.
Kiddi mun alltaf eiga stórt
pláss í huga okkar og hjarta.
Lít um öxl, um farinn veg.
Leiðin löng, leiðin ströng.
Eitt eyðimerkursandkorn,
eitt augnablik
sem stjörnublik augna þinna.
Haltu mér fast, slepptu mér,
hugsar þú, hugsa ég.
Eitt eyðimerkursandkorn
í dulargervi.
Hlutgervi hugsana minna…
…til þín.
Til þín.
Í margfeldi stjarnanna
hugsa til þín.
Svanhvít Sjöfn, Guðný Gígja
og Pálmi Snær Skjaldarbörn.
Nú hefur hann Kiddi vinur
minn lokið sinni vegferð allt of
snemma eftir nokkurra ára bar-
áttu við krabbamein. Fráfall
hans ætti því kannski ekki að
vera alveg óvænt en þannig upp-
lifði ég það samt. Hann var mjög
hraustur að upplagi og eftir að
hafa staðið af sér mörg og alvar-
leg slys við iðkun áhugamála,
sem spönnuðu allt frá hjólreiðum
til svifdreka- og svifflugs, þá var
ég farinn að trúa því að það næð-
ist að halda meininu í skefjum og
hann ætti mörg ár eftir ólifuð. En
glíman við þennan sjúkdóm er
víst erfiðari og óútreiknanlegri
en maður vill gera ráð fyrir.
Við Kiddi þekktum hvor til
annars alveg frá barnæsku en
urðum þó ekki vinir fyrr en hann
kom í nám suður til Reykjavíkur.
Fyrir hálfgerða tilviljun lágu
leiðir okkar saman og það endaði
með því að ég kynnti hann fyrir
mínum vinum þar sem hann féll
strax vel inn í hópinn. Fljótlega
kom í ljós að áhugamál okkar
sköruðust víða. Eins og sönnum
Vestfirðingum sæmdi þá þótti
okkur gaman að lyfta glösum og
kíkja út á lífið og frá þessum tíma
á ég margar skemmtilegar minn-
ingar þar sem Kiddi kemur oftar
en ekki við sögu. Það var þó ann-
ar þráður sem tengdi okkur sam-
an þannig að úr varð ævilangur
vinskapur. Við höfðum báðir
áhuga á bókmenntum, heimspeki
og trúmálum og lásum töluvert
um þau málefni. Þegar þetta
sameiginlega áhugasvið kom upp
á yfirborðið hófst samræða sem
hefur fylgt okkur í gegnum tíð-
ina og myndað kjarnann í vin-
áttu okkar. Það er ótrúlegt að
hugsa til þess að þrátt fyrir að
hafa brallað margt saman öll
þessi ár þá höfum við aldrei rifist
og varla orðið sundurorða nema
þá helst í akademískum rökræð-
um um trúmál þar sem skoðanir
okkar fóru ekki alveg saman.
Kiddi var trúaður í besta skiln-
ingi þess orðs, trúði á góðan og
umburðarlyndan guð og eilíft líf,
á meðan vinur hans var öllu tor-
tryggnari á almættið. Þegar ég
sit hér og rita það sem kalla
mætti lokaorð í langri samræðu
okkar þá vona ég innilega hann
hafi haft sannleikann sín megin
og sé nú staddur á góðum stað í
úrvals félagsskap.
Þrátt fyrir að Kiddi hafi misst
föður sinn ungur að árum og lent
í ýmsum óhöppum á lífsleiðinni
þá hef ég alltaf litið á hann sem
gæfumann. Hann var heppinn
með sjálfan sig og upplag sitt,
virkaði sáttur í starfi og áhuga-
málum, átti góða stórfjölskyldu
og vini, var einstaklega vel gift-
ur, átti efnileg börn og tengda-
son, svo ekki sé minnst á dótt-
ursoninn Alexander sem var
sannkallaður sólargeisli í veik-
indum hans. Kæra Salóme,
Gabríel, Rebekka, Björgvin, Al-
exander og stórfjölskylda. Við
Elsa Dögg, Guðjón og Sólrún
sendum ykkur innilegar samúð-
arkveður á erfiðum tímum.
Minningin um góðan dreng mun
svo sannarlega lifa.
Jósef Gunnar Sigþórsson.
Á lífsgöngunni kemur það
stöku sinnum fyrir að á vegi
manns verður einstaklingur sem
auðgar mann svo, að lífssýn og
viðhorf breytast varanlega.
Kristinn Pálmason var þannig
maður, hann hafði mikil og já-
kvæð áhrif á alla sem kynntust
honum. Hann dæmdi aldrei
neinn og ef umræður þróuðust í
þá átt, dró hann sig einfaldlega í
hlé. Þessi góði vinur minn vissi
enda sem var að enginn er full-
kominn og engum er alls varnað.
Mitt lán var að við urðum vinir.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
á Patreksfirði á seinni hluta síð-
ustu aldar þegar leikfélagið þar
setti upp leikritið „Vér morðingj-
ar“, sem við lékum báðir í. Þá
strax tókst með okkur einlæg
vinátta og vorið 1990 settum við
upp tvíleikinn „Saga úr dýra-
garðinum“ og fengum vin okkar
Jósep Blöndal, héraðslækni, til
að leikstýra. Mikið var nú gaman
að vinna með þessum tveimur
snillingum. Annars var ekki auð-
velt að fylgja Kristni eftir í
áhugamálum, enda ekki nema
fyrir kjarkmenn að sigla einn á
seglbretti úti á miðjum Patreks-
fjarðarflóa og því meiri vindur,
því betra. Meðalmaðurinn á
heldur ekki auðvelt með að
fljúga fram af vestfirsku fjöllun-
um í svifdreka. Og ekki hef ég
enn þorað upp í svifflugu. Minn-
ist þó fallegrar miðsumarsnætur
á Hlaðseyri fyrir nokkrum árum
þar sem ég hafði mig í að róa
með honum út á spegilsléttan
Patreksfjörðinn á kajak. Sú nótt
rennur seint úr minni, þar sem
við áttum góðar samræður undir
skini miðnætursólar, við undir-
leik fuglasöngs. Kristinn var
sannarlega kjarkmaður en and-
leg málefni voru honum líka hug-
leikin. Hann kynnti sér jóga-
fræðin og iðkaði þau um langan
tíma. Hann kynnti mér þau og
hef ég notið góðs af þeirri upp-
fræðslu við að vinna úr þeim erf-
iðu verkefnum sem lífið ber að
höndum.
Þegar við fluttum á Hvolsvöll
um aldamótin var gott að eiga
kæra vini í nágrenninu. Mörg
eftirminnileg gamlárskvöldin átt-
um við saman og þvílíkar
skemmtanir. Uppbyggilegar
samræður fram á morgun milli
þess sem lagið var tekið. Kristinn
söng af þrótti, þó aldrei hafi nú
komið sérstaklega til tals að gefa
út einsöngsplötu. En leikgleðin
var ósvikin og smitaði út frá sér.
„Gengið hefur um garð
gestur forn,
heimt til fylgdar
hal vænan.“
(Jörundur Gestsson)
Að leiðarlokum þakka ég
Kristni, mínum kæra vini, fyrir
samferðina og harma að hún
verði ekki lengri. Heimurinn er
fátækari en minning um góðan
og gegnheilan dreng lifir, sem og
þau jákvæðu áhrif sem Kristinn
hafði á það fólk sem hann hitti.
Einhver sagði á dögunum að
Kristinn hefði faðmlagsvætt þá
sem hann umgekkst. Þá rifjaðist
upp fyrir mér að hann faðmlags-
væddi mig. Ég lærði það af hon-
um að auðsýna vinum og vanda-
mönnum þá umhyggju og
kærleika sem birtist í faðmlagi.
Faðmlag er orðið mér svo eðl-
islægt að ég hafði gleymt hvaðan
það kom. Það og fleira sem Krist-
inn kenndi mér mun fylgja mér
um ókomna tíð.
Við Ólöf og börn okkar vottum
Salóme, börnum þeirra hjóna,
tengdasyni og barnabarni inni-
lega samúð okkar og biðjum Guð
að veita þeim styrk. Minningin
um góðan og gegnheilan dreng
lifir.
Sigurður Skagfjörð
Ingimarsson.
Í dag kveðjum við okkar ást-
kæra bekkjarbróður og vin,
Kidda P, eins og hann var ávallt
kallaður í okkar hópi.
Hvernig á að minnast jafn
stórbrotins félaga? Ef við ættum
öll að tína til og skrifa allar okkar
minningar um hann dugir Morg-
unblaðið í heild sinni ekki og Al-
fræðiorðabókin yrði eins og lítið
hefti í þeirri minningabók.
Hópurinn hefur oft komið
saman síðan leiðir skildi á Patró
og þá er alltaf eins og við hefðum
hist síðast í gær. Okkur verður
öllum hugsað til síðasta bekkj-
armóts 2012 á sjómannadags-
helginni á Patró. Þar var góður
hópur mættur, meðal annars
Kiddi. Við hittumst á laugar-
dagsmorgni í morgunmat og vor-
um saman í ýmsum uppákomum
þá helgi. Kiddi lék á als oddi.
Hann gat sagt frá og hermt eftir
löngu liðnum atburðum sem við
hin vorum búin að gleyma. Hann
var frábær eftirherma svo við
hreinlega emjuðum af hlátri og
spurðum okkur að því hvort við
hefðum virkilega verið í sama
bekk og hann. Óhætt er að segja
að þessi helgi verður okkur öllum
mjög dýrmæt minning.
Er við hugsum um Kidda kem-
ur fyrst upp í hugann hversu
mikill gleðigjafi og mannvinur
hann var. Já, hann Kiddi var
sannkallaður eðalpúki frá Patró.
Hans verður sárt saknað næst
þegar við komum saman. Stórt
skarð er höggvið í hópinn sem
aldrei verður fyllt.
Við bekkjarfélagarnir þökkum
Kidda fyrir yndislega samfylgd í
gegnum árin. Blessuð sé minning
Kristins Pálmasonar.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Elsku Salóme, börn, tengda-
barn, barnabarn, Þóra, systkini
og aðrir aðstandendur. Okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Einstakur maður er fallinn frá.
Fyrir hönd bekkjarfélaga úr
árgangi 1963 frá Patró,
Kristinn Halldórsson.
Í dag kveðjum við vinnufélaga
og vin, Kristinn Pálmason,
mjólkurfræðing. Hann hóf störf í
Mjólkurbúi Flóamanna 30. júlí
1992 en þá var hann nýbúinn að
ljúka námi frá Dalum Mejeri-
skole í Danmörku. Kristinn, eða
Kiddi eins og flestir kölluðu
hann, vann ýmis störf í mjólk-
urbúinu en þó lengst af við fram-
leiðslu á skyri og jógúrti.
Þegar hann fluttist á Selfoss
eftir námsdvölina þá voru hann
og fjölskyldan fljót að aðlagast
nýjum heimkynnum og nýjum
vinnustað. Hann var mjög vina-
margur og hafði einstaka hæfi-
leika til að laða að sér fólk. Hann
hlustaði á alla, allir fengu athygli
og hann hafði skilning á skoð-
unum annarra þó svo að hann
væri ekki alltaf sammála. Hann
var leikari af Guðs náð og oft
notaði hann leikhæfileika sína í
daglegu amstri.
Það var alltaf stutt í glensið
hjá honum og það var honum
eðlislægt að sjá jákvæðu og
skondnu hliðarnar á flestum
málum, hann var lífsglaður og
smitaði frá sér gleði.
Hann hélt tryggð við æsku-
stöðvar sínar og átti hann marg-
ar góðar sögur frá uppvaxtarár-
um sínum sem við fengum oft að
heyra, þær voru allar skemmti-
legar og uppfullar af hlýju og
gleði.
Dulspeki var honum huglæg
og átti hann oft djúpar og inni-
haldsríkar samræður við
ákveðna vinnufélaga sem voru
ekki alltaf sammála honum.
Stundum mátti greina að hiti var
kominn í umræðuna en á
ákveðum tímapunkti sneri Kiddi
umæðunni á þann veg að menn
fóru sáttir frá með bros á vör.
Kiddi var stundum að flýta
sér og þá fannst honum að afköst
á vélbúnaði mættu vera meiri og
kom hann oft með tillögur til
breytinga þar að lútandi.
Það gladdi hann að fylgjast
með vinsældum Skyr.is sem
hann var þátttakandi í að þróa á
sínum tíma en þessi vara hefur
náð mikilli útbreiðslu hérlendis
og erlendis á síðustu árum.
Hann var traustur starfsmað-
ur og honum þótti vænt um
vinnustaðinn og að fyrirtækinu
vegnaði sem best. Hann leysti öll
þau verkefni sem honum voru
falin af fagmennsku, metnaði og
áhuga.
Minningin um góðan dreng
mun lifa áfram í hjörtum okkar
hjá MS Selfossi.
Ég votta aðstandendum sam-
úð mína og bið Guð að styrkja
ykkur í sorginni um góðan
dreng.
Kveðja frá MS Selfossi,
Guðmundur Geir
Gunnarsson.
Trú, kjarkur, áræði, traust
eru orð sem lýsa Kidda vel, góð-
um félaga og vini. Hann var víð-
lesinn og vitur. Vissi margt um
flest trúarbrögð heimsins, sagði
vel frá og fræddi aðra. Allir fóru
ríkari af hans fundi og viðræðum
um hin fjölbreyttu efni. Hann
átti alltaf svör, hafði viðað að sér
fróðleik um öll sín áhugamál.
Hámenntaður maður af eigin
rammleik og miðlaði öðrum.
Áhugamaður um fagurbók-
menntir og leiklist, einnig voru
tónlist og myndlist ekki fjarri.
Hugur hans mun flytjast á
önnur svið. Ástvinum hans votta
ég mína dýpstu samúð.
Magni.
Kiddi Pálma er látinn. Kynni
okkar voru stutt en góð, og
minningin um þennan góða
dreng mun ekki fölna.
Það var einkum Leikfélag
Patreksfjarðar, sem var vett-
vangur okkar samstarfs og vin-
áttu. Kristinn var mikill áhuga-
maður um leiklist og ágætur
leikari – lék enda ýmis hlutverk
á vettvangi félagsins. Þá hafði
hann yndi af að syngja, en það
Kristinn
Pálmason