Morgunblaðið - 30.01.2015, Page 36

Morgunblaðið - 30.01.2015, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 ✝ Sóldís Aradótt-ir fæddist á Nönnustíg 8 í Hafn- arfirði 21. febrúar 1948 en flutti árs- gömul að Öldutúni 2 og ólst þar upp. Sóldís lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 17. janúar 2015. Foreldrar henn- ar eru Ari Benja- mínsson frá Stóra-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd, f. 1917, d. 2008, og Sigríður Ólafsdóttir frá Hnjóti við Patreksfjörð, f. 1926. Systkini Sóldísar eru Ólafur Arason, f. 1950, búsettur í Garðabæ, kvæntur Agnesi Art- húrsdóttur, Ingibjörg Aradóttir, f. 1957, búsett í Hafnarfirði, gift Guðmundi Sigurjónssyni, og Draumey Aradóttir, f. 1960, bú- sett í Svíþjóð. Sóldís giftist ung eiginmanni sínum, Jóhannesi Smára Laxdal Harðarsyni frá Reykjavík, f. 1947. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík, síðustu 20 árin í Háls- aseli 6, en fluttu svo í maí 2002 að Kjarrási 8 í Garðabæ. Synir þeirra hjóna eru Ari Viðar, f. 1965 og Hörður Smári, f. 1976. Sambýliskona Ara Viðars er Sigrún Edda Sigurjóns- dóttir. Börn Ara Viðars og fyrrver- andi eiginkonu hans, Gyðu Thorla- cius Guðjónsdóttur, eru Hekla Aradótt- ir, f. 1999, Arna Hlín Aradóttir, f. 2004 og Birkir Orri Arason, f. 2005. Sambýliskona Harðar Smára er Björk Gunnarsdóttir. Sonur þeirra er Hilmir Berg Harð- arson, f. 2012. Sóldís lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskólanum í Hafn- arfirði vorið 1965. Hún vann ým- is afgreiðslu- og þjónustustörf í Reykjavík en vann síðan í tæpa þrjá áratugi sem læknaritari við Heilsugæsluna Efra-Breiðholti. Sóldís var mikill unnandi menn- ingar og lista og afar tónelsk. Hún tók þátt í kórstarfi barn að aldri og söng síðan um árabil með tveimur kirkjukórum, fyrst í Seljakirkju í Reykjavík en síðar Vídalínskirkju í Garðabæ. Útför Sóldísar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 30. janúar 2015, kl. 13. Elsku Sóldís mín. Með þessum fátæklegu orðum langar mig til að þakka þér allar þær yndislegu samverustundir sem ég hef verið svo lánsöm að eiga með þér og sem ég mun alla tíð varðveita í hjarta mér. Þú komst eins og sólargeisli inn í líf okkar pabba þíns heitins fyrir nær 67 árum, svo falleg, róleg og ljúf að fólk hafði orð á því. Og þeg- ar þú byrjaðir í skóla komstu með vinkonur þínar og fylltir heimilið okkar á Öldutúni 2 af lífi og gleði. Síðan kynntir þú fyrir okkur hann Jóa þinn og betri mann hefð- ir þú ekki getað valið, þvílíkt gull af manni sem hann er. Drengirnir ykkar, Ari og Smári, hafa sann- arlega auðgað líf mitt og eins barnabörnin ykkar fjögur, Hekla, Arna Hlín, Birkir Orri og litli Hilmir Berg, en fas hans minnir mig svo oft á þig þegar þú varst lítil. Hvíldu í friði, elsku dóttir mín. Allar fallegu minningarnar um þig lifa og þær orna ég mér við núna. Þín mamma. Elsku systir mín, Sóldís Ara- dóttir, er látin eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Og nú eruð þið bæði farin, há- aldraður faðir okkar, Ari Benja- mínsson, d. 2008, og þú sjálf, Sól- dís, langt um aldur fram. Þið áttuð svo margt sameiginlegt og þið voruð svo góðir vinir, að eftir var tekið, enda skapaðist ávallt gott andrúmsloft þar sem þið vor- uð í fjölskyldusamkomum og reyndar hvar sem var. Maður fann ávallt fyrir hlýhug í garð okkar systkina frá pabba okkar, hann var með hlýlegt við- mót og skemmtilegan húmor og þú áttir því láni að fagna að erfa þessa eiginleika frá honum, Sól- dís. Þú varst alltaf til staðar þegar erfiðleikar gengu yfir. Á unglings- árum og fram undir þrítugt varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi að eiga ykkur Jóa að. Þið tókuð ávallt svo vel á móti mér, hvort heldur sem var í Geitlandinu, Maríubakkanum eða í Hálsa- selinu. Málefni líðandi stundar voru rædd, við Jói tókum nokkrar skákir og svo voru hin og þessi sameiginlegu áhugamál rædd, ekki síst sögur frá æskuárunum, fjölskyldan og trúmálin. Maður var ávallt endurnærður og glaður í hjarta eftir þessar heimsóknir til ykkar. Fjölskylduhagir breyttust þegar ég hitti lífsförunaut minn, hana Agnesi, en engu að síður hafa vináttuböndin ávallt haldist þó heimsóknum hafi fækkað. Höfðum við systkinin þann sið hin síðari ár að hittast með mökum heima hvert hjá öðru vor og haust, og skapar það mér ógleym- anlegar minningar um þig, kæra systir. Það var yndislegt að fá að heimsækja ykkur í sumarbústað- inn ykkar, Núpshlíð, haustið 2013. Það var áður en vitað var af hin- um illvíga sjúkdómi, en kannski var hann skýring á því af hverju þú og Inga systir fóruð ekki með okkur hinum í göngutúr uppá Þóreyjarnúp. Við vorum svo heppin með veður, og leiðsögu- hlutverk ykkar Jóa þegar við fór- um Vatnsneshringinn fór ykkur svo vel. Það leyndi sér ekki að þið voruð á kunnuglegum slóðum og þarna ætluðuð þið ykkur að eiga ánægjulegar stundir á efri árum. Staðir eins og sellátrin við Hvít- serk og Borgarvirki eru miklar náttúruperlur og þið voruð öllum hnútum kunnug. Og ekki má gleyma heimsókninni til gamals vinnufélaga okkar Jóa, Róberts Jack í Kastalaturninum í Vatns- nesi. Okkur Agnesi þótti afar vænt um að fá ykkur Jóa í vikuheim- sókn árið 2011 á Lodosol, para- dísinni okkar á Spáni. Þá lék allt í lyndi, við gerðum ýmislegt sam- an, hjóluðum, fórum í göngutúra, dönsuðum, settumst niður á kaffi- húsum að ógleymdum kvöld- stundum á veitinga- og skemmti- stöðum. Tónleikaferðin til Murciuborgar, sem þú stakkst upp á að fara í, Sóldís, stendur þó líklega uppúr og var alveg ein- stök, enda venjan að kíkja fremur á Benidorm Palace eða álíka staði með fólki. Minningin frá þessum tveimur samverutímabilum, í Núpshlíð 2013, og á Lodosol 2011 mun hjálpa mikið við að takast á við söknuðinn við að missa þig. Mínar innilegustu þakkir fyrir allar samverustundir. Blessuð sé minning þín. Ólafur Arason. Ástkær systir okkar hefur lok- ið för sinni með okkur hér á jörðu. Samfylgdinni er lokið, áfangastað er náð. Eftir stöndum við systur eins og höfuðlaus her og söknum sárt merkisberans okkar bros- milda, hugljúfa og glaðlynda. Vissulega gerum við okkur það ljóst að fyrr eða síðar lýkur ævi okkar allra. Sú vitneskja er í raun það eina sem við höfum með okk- ur að veganesti inn í þessa jarð- vist. En hugurinn verður svo agn- arsmár á svona stórum stundum, ekki síst þegar okkur finnst löng leið ófarin til sjávar. Svo margir útsýnishólar eftir að reika saman upp á. Svo margar hlíðar eftir að valhoppa niður í glaðværð og áhyggjuleysi. Vitneskjan um að öllu er afmarkaður tími má sín svo ósköp lítils gagnvart söknuðinum, sem fyllir hjartað hlýju myrkri og leggst eins og mjúkur hvítur faðmur yfir allt sem við hugsum, segjum og gerum. Hún Sóldís okkar bar sannar- lega nafn með rentu. Frá henni stafaði ævinlega hlýjum bjarma svo að nærvera hennar lýsti upp hverjar þær vistarverur þar sem hún var stödd. Augun geisluðu í hvert sinn sem fallega brosið breiddist yfir andlit hennar. Sóldís var sömu mannkostum búin og hann pabbi okkar heitinn, sem var okkur systrum öllum svo kær. Blíðlynd og hjálpfús, bljúg- lát og dagfarsprúð. Vildi alltaf gera gott úr hlutum og sjá til þess að fólkinu hennar liði vel. Sátta- semjari í eðli sínu og alltaf reiðubúin að sveigja af leið til að allir gætu unað sáttir við sitt og haldið gleði sinni. „Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjall- göngumaður sér fjallið bezt af slétt- unni.“ Þessi vísdómsorð Kahlils Gi- bran úr Spámanninum höfum við nú að leiðarljósi á áframhaldandi för okkar – án stóru systur. Í hjarta okkar verður hún þó alltaf með. Allir ljúfu eiginleikarnir hennar munu fylgja okkur í hverju skrefi. Vongleðin og hlýj- an, tillitssemin og mýktin. Og þegar við álpumst inn á ókunna stíga munum við brosa gegnum tárin. Brosa og minnast þess hvernig okkur tókst stund- um að villast saman á ólíklegustu stöðum, gangandi eða keyrandi, sama þótt kennileitin blöstu við okkur. Minnast þess hve dátt við hlógum að vandræðagangi okkar. Lífið heldur áfram og minning- in um hana yndislegu og fallegu stóru systur okkar mun ylja okk- ur um hjartaræturnar svo lengi sem við lifum. Og víst er að sól- skinsbrosið hennar mun lýsa okk- ur för þegar syrtir að. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Inga og Draumey. Elsku Sóldís mín, mér er það í senn bágt og ljúft að skrifa þér þessa kveðju. Bágt af því að einskis óska ég fremur en að kveðjustundin væri víðs fjarri. Ljúft af því hugur minn ljómar af öllum fallegu minningunum sem ég á um þig. Minningum sem birt- ast mér jafnt í draumi og vöku og sveipa sál mína nýjum ljóma. Minningum sem breytast í orð sem skýin fá að heyra og vind- urinn og trén. Og stundum líka ástkær faðir okkar á himnum og englarnir og Guð – þegar ég bið þá að umvefja þig sömu hlýju geislum og þú veittir svo örlátlega þeim sem komu nærri ljósflæði þínu. Fyrir margt löngu sagði mér vitur og mæt kona að við sálirnar veldum okkur það fólk sem við vildum verja ævinni með hvert sinn sem við kæmum til jarðar- innar. Þetta gjörbylti lífssýn minni og mér varð ljóst að þú varst ein af allra mikilvægustu ástæðunum fyrir vali mínu á fjöl- skyldu, aðstæðum og lífsreynslu. Elsku stóra systir mín, með fal- lega sólskinsbrosið þitt og jafnað- argeðið, með tryggðina og trún- aðinn, góðvildina og gleðina, takk fyrir allt sem þú hefur verið mér í þessari jarðvist. Takk fyrir að gæta mín þegar ég var lítil, takk fyrir að bæði sjá mig og heyra þegar ég var unglingur, takk fyrir að opna heimili þitt og leyfa mér að koma í helgardvöl hjá ykkur Jóa, Ara og síðar Smára, þegar þú varst búin að stofna fjölskyldu. Takk fyrir að samgleðjast mér svo innilega þegar ég varð móðir sjálf og láta sólargeislana þína flæða yfir börnin mín líka. Og takk fyrir að þú ræktaðir áfram af sömu alúð vináttu- og systraband okkar og gættir þess að það rofn- aði ekki þótt yfir lönd og höf væri að fara. Takk fyrir allar heim- sóknir þínar á heimili mitt í Sví- þjóð og takk fyrir allar góðu stundirnar okkar saman í Íslands- heimsóknum mínum, bæði á heimili ykkar Jóa og þegar við héldum á vit mannlífs og menn- ingar. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, ger- ir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Þessi orð Kahlils Gibran úr Spámanninum eru mér bæði huggun og heilagur sannleikur. Ég syrgi vegna þess að ég elskaði og gladdist áður. Það er bara ein leið til að komast hjá sorg og hún er að lifa ástsnauðu lífi. En hvers virði er slíkt líf? Er kærleikurinn ekki mestur alls? Þegar ég sat hjá þér fyrir nokkrum dögum hvíslaði ég að þér að þótt þú hyrfir okkur ástvin- Sóldís Aradóttir ✝ Þorsteinn Eg-ilsson fæddist í Reykjavík 25. jan- úar 1927. Hann lést á Landspítalanum 7. janúar 2015. Foreldrar hans voru Guðný Guð- finnsdóttir, f. 9.4. 1890, d. 16.10. 1947, og Egill Jóhannsson skipstjóri, f. 14.6 1893, d. 3.11. 1983, og ólst hann upp hjá þeim í Reykjavík og á Akureyri. Þorsteinn átti einn bróður, Sveinbjörn Egilsson, f. 14.11. 1922, d. 10.6. 1985. Sveinbjörn kvæntist Önnu Sigríði Jónsdóttur, f. á Siglu- firði 15.6. 1926, d. 14.4. 1979. Sveinbjörn og Anna hófu bú- skap á Bárugötu 5 í Reykjavík. Þar kynntist Þorsteinn Öldu Jónsdóttur, f. 11.4. 1930, yngri systur Önnu. Felldu þau hugi saman og giftu sig 16. júní árið 1956. Þorsteinn og Alda bjuggu saman á ýmsum stöðum í Reykjavík en árið 1961 festu þau kaup á íbúð að Stóragerði 28 og fluttu inn eftir að Þor- steinn og bróðir hans höfðu frá að hverfa og fór þá m.a. á sjó um tíma til að afla tekna. Þorsteinn hóf störf hjá Landsbanka Íslands árið 1955 í gjaldeyrisdeild, seðlabanka, en Sveinbjörn bróðir hans starfaði einnig við bankann. Á árunum 1956-1966 starfaði hann í end- urskoðun og bókhaldi en varð deildarstjóri endurskoðunar ár- ið 1966. Árið 1972 var hann ráðinn aðalendurskoðandi Landsbankans og gegndi því starfi til ársloka 1996 eða í 24 ár. Þorsteinn var virkur í Félagi starfsmanna Landsbanka Ís- lands og var formaður félagsins frá 1967 til 1969 og meðstjórn- andi 1971–1973. Hann tók þátt í uppbyggingu sumarhúsasvæðis Landsbankans í Selvík við Álftavatn á árunum 1966-1967 og var um árabil í Seljanefnd félagsins. Þorsteinn starfaði einnig í hlutastarfi hjá Lífeyr- issjóði bankamanna á árunum 2004-2011 og naut þess að fá með þeim hætti að verða að gagni og halda sambandi við fyrrum starfsfélaga. Þorsteinn hafði unun af því að ferðast og kanna nýjar slóðir, var vel hag- mæltur og mikill áhugamaður myndlistar, bókmennta og ljóða. Útför Þorsteins fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 30. jan- úar 2015, kl. 13. innréttað og standsett íbúðina, að mestu sjálfir. Þorsteinn og Alda voru því frum- býlingar í Stóragerð- inu og bjuggu þar allt til ársins 2013 en síð- asta árið að Fróðengi 9 í Reykjavík. Börn Þorsteins og Öldu eru 1) Helga, f. 1956, maki Ásgeir Ás- geirsson, og eiga þau saman tvö börn a) Perlu Ösp, maki Sverrir Arnar Bald- ursson, og eiga þau tvær dætur, Áróru Glóð og Aþenu Ósk, b) Þorstein Ými, kærasta Álfheið- ur Sigmarsdóttir. 2) Egill, f. 1965, kvæntur Béatrice Burlin. Þau eiga tvær dætur, Agathe og Stellu. Þorsteinn hóf ungur að sækja sjóinn með föður sínum sem var skipstjóri og hann hafði alla tíð mikinn áhuga á skipum og sjómennsku. Eftir gagnfræðapróf lauk hann stúdentsprófi árið 1946 frá Menntaskólanum á Ak- ureyri. Þá hóf hann nám í lækn- isfræði við Háskóla Íslands og stundaði það í tvö ár en þurfti Þér fannst alltaf svo skemmti- legt að rifja upp þann dag sem ég stóð upp í fyrsta sinn. Sagðir þá sögu oft og hún var svona: „Þú lagðir mig niður í rúmið og settir teppi fyrir rimlana. Svo átti að ríkja friður og ró en þín stutta stóð upp og yfir rimlunum birtust forvitin augu. Þú lagðir mig niður og ég stóð jafnharðan upp aftur.“ Þá var bara að styðja mig fyrstu skrefin, sem um leið voru fyrstu auðnusporin okkar saman. Þú studdir mig ekki bara í bók- staflegri merkingu, heldur líka á allan þann hátt sem faðir getur stutt dóttur sína og þar var ég svo lánsöm. Við vorum ekki alltaf sammála um öll okkar sameiginlegu skref. Mér fannst þú stundum svolítið lengi að átta þig á því að þú værir búinn að ala mig upp, en þar varstu ekki sammála, þú varst nú einu sinni pabbi minn, með óskráð, óhandsalað leyfi fyrir uppeldislífstíðarrétt. Já, þar mættust stálin stinn á stundum, svo ótrúlega lík með þrjóskuna að vopni en um leið ómælda væntumþykju og virð- ingu, enda svo náin. Tungumálaáhuginn kemur frá þér. Þú notaðir latínukunnáttuna til að bjarga þér og ef ekki dugði til, þá var alltaf hægt að nota handabandstungumálið. Varst mér sem uppflettiorðabók og hef- ur án vafa kveikt hjá mér áhug- ann á bókmenntum, ljóðum og ekki síst myndlist og við höfum átt ófáar góðar stundir á hinum ýmsu söfnum saman. Þér var annt um fjölskylduna, sýndir það ríkulega en þér var ekki síst annt um konuna þína. Ortir til hennar margar vísur, oft- ar en ekki með glettnum húmor en þessi litla vísa var þér hugleik- in undir lokin – og þar veit ég að þú varst að beina sjónum okkar að því að sinna mömmu af sömu alúð og þú gerðir alltaf: Hver er næstur sjálfum sér og satt það er. Að best ég sinni sjálfum mér, ef sinni ég þér. Þú varst ófeiminn að sýna væntumþykju og ást, bæði í orði og athöfnum, sem var okkur góð fyrirmynd, enda eigum við þrjár kynslóðir sameiginlegan brúð- kaupsdag Þú, þessi hrausti maður alla tíð, veiktist en kvartaðir aldrei eða kannski á stundum fullseint. Við bítum á jaxlinn, Krossakynið, var þín stefna. Loksins fannst læknir sem vildi taka af þér fót- inn. Af Grensás ætlaðir þú þér að ganga teinréttur og flottur. Hug- umstór með lífsviljann að vopni, ákveðinn í að verða sjálfbjarga og það tókst einnig, um tíma. Áttum svo góða stund litla „stórfjölskyldan“ á gamlárs- kvöld, rétt eins og í gamla daga. Komst til mín og lagðir þig þegar þú varst þreyttur en þú varst sæll, við hlið mömmu. Sáttur við líf þitt, enn ástfanginn af konunni þinni, ánægður með börnin þín, barnabörnin og litlu langafa- stúlkurnar sem öll hafa gefið lífi þínu tilgang. Þessi stund verður einstæð í hugum okkar sem stöndum þér næst. Þú studdir mig fyrstu auðnu- sporin mín og ég gat stutt þig síð- ustu sporin þín. Fyrir það er ég svo þakklát og fyrir að fá að hafa þig við hlið mér svona lengi. Þakklát fyrir þennan sterka stólpa í lífi mínu sem þú varst. Helga Þorsteinsdóttir. Elsku afi. Það er orðið langt síðan við sáumst síðast, kvöldið sem þú kvaddir. Nú sit ég í Selvík, umvafin minningum um þig og hugsa um þær mörgu góðu stundir sem við áttum hér saman. Stolt af þér sem áttir stóran þátt í að byggja upp vin hér og Vin í Skorradal. Langafastelpurnar njóta ávaxt- anna, grunlausar um hvað brott- hvarf þitt þýðir í raun. Ég velti því oft fyrir mér hvort þú hafir verið stoltur af mér. Það varst jú einu sinni þú sem beindir mér á þann stað sem ég er á í dag. Allt frá fyrsta degi varstu óþreyt- andi að fræða mig um allt milli himins og jarðar, vaktir hjá mér forvitni. Ætli Gagn og gaman hafi ekki verið fyrsta bókin sem við lásum saman, eftir að þú kenndir mér að lesa. Örnefni, lönd, sagn- fræði, skák og að leggja kapal eru Þorsteinn Egilsson HINSTA KVEÐJANú skal á pappírinn pára til þín pabbi eitt lítið stef. Þá töluvert kominn til ára þú tókst lífsins síðasta skref. En ég vona aðeins eitt, það er þetta að vegur þinn liggi um þá slóð er vel megir maga þinn metta og menn kunni að fara með ljóð. (EÞ) Egill Þorsteinsson. Elsku langafi. Takk fyrir gamanið sem þú gafst okkur, umhyggjuna sem þú veittir okkur og tímann okk- ar saman. Við vorum heppnar að eiga langafa og ekki spillti fyrir að það varst þú. Við geymum vísuna þína til okkar og minnumst þín hvor á sinn hátt: Augun skíru, ákafinn oftast hýr er svipurinn í efsta gír er þroski þinn þú ert dýri gripurinn. Áróra Glóð og Aþena Ósk Sverrisdætur. Takk, afi minn og nafni, fyr- ir allar sögurnar og fróðleikinn sem þú miðlaðir til mín. Heyrirðu niðinn, finnurðu friðinn frjómagnakliðinn í lofti og mó. Skynjar að flæðir þér orka í æðum öllu þú ræður á landi og sjó. Þú hlustar, þú syngur, um árabil yngist andar úr lynginu grósku og von. Faðmar hvert blað að þér, fagnandi glaður þú frjálsborni maður, þú náttúruson. Þinn, Þorsteinn Ýmir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.