Morgunblaðið - 30.01.2015, Síða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015
um þínum sýnum þá yrðirðu með
okkur í hjarta. Hvern dag og
hverja nótt. Þar til við samein-
umst á ný. Þar til við yljum okkur
saman við eldstæði eilífðarinnar.
„Því að hvað er það að deyja ann-
að en standa nakinn í blænum og
hverfa inn í sólskinið?“ eins og
Kahlil Gibran spyr svo einlæg-
lega.
Elsku Sóldís mín, nú hverfa
geislar þínir aftur til uppruna
síns, sólarinnar. Ljósgeislinn
slokknar ekki, hann sameinast
aftur ljósi heimsins og heldur
áfram að lýsa og verma gegnum
óravíddir tíma og rúms. Þar mæt-
umst við á ný. Því dauðinn dó en
lífið lifir. Þín,
Draumey.
Bernskuminningarnar eru
bjartar er ég minnist yndislegrar
æskuvinkonu minnar Sóldísar,
sem við kveðjum í dag, er lést eft-
ir stutt erfið veikindi sem hún
tókst á við með ótrúlegum styrk
og æðruleysi.
Ég minnist fallega æskuheim-
ilis Sóldísar á Öldutúni 2, en þar
var ég heimagangur í mörg ár,
gisti stundum er Sóldís var að
passa systkinin sín á kvöldin og þá
var opnað inn í stofu, en á heim-
ilinu var plötuspilari sem var ekki
algengt í þá daga og spiluð lög
með Harry Belafonte, Hauki
Morthens og fleiri góðum söngv-
urum, drukkum mjólk og súkku-
laðikakan hennar Siggu var ekki
langt undan en Sigga og Ari voru
yndisleg hjón og gestrisin.
Var margt brallað sér til
skemmtunar á æskuárunum og
sérstaklega minnist ég góðu ár-
anna í Barnaskólanum við Lækj-
argötu en þar sátum við saman í
bekk til þrettán ára aldurs og þar
höfðum við afburðagóðan kenn-
ara, Hauk Helgason. Minnist
einnig áranna við vinnu hjá
Frosti, þá vorum við að vinna í
humri, þá var nú sungið, hlegið og
mikið fjör, einnig allar skátaútil-
egurnar sem og unglingsárin voru
skemmtileg, einkum skólaárin í
Flensborgarskóla.
Sóldís var ung að árum þegar
hún kynntist Jóa sínum, enda
stórglæsileg stúlka og geislaði frá
henni. Þau lifðu í ástríku hjóna-
bandi. Ari Viðar kom snemma í
heiminn og Hörður Smári nokkr-
um árum seinna. Við áttum heima
nærri hvor annarri er börnin okk-
ar voru að vaxa úr grasi, þá hitt-
umst við og spjölluðum yfir kaffi-
sopa.
Margs er að minnast, en Fær-
eyjaferðin með læknariturum
„FÍL“ er ógleymanleg og þá
fylgdu eiginmenn okkar með.
Saumaklúbbsferðin með skóla-
systrum til Amsterdam var ekki
síðri, leikhúsferðir í Iðnó og Borg-
arleikhúsið með fleiri vinum og
annað skemmtilegt.
Sóldís var mjög barngóð og
elskaði barnabörnin sín sem nutu
þess að koma í heimsókn til afa og
ömmu, en þar var nóg af leikföng-
um, spilum og öðru sér til dund-
urs.
Þau hjónin voru ákaflega gest-
risin, tóku vel á móti gestum. Það
er gæfuríkt að kynnast svo góðum
vinum.
Ég var lánsöm að kynnast Sól-
dísi í barnæsku, hún var traust,
góð og skemmtileg vinkona.
Hennar verður sárt saknað.
Elsku Sóldís mín, minningar
um þig eru afar dýrmætar og
verða vel varðveittar. Við Björn
og fjölskylda vottum Jóa, fjöl-
skyldu, ættingjum og vinum sam-
úð og sendum hlýjar kveðjur.
Hulda og Björn.
Ég var líklega um tíu ára þegar
ég áttaði mig á því að það var
heldur ólíklegt að Soffía frænka í
Kardimommubænum hefði búið í
Hálsaseli. Að líklega var það ekki
í þeim stiga sem hún fussum-
sveiaði og skrúbbaði ræningja og
siðaði til stöku ljón. Í huganum
býr hún samt ennþá þar. Soffía
frænka, hjá Sóldísi frænku og Jóa
og Ara og Smára í Hálsaselinu.
Svo stórt var það heimili í barns-
huganum, að það var sjálfsagt
sögusvið fyrir öll ævintýrin sem
virtust svo nærri veruleikanum.
Elsku Sóldís. Ég vil muna
hlýjuna þína. Ég vil muna eftir
mér, lítilli stelpu sem kúldrast á
stigapallinum í Hálsaseli og hlust-
ar á barnaplötu í fullkominni sátt
við heiminn, á meðan sólin kyssir
kinn. Því það gerði hún alltaf, í
minningunni. Heimilið ykkar var
alltaf sólríkt, alltaf bjart, sælu-
reitur fyrir litla stelpu sem kom
stundum með dúkkur til að sýna
þér, seinna með bækur að lesa,
enn seinna til að spjalla við stóru
frænku. Það var ekki fyrr en
seinna sem ég skildi að málum var
ekki svo farið að það væri alltaf
sól í Breiðholti, heldur stafaði
þeirri alltumlykjandi birtu og
elsku sem ég man svo vel frá þér.
Takk fyrir að hafa alltaf boðið
mig og okkur Mána velkomin á
heimili þitt af heilum hug og enn
heilla hjarta. Takk fyrir allar
notalegu stundirnar okkar saman.
Fyrst og fremst, takk fyrir að
hafa leyft mér að baða mig í birt-
unni þinni, elsku Sóldís. Ég mun
muna hana alla tíð.
Ég þekki ekki fólk sem hefur
tekist betur upp við að gefa börn-
unum sínum nöfn en ömmu og afa.
Mamma mín, Draumey, sú
dreymna. Sóldís, sú bjarta, hlýja.
Ég hef aldrei verið þakklátari
fyrir eigið nafn. Hvíldu í friði,
birtu og eilífu ljósi. Þín frænka,
Sunna Dís.
Sárt er að missa ástvin, móður
og ömmu. En þannig er nú bara
lífið. Við fæðumst og vitum fyrir
víst að við deyjum en hvenær vit-
um við ekki.
Í dag er komið að kveðjustund
Sóldísar minnar, skólasystur og
vinkonu til sextíu ára. Við vorum
saman í sex ára bekk, síðan í
Flensborg, saumaklúbb og ferð-
uðumst mikið saman með mökum
okkar og fleiri sameiginlegum
vinum. Margar ferðir voru farnar
innanlands sem utan. Í sumarbú-
stað ykkar í Núpshlíð, til Kúbu,
Jamaica, Túnis, siglingar um Kar-
abíska hafið, borgarferðir og núna
síðasta ferðin okkar til Berlínar
og Dresden um mánaðamótin
nóvember-desember 2014.
Fyrir ári greindist Sóldís með
illvígan sjúkdóm er hafði yfir-
höndina 17. janúar síðastliðinn.
Þrátt fyrir erfið veikindi hafði hún
ætíð notalega nærveru. Hún var
ávallt elskuleg, traust, létt í lund
og tilfinningarík persóna.
Þín verður sárt saknað, elsku
Sóldís mín. Nú eru fjórar sauma-
klúbbsvinkonur okkar látnar.
Þórhildur lést 1985, Erla 1992,
Guðný 2007 og nú Sóldís 2015.
Blessuð sé minning ykkar allra.
Í gegnum árin höfum við þrjár
vinkonur ásamt mökum komið
saman á heimili okkar Gunnars á
gamlárskvöld. Um áramótin síð-
ustu var heldur ekkert slegið af.
Sóldís kom með hattinn sinn
ásamt maka sínum, fín og sæt eins
og alltaf.
Fljótlega eftir að nýárssólin fór
að skína hrakaði heilsu hennar
mjög hratt. Hún ætlaði að lifa og
vera hjá Jóa sínum, sonum og
barnabörnum sem hún elskaði svo
heitt.
Það er eins gott að vita ekki
fyrirfram hvað nýárs blessuð sól
boðar.
Elsku Sóldís mín, þakka þér
fyrir allar okkar yndislegu sam-
verustundir. Ég verð með hattinn
þinn þegar við komum til með að
hittast í „sumarlandinu góða“.
Elsku Jóhannes okkar, Ari,
Smári, öldruð móðir, tengdamóðir
og fjölskyldur. Okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Guð styrki ykk-
ur í þessari miklu sorg og ástvina-
missi.
Helga Ólafs og Gunnar.
Hún er undarleg þessi tilvera.
Sóldís var hrifin frá okkur í blóma
lífsins. Hún sem var að byrja að
búa sig undir starfslok. Ætlaði að
fara að njóta ríkulegar efri áranna
og frítímans sem þeim fylgir í
faðmi fjölskyldunnar, ekki síst
barnabarnanna. Maður var farinn
að skynja tilhlökkun hennar þó
læknaritarastarfið hefði sinn sess
og hún stundaði það af sóma.
Sóldís hafði verið læknaritari
hjá Heilsugæslunni Efra-Breið-
holti frá 1982, sem þá var staðsett
í Asparfelli 12. Við fluttum svo yf-
ir í Hraunberg 6 árið 1990.
Ég var þess aðnjótandi að fá að
vinna með Sóldísi í yfir 25 ár.
Aldrei bar skugga á samstarf okk-
ar og aldrei man ég eftir að hún
skipti skapi þó skrift mín væri illa
læsileg eða ég muldraði ógreini-
lega í „diktafóninn“.
Sóldís var fyrirmyndar starfs-
kraftur og félagi. Nafnið Sóldís
fór henni vel. Myndarleg, broshýr
og léttlynd. Hún var dugleg, sam-
viskusöm og bóngóð. Hún var fé-
lagslynd og t.d. lét hún sig yfir-
leitt ekki vanta í vor- eða
haustferðir starfsfólks stöðvar-
innar og þá vorum við svo heppin
að fá Jóa „yfirgrillmeistara“ með.
Það var augljóst að þar fóru sam-
rýnd hjón.
Við starfsfólk Heilsugæslunnar
Efra-Breiðholti kveðjum Sóldísi
með miklum söknuði. Óskum þess
af alhug að Jói og fjölskylda
þeirra finni huggun í sorginni og
frið í sinni.
Enginn veit sína ævi fyrr en öll
er.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þórður Gísli Ólafsson.
Fallega, jákvæða, unglega,
heilsteypta vinkonan mín hún Sól-
dís hefur kvatt þennan heim eftir
erfiða baráttu við illvígan gest,
sem hafði að lokum betur. Eftir
sitjum við samferðafólk hennar og
skiljum ekki hvers vegna Sóldís
fékk ekki lengri tíma. Starfslok að
nálgast og tilhlökkun um að njóta
ævikvöldsins.
Jóhannes hefur staðið eins og
klettur við hlið Sóldísar sinnar en
saman fengu þau þetta stóra
verkefni, sem þau tókust á við
með reisn og skynsemi. Nutu lífs-
ins á meðan stætt var. Síðasta
ferðin var farin í upphafi aðventu
með okkur og kunningjahjónum
til Dresden og Berlínar, ógleym-
anleg ferð.
Það er sárt að fylgjast með vin-
konu sinni veikjast og berjast fyr-
ir lífinu, en líka fallegt að sjá
hvernig þau hjónin tókust á við
verkefnið og létu ekkert stöðva
sig við að njóta samverunnar.
Barnabörnin fjögur voru auga-
steinar ömmu sinnar og þegar
ljóst var að hverju stefndi fannst
henni sárast að geta ekki fylgst
með vexti og þroska þeirra. Heil-
brigð og mannvænleg börn sem
öll eiga góða foreldra að.
Undanfarin ár höfum við hjón-
in ferðast töluvert með Sóldísi og
Jóhannesi bæði innanlands og ut-
an. Þessar ferðir eru allar
ánægjulegar og gefandi. Jóhann-
es undirbjó sig alltaf vel fyrir
ferðirnar, safnaði fróðleik og upp-
lýsingum um staðinn sem átti að
heimsækja og miðlaði okkur hin-
um. Þessar ferðir og samvera
okkar styrktu vináttuböndin, sem
ber að þakka.
Það var gaman að fara með
Sóldísi í búðir. Hún var snögg að
sjá fatnað sem klæddi hana og
valdi liti og fylgihluti, enda var
hún alltaf vel til höfð, smekklega
klædd og snyrt, svo tekið var eft-
ir.
Við skólasystur úr Flensborg
stofnuðum saumaklúbb fyrir um
hálfri öld og höfum komið saman
nokkuð reglulega yfir vetrarmán-
uðina. Sóldís er sú fjórða úr þess-
um litla hópi sem fer. Þórhildur
Brynjólfsdóttir dó 1985, Erla
Guðrún Gestsdóttir dó 1992,
Guðný Jóhannsdóttir dó 2007 og
nú Sóldís. Það er stórt skarð í
okkar hópi. Blessuð sé minning
þeirra allra.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Sóldísi fyrir góða og trygga sam-
ferð, fyrir að vera trúnaðarvinur
minn, vera alltaf tilbúin til þess að
hlusta og spjalla. Fyrir að vera
tilbúin til þess að fara á ýmis
mannamót og ætíð hafa góða nær-
veru.
Hugsum öll um fjölskyldu okk-
ar og nána vini og þau verðmæti,
sem þar er að finna, gefum af okk-
ur og tökum á móti vinum okkar.
Munum að njóta stundarinnar.
„Því morgni eftir orðinn dag eng-
inn gengur vísum að.“
Ég bið algóðan Guð að vernda
og styrkja Jóhannes, Ara, Smára
og barnabörnin. Fullorðinni móð-
ur Sóldísar, systkinum og öðrum
ættingjum og vinum sendi ég öll-
um ljós og birtu á erfiðum tímum.
Þakka þér, Sóldís mín, fyrir að
vera þú. Þú munt alltaf eiga stað í
hjarta mínu.
Vin sínum
skal maður vinur vera
og gjalda gjöf við gjöf …
Veistu ef þú vin átt
þann er þú vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Margrét Pálsdóttir.
aðeins brot af því sem ég lærði af
þér. Stundum fannst mér að þú
vissir allt og taldi mig aldrei geta
vitað eins mikið.
En þú kenndir mér líka margt
annað sem stundum var sárt en
engu að síður mikilvægt. Að tapa
í spilum (ömmu til mikillar ar-
mæðu þegar tárin flóðu), að koma
hreint fram, að allir væru jafn
mikilvægir, að standa við gefin
fyrirheit og á seinni tímum listina
að vera ósammála. Allt þetta
styrkti mig í þeirri vegferð sem
lífið er.
Fyrsti vinnudagurinn í Lands-
bankanum er mér afar eftir-
minnilegur. Ég fékk vinnu eftir
að þú hafðir lagt inn gott orð fyrir
mig, eflaust fyrir áeggjan for-
eldra minna sem voru þreytt á
heimshornaflakki mínu. Við átt-
um samtal fyrir daginn, þar sem
þú brýndir fyrir mér að standa
mig og byggja mér gott orðspor
en ekki nýta mér þitt til að sýn-
ast. Að byggja orðspor sitt á
verkum annarra væri aldrei
mönnum til framdráttar. Ég var
17, þú varst 68.
Við höfum verið samrýnd alla
tíð og alltaf var ég velkomin til
þín. Í Stóragerðið, í vinnuna, í
sumarfríið og ferðalögin sem við
fórum saman. Hringferðin er
mér minnisstæðust svo og
Frakklandsferðin í brúðkaup Eg-
ils og Béatrice. Örlaganornirnar
fléttuðu svo enn og aftur ævi okk-
ar saman þegar af einskærri til-
viljun við Sverrir keyptum íbúð-
ina á Bárugötunni þar sem þið
amma strengduð heitin nokkrum
áratugum áður. Þú komst til okk-
ar síðast á ársafmæli Aþenu.
Þrautseigja þín og ákveðni er
mér til eftirbreytni. Meira að
segja eftir að þú misstir fótinn, 85
ára gamall, varstu staðráðinn í að
ná bata og geta gengið óstuddur
að nýju. Sem tókst auðvitað. Og
upp alla stigana fórstu á ársaf-
mælinu, einfættur með gervifót,
til að halda upp á fyrsta afmæli
dótturdótturdóttur þinnar. Alltaf
til staðar fyrir fjölskylduna.
Dugnaður sem fyllir mig vænt-
umþykju og stolti.
Ég fór í Stóragerðið um dag-
inn. Ótrúlegt hvað einn staður
getur vakið hjá manni margar
minningar. Hver krókur og kimi,
týnda hornið, rauði koddinn,
spennandi fataskápurinn, pönnu-
kökubakstur og spil – hver gæti
beðið um meira. En umfram allt
var þar hlýja, skjól og friður sem
umvafði í hvert sinn sem ég steig
þar inn. Að eiga athvarf og öryggi
er það besta sem þið amma veitt-
uð mér og ég mun búa að því alla
ævi. Vonandi verð ég svo lánsöm
að geta boðið mínum barnabörn-
um slíkt hið sama. Stuðningur
ykkar ömmu hefur gert mér
kleift að byggja undirstöður í líf
mitt sem styrkja mig og fjöl-
skylduna okkar. Fyrir það verð
ég ævinlega þakklát.
Stúlkurnar sakna þín, hvor
með sínum hætti. Áróra skilur
betur för þína, en Aþena spyr enn
hvort þú sért lasinn og hvort ég
geti ekki hringt í þig. Þær nutu
þess að koma og grallarast hjá
ykkur ömmu, fá mola (en ekki
dýft í kaffi eins og þú gafst mér)
og sýna ykkur hvað þær eru
flinkar. Mikið þykir mér vænt um
þann tíma sem þær fengu með
þér og mikið vildi ég óska þess að
hann hefði verið lengri.
Ég kveð þig héðan úr Selvík-
inni og minnist þín þegar ég horfi
á fjöllin. Traust og sterkt hvít-
skeggjað íslenskt berg – eins og
þú. Ég er stolt af því að vera dótt-
urdóttir þín.
Vertu sæll, elsku afi minn.
Þín
Perla.
Skarpt augnaráð og þétt
handaband er það fyrsta sem mér
kemur til hugar þegar ég hugsa
til fyrstu kynna okkar Steina,
tengdaföður míns. Ég komst
fljótt að því að hann mat fólk eftir
gjörðum þess, gerði engan grein-
armun á jakkafataforstjóra og
þeim sem tæmdi ruslafötuna
hans, snobbaði fyrir hvorugum,
eins og Egill sonur hans lýsti því
svo vel.
Stóragerðið varð fljótt griða-
staður barnanna minna og um
leið góður áningarstaður fyrir
mig. Kaffisopi og gott spjall í al-
vöru eða helst í gríni, eru notaleg-
ar stundir að minnast.
Ferðagleðin var ríkjandi hjá
þeim hjónum lengst af og margar
góðar sögur sem fylgdu þeim.
Steini var fróðleiksfús um sam-
félög og menningu þeirra landa
sem hann ferðaðist til. Hér innan-
lands var sjaldnast farin einhver
bein braut, heldur þræddir
óþekktir vegaslóðar, til að kanna
hvað væri framundan.
Steini var mjög handlaginn og
afar nákvæmur maður. Teiknaði
og reiknaði, nánast stundum upp
á millimetra, var útsjónarsamur
og sá nýtni í hverjum hlut. Hann
var ljóðelskur og gat vel ort sjálf-
ur en hafði lítinn tíma til að sinna
því hugðarefni sínu. Fannst gam-
an að setja saman vísur við hin
ýmsu tilefni. Þessum vísum hefur
nú verið safnað saman að mestu í
ljóðaheftið Hnullungur, sem
segja má að sé bæði ævisögubrot,
hugleiðingar til lífsins og tilver-
unnar og segi fjölskyldusögu um
leið.
Gaf aldrei gramm eftir, var úr
stáli, hélt hann sjálfur. Mætti í
heimsókn í sveitina okkar fallegu
snjóaveturinn mikla árið 1995 og
vildi að sjálfsögð vera liðtækur og
hjálpfús, koma að gagni og létta
mér störfin. Ég var að selflytja
fóður í seiðastöðina og allt bók-
staflega á kafi í snjó. Hugurinn
bar hann alltaf meira en hálfa
leið, svo að hann lagði af stað í að-
stoðarleiðangurinn á „Lands-
bankablankskónum“ og sparibux-
unum. Var samt alltaf fljótur í
vinnufötin þegar komið var í Vin
eins og hann nefndi fjölskyldu-
paradísina okkar í Skorradalnum,
sem og er gamall LÍ bústaður
með sögu og sál. Þar eyddum við
saman ómældum tíma við að
dunda okkur við að gera hann upp
og nutum líka saman og þar höf-
um við fjölskyldan og þau hjón átt
margar notalegar stundir saman:
Á Dýjastalla stráir geislum þétt
og strýkur með þeim Skessuna af natni
og þokusæng hún ýtir undurlétt
ofan af kyrru morgunsvölu vatni.
Steini var sanngjarn, áreiðan-
legur og réttsýnn maður sem
þótti gaman að því að miðla fróð-
leik til sinna nánustu. Hann var
rökfastur og ákveðinn í skoðun-
um sínum sem var virðingarvert.
Hans síðasta stóra verk var að
hanna legstein þeirra Öldu, Önnu
og Sveinbjarnar, með hnút sem
sameiningartákn og segja má að
hann hafi gengið frá öllu nema
lausu endunum. Þeir beinast að
nöfnum þeirra og tvinna þau enn
frekar saman.
Við urðum alltaf nánari eftir
því sem árin liðu, svo að í dag
kveð ég ekki bara tengdaföður
minn, heldur traustan náinn vin
sem var gegnheill og trúr sjálfum
sér.
Ásgeir Ásgeirsson.
Steini föðurbróðir okkar er all-
ur.
Á námsárum hans í Reykjavík
bjó hann hjá foreldrum okkar,
Önnu og Sveinbirni, og kynntist
þar Öldu móðursystur okkar sem
varð hans lífsförunautur. Mikill
samgangur var með fölskyldu
Steina og okkar enda voru þær
systur bestu vinkonur og bræð-
urnir nánir og áttu báðir sína
starfsævi í Landsbanka Íslands
meðan sá banki var ríkisbanki.
Systurnar töluðust við daglega
eða hittust, haldið var upp á hátíð-
ar saman og bræðurnir voru
bridsfélagar. Þeir hjálpuðu hvor
öðrum við húsbyggingar og vina-
hópurinn var að mestu sameigin-
legur. Þessar tvær fjölskyldur
voru órjúfanlegar þar til foreldr-
ar okkar létust bæði fyrir aldur
fram, var það mikið áfall fyrir þau
hjón. Fjóreykið, eins og Steini
kallaði þau, mun hvíla í sama reit í
Fossvogskirkjugarði og hannaði
Steini legsteininn með tryggðar-
hnúti í miðjunni skömmu fyrir
andlát sitt.
Steini var hávaxinn og vel vax-
inn, og teinréttur í baki fram á
síðasta dag. Hann var vel lesinn,
hafði gaman af ljóðum og samdi
gjarnan kímnar tækifærisstökur
og ljóð. Hann hafði einstaklega
fallega söngrödd og var góður
söngmaður á yngri árum. Alda
kona hans er orðheppin og hnytt-
in og sterkt samband var á milli
þeirra og umræðan oft glettn-
iblönduð. Steini var sterkur mað-
ur og ákveðinn, mikill fjölskyldu-
maður og trygglyndur. Í veikind-
um síðustu ár var hann æðrulaus
en þurfti á endanum að láta í
minni pokann og kvaddi sáttur
sína, áður en hann hélt á vit for-
feðranna. Þegar hann varð átt-
ræður héldum við honum veislu
og þá orti hann eftirfarandi vísu:
Þótt óðar séu er í þeim töggur
og eiga bæði lof og prís,
glaður þakkar gamall skröggur
Guðný, Siggu og Önnu Dís.
Guðný, Sigurlaug og Anna
Dís Sveinbjörnsdætur.
Jæja, gamli stálnagli, þá er
komið að lokakveðjunni. Ég ætla
ekki að hafa hana langa en fá að
minnast einnar af mínum bestu
stundum í návist þinni.
Það var þegar þú gafst mig og
dótturdóttur þína saman og
fannst mér ljóðin og ráðleggingin
sem þú gafst mér hrein snilld – og
hef ég lifað eftir þeim æ síðan.
Læt hér fylgja með ljóðið sem gaf
okkur gildi:
Stund þessi hér er minningamerk,
því mér er ætlað að leika klerk,
sem var alls ekki inni í myndinni!
Í ofanábót er mér ætlað það verk,
sem efalaust kallar á beinin sterk
– að seila ykkur upp úr syndinni!
Svo bauðst þú mig velkominn í
þjáningabræðrahópinn – og þá
kom ráðið góða, sagt af mikilli
reynslu og stríðum við kvenpen-
ing þessarar ættar:
Ég legg mína ríku reynslu að veði,
í ráð mitt á brúðkaupsdaginn.
Lúffaðu bara með glöðu geði,
þá gengur þér allt í haginn.
Með söknuði kveð ég þig, Þor-
steinn Egilsson.
Sverrir Arnar Baldursson.