Morgunblaðið - 30.01.2015, Page 42

Morgunblaðið - 30.01.2015, Page 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JANÚAR 2015 Birgir Engilbertsson er múrarameistari á Selfossi og vinnurhjá verktakafyrirtækinu Jáverk. „Við erum núna á fullu aðbyggja við sundlaugina hér á Selfossi, erum að bæta við bún- ingsklefum og aðstöðu fyrir líkamsræktarstöð. Viðbyggingin er alls 2.000 fermetrar.“ Kona Birgis er Harpa Hreggviðsdóttir, smíðakennari í Flóaskóla, og þau eiga tvær dætur, Agnesi Björgu 14 ára og Árdísi Evu 8 ára. „Við fjölskyldan eigum tólf hross og erum að stússa við þau um vetrartímann. Svo er maður að byrja að huga að aðaláhugamálinu sem er stangveiðin, fægja stangirnar og annað slíkt. Við búum í Langholti sem stendur við Hvítá, þar er eins og hálfs kílómetra veiðisvæði sem tengdafaðir minn á, rétt fyrir ofan þar sem Sogið kemur að Hvítá og verður að Ölfusá. Veiðin hefur gengið vel, þetta eru um 200 laxar og 150-200 sjó- birtingar á ári og það er búið að selja tvo þriðju af veiðileyfunum. Þau eru ódýr og renna út.“ Hvað á að gera í tilefni afmælisins? Það stendur til að fara í Hum- arhúsið á Stokkseyri og fá sér gott að borða.“ Birgir Engilbertsson er fimmtugur í dag Í Flórens Birgir í bílferð um Evrópu ásamt fjölskyldunni. Farinn að huga að stangveiðinni Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kópareykjum Eydís Ósk Dorn Jónsdóttir fæddist 25. febrúar 2014 kl. 18.44. Hún vó 3.970 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Rebecca Dorn og Jón Eyjólfsson. Nýir borgarar S igríður fæddist í Reykja- vík 30.1. 1975 en flutti nokkurra mánaða norður til Húsavíkur þar sem faðir hennar tók við starfi yfirlögregluþjóns: „ Ég var sjö ára er pabbi lést og þá flutti mamma með okkur til Reykjavíkur til að vera nær fjölskyldu sinni. Við fluttum í Laugarnesið og ég gekk í þennan fallega Laugarnesskóla sem hefur sem betur fer fengið að halda sínu upprunalega útliti þrátt fyrir miklar endurbætur. Síðan tók við gagn- fræðastig í Laugalækjarskóla. Ég hafði frábæra kennara í báðum þessum skólum. Eftirminnilegust er Ásdís Jóhannesdóttir sem las fyrir okkur smákrakkana goðafræði og Íslendingasögur í nestistímanum meðan aðrir hlýddu á ævintýri. Auk þess var ég í sveit í Syðri- Hraundal á Mýrunum, hjá móður- ömmu minni, Guðrúnu Þórðardóttur bónda. Það varð mér dýrmætur ævintýraheimur.“ Sigríður lauk stúdentsprófi frá MH um jól 1994, vann síðan m.a. á Café au Lait, víðfrægu kaffihúsi frú Sigríður Rún Tryggvadóttir prestur – 40 ára Kaffitími F.v.: Úlfur Elí, Sigríður, Skarphéðinn, vinur bræðranna, Mikael Nói, Ingvi Örn og Tryggvi Hrafn. Prestur í víðfeðmasta prestakalli landsins Seyðisfjarðardætur Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, presturinn og Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, slá í gegn á þorrablótinu fræga um síðustu helgi. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lifi þú lifir, því ReSound heyrnartækin eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. FYRSTU SNJALL- HEYRNARTÆKIN Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum. App Store er þjónustumerki Apple Inc. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.